Neymar fór grátandi af velli þegar Brasilía tapaði fyrir Úrúgvæ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2023 10:01 Óttast er að Neymar hafi orðið fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leik Brasilíu og Úrúgvæ. getty/Guillermo Legaria Brasilía tapaði fyrir Úrúgvæ, 2-0, í undankeppni HM 2026 í gær. Til að bæta gráu ofan á svart fór stórstjarnan Neymar meiddur af velli í fyrri hálfleik. Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, kom Úrúgvæum yfir á 42. mínútu. Skömmu síðar féll Neymar við eftir baráttu við Nicolas de la Cruz. Hné Brassans virtist gefa sig og hann hélt um það þar sem hann lá á vellinum og öskraði af sársauka. Neymar var í kjölfarið borinn af velli, augljóslega sárþjáður og með tárin í augunum. Hann yfirgaf leikvanginn svo á hækjum. Læknir brasilíska liðsins, Rodrigo Lasmar, segir of snemmt að segja til um hversu alvarleg meiðsli Neymars eru. „Við framkvæmdum allar skoðanir og endurtökum þær á morgun. Þessi sólarhringur er lykilinn að því að sjá hvernig hnéð hans bregst við, hversu bólgið það verður og hvað myndirnar sýna. Bíðum eftir niðurstöðunum róleg og yfirveguð, förum yfir þær í rólegheitum og af yfirvegun og ég greini ykkur svo frá niðurstöðunum,“ sagði Lasmar. De La Cruz gulltryggði sigur Úrúgvæ þegar hann skoraði annað mark liðsins á 77. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Úrúgvæa á Brössum í 38 leikjum, eða síðan 2001. Brasilía er í 3. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2026. Liðið mætir Kólumbíu og heimsmeisturum Argentínu í næsta mánuði. Neymar, sem leikur með Al Hilal í Sádi-Arabíu, er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 79 mörk. Hann lék sinn 127. landsleik í gær. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Darwin Nunez, leikmaður Liverpool, kom Úrúgvæum yfir á 42. mínútu. Skömmu síðar féll Neymar við eftir baráttu við Nicolas de la Cruz. Hné Brassans virtist gefa sig og hann hélt um það þar sem hann lá á vellinum og öskraði af sársauka. Neymar var í kjölfarið borinn af velli, augljóslega sárþjáður og með tárin í augunum. Hann yfirgaf leikvanginn svo á hækjum. Læknir brasilíska liðsins, Rodrigo Lasmar, segir of snemmt að segja til um hversu alvarleg meiðsli Neymars eru. „Við framkvæmdum allar skoðanir og endurtökum þær á morgun. Þessi sólarhringur er lykilinn að því að sjá hvernig hnéð hans bregst við, hversu bólgið það verður og hvað myndirnar sýna. Bíðum eftir niðurstöðunum róleg og yfirveguð, förum yfir þær í rólegheitum og af yfirvegun og ég greini ykkur svo frá niðurstöðunum,“ sagði Lasmar. De La Cruz gulltryggði sigur Úrúgvæ þegar hann skoraði annað mark liðsins á 77. mínútu. Þetta var fyrsti sigur Úrúgvæa á Brössum í 38 leikjum, eða síðan 2001. Brasilía er í 3. sæti Suður-Ameríkuriðilsins í undankeppni HM 2026. Liðið mætir Kólumbíu og heimsmeisturum Argentínu í næsta mánuði. Neymar, sem leikur með Al Hilal í Sádi-Arabíu, er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 79 mörk. Hann lék sinn 127. landsleik í gær.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira