Lík fundið við leit að sjö ára dreng í Noregi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. október 2023 14:10 Lögregla hefur ekki gefið upp vonina um að drengurinn muni finnast á lífi. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Umfangsmikil leit stendur nú yfir að sjö ára dreng sem týndist fyrir tveimur dögum síðan í óbyggðum skammt frá Lindesnes syðst í Noregi. Lögregla segir leitarsvæðið verða stækkað í dag en fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar við leitina. Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að drengurinn hafi verið ásamt fjölskyldumeðlimum í veiði í skógi nálægt Heddan. Hann hafi orðið viðskila við restina af hópnum um klukkan hálf tvö að staðartíma á sunnudag. Um er að ræða mýri þar sem mikið er um árfarvegi og stöðuvötn. Svæðið er því afar erfitt til leitar að sögn lögreglu. Hundruð sjálfboðaliða leitar nú drengsins í skóginum og eru vonir bundnar við það að hann sé enn á lífi þrátt fyrir að hafa verið úti í svo langan tíma. Haft er eftir Geir Ljungqvist, lögreglustjóra, að leitarsvæðið verði stækkað í dag. Þá muni jafnframt verða leitað úr lofti og þyrlur nýttar til verksins. 300 manns á vegum lögreglu leita nú að drengnum og 400 sjálfboðaliðar. NRK hefur eftir Mattias Høiland, verslunarstjóra og eiganda matvöruverslunar í Vigeland bæ að samfélagið taki hvarf drengsins nærri sér. Allir séu einhuga um að leggjast á árarnar og taka þátt í leitinni og hefur búðin verið miðstöð sjálfboðaliða sem leita drengsins. Þá hefur fjöldi stúdenta tekið sér frí frá skóla til að leita að drengnum. Uppfært klukkan 15:12 Norskir miðlar greina frá því að einstaklingur hafi fundist látinn á leitarsvæðinu. Lögregla segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkið. En person er funnet død i skogsområdet ved Langemyr i Lindesnes kommune, i området hvor det siden søndag har vært en leteaksjon etter en syv år gammel gutt som forsvant under en jakttur.https://t.co/iiwA80ZLVd— Politiet i Agder (@politiagder) October 17, 2023 Noregur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að drengurinn hafi verið ásamt fjölskyldumeðlimum í veiði í skógi nálægt Heddan. Hann hafi orðið viðskila við restina af hópnum um klukkan hálf tvö að staðartíma á sunnudag. Um er að ræða mýri þar sem mikið er um árfarvegi og stöðuvötn. Svæðið er því afar erfitt til leitar að sögn lögreglu. Hundruð sjálfboðaliða leitar nú drengsins í skóginum og eru vonir bundnar við það að hann sé enn á lífi þrátt fyrir að hafa verið úti í svo langan tíma. Haft er eftir Geir Ljungqvist, lögreglustjóra, að leitarsvæðið verði stækkað í dag. Þá muni jafnframt verða leitað úr lofti og þyrlur nýttar til verksins. 300 manns á vegum lögreglu leita nú að drengnum og 400 sjálfboðaliðar. NRK hefur eftir Mattias Høiland, verslunarstjóra og eiganda matvöruverslunar í Vigeland bæ að samfélagið taki hvarf drengsins nærri sér. Allir séu einhuga um að leggjast á árarnar og taka þátt í leitinni og hefur búðin verið miðstöð sjálfboðaliða sem leita drengsins. Þá hefur fjöldi stúdenta tekið sér frí frá skóla til að leita að drengnum. Uppfært klukkan 15:12 Norskir miðlar greina frá því að einstaklingur hafi fundist látinn á leitarsvæðinu. Lögregla segir að enn eigi eftir að bera kennsl á líkið. En person er funnet død i skogsområdet ved Langemyr i Lindesnes kommune, i området hvor det siden søndag har vært en leteaksjon etter en syv år gammel gutt som forsvant under en jakttur.https://t.co/iiwA80ZLVd— Politiet i Agder (@politiagder) October 17, 2023
Noregur Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira