Stafar okkur ógn af átökum glæpagengja í Svíþjóð? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 12. október 2023 08:02 Undanfarið hefur ekkert lát verið á frásögnum af alvarlegum ofbeldisglæpum og árásum í Svíþjóð. Ofbeldisaldan hefur verið rakin til átaka glæpagengja sem hafa hreiðrað þar um sig og ekki sér fyrir endann á ofbeldinu. Bara í september létu 12 einstaklingar þar lífið í tengslum við ofbeldisfull átök og þar af voru 11 skotnir til bana. Morðtilraunir og sprengjuárásir eru daglegt brauð og yfirvöld virðast nánast ráðþrota gagnvart vandanum. Sífellt fleiri saklausir borgarar sem hafa engin tengsl við gengin verða fyrir barðinu á ofbeldinu. Lögreglan í Svíþjóð hefur enn aukið viðbúnað sinn og jafnvel hefur verið rætt um aðstoð hersins vegna ástandsins. Yfirvöld í nágrannalöndum Svíþjóðar hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram aðstoð sína við þessar fordæmalausu aðstæður. Við Íslendingar höfum enn lítið fram að færa þegar kemur að aðstoð í þessum efnum. Sem betur fer. Eins og um svo margt er mikilvægt að við fylgjumst vel með þróuninni Skoðum hvort við getum dregið ekki lærdóm af grafalvarlegri stöðu og óheillaþróun hjá þessari vinaþjóð okkar. Ég hef lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um þróun skipulagðrar brotastarfsemi hérlendis á undanförnum árum og um samanburðinn við þróunina á Norðurlöndum. Ég óska sömuleiðis eftir upplýsingum um aðgerðir Norðurlandanna og um hvaða lærdóm Íslendingar geti dregið af þeim. Mikilvægt er að skoða án tafar hvað fór úrskeiðis í Svíþjóð. Hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að við föllum í sömu gryfju. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Svíþjóð Lögreglumál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ekkert lát verið á frásögnum af alvarlegum ofbeldisglæpum og árásum í Svíþjóð. Ofbeldisaldan hefur verið rakin til átaka glæpagengja sem hafa hreiðrað þar um sig og ekki sér fyrir endann á ofbeldinu. Bara í september létu 12 einstaklingar þar lífið í tengslum við ofbeldisfull átök og þar af voru 11 skotnir til bana. Morðtilraunir og sprengjuárásir eru daglegt brauð og yfirvöld virðast nánast ráðþrota gagnvart vandanum. Sífellt fleiri saklausir borgarar sem hafa engin tengsl við gengin verða fyrir barðinu á ofbeldinu. Lögreglan í Svíþjóð hefur enn aukið viðbúnað sinn og jafnvel hefur verið rætt um aðstoð hersins vegna ástandsins. Yfirvöld í nágrannalöndum Svíþjóðar hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram aðstoð sína við þessar fordæmalausu aðstæður. Við Íslendingar höfum enn lítið fram að færa þegar kemur að aðstoð í þessum efnum. Sem betur fer. Eins og um svo margt er mikilvægt að við fylgjumst vel með þróuninni Skoðum hvort við getum dregið ekki lærdóm af grafalvarlegri stöðu og óheillaþróun hjá þessari vinaþjóð okkar. Ég hef lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um þróun skipulagðrar brotastarfsemi hérlendis á undanförnum árum og um samanburðinn við þróunina á Norðurlöndum. Ég óska sömuleiðis eftir upplýsingum um aðgerðir Norðurlandanna og um hvaða lærdóm Íslendingar geti dregið af þeim. Mikilvægt er að skoða án tafar hvað fór úrskeiðis í Svíþjóð. Hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að við föllum í sömu gryfju. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis