„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2023 20:01 Óskar Logi Ágústsson, stofnaði Vintage Caravan árið 2006 þegar hann var tólf ára gamall. Sveitin er enn starfandi og er fræg víða um heim. Vísir/Vilhelm Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vintage Caravan, segist í eitt sinn hafa verið hræddur þegar aðdáendur börðu hann augum í fyrsta skiptið þar sem hann var staddur á tónleikaferðalagi í Mexíkó. Það hafi verið eina skiptið sem hann hafi hræðst. Óskar Logi segir frá þessu í Einkalífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymisveitum í hlaðvarpsformi. Þar ræðir Óskar barnæskuna, hvernig það er að vera stórstjarna í útlöndum en einnig sviplegt fráfall eldri bróður hans sem hefur haft mikil áhrif á hann. Nýkominn úr tónleikaferð um Suður-Ameríku „Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir aðdáendur hafa verið gríðarlega þakkláta fyrir komu sveitarinnar. „Það var fólk að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitthvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“ Það er bara þannig? „Það er bara svoleiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara einhver rauðhaus á Álftanesi,“ segir Óskar hlæjandi. Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar. Hann segist reka minni til þess þegar aðdáendur hafi fengið að hitta hljómsveitarmeðlimi Vintage Caravan að loknum tónleikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúmlega 300 manna hópi. „Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tónleika, að taka myndir og áritanir og eitthvað,“ segir Óskar. „Í Mexíkó þá var einhver hringstigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einnhver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitthvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu einhverjir tveir jakkafataklæddir öryggisverðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassaleikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var nýbúinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tónlist Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Óskar Logi segir frá þessu í Einkalífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymisveitum í hlaðvarpsformi. Þar ræðir Óskar barnæskuna, hvernig það er að vera stórstjarna í útlöndum en einnig sviplegt fráfall eldri bróður hans sem hefur haft mikil áhrif á hann. Nýkominn úr tónleikaferð um Suður-Ameríku „Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir aðdáendur hafa verið gríðarlega þakkláta fyrir komu sveitarinnar. „Það var fólk að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitthvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“ Það er bara þannig? „Það er bara svoleiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara einhver rauðhaus á Álftanesi,“ segir Óskar hlæjandi. Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar. Hann segist reka minni til þess þegar aðdáendur hafi fengið að hitta hljómsveitarmeðlimi Vintage Caravan að loknum tónleikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúmlega 300 manna hópi. „Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tónleika, að taka myndir og áritanir og eitthvað,“ segir Óskar. „Í Mexíkó þá var einhver hringstigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einnhver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitthvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu einhverjir tveir jakkafataklæddir öryggisverðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassaleikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var nýbúinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tónlist Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira