Svandís harðorð um varðstöðu Moggans með leyndarhyggju í sjávarútvegi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2023 17:01 Svandís Svavarsdóttir er harðorð í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. vísir/arnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skýtur föstum skotum að ritstjórn Morgunblaðsins í pistli sem birtist í blaðinu í morgun. Segir hún eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, nú þétta raðirnar vegna frumvarps hennar sem er ætlað að auka gagnsæi í greininni. Í pistlinum bendir Svandís á niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var samhliða stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar. Þar kom í ljós að sex sinnum fleiri telja sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. „Það er alvarlegt,“ skrifar Svandís. „Til að bregðast við þessu og stuðla að sátt verður ráðist í gerð frumvarps að heildarlögum um sjávarútveg og einn kaflinn látinn fjalla sérstaklega um gagnsæi í greininni. Með lögum verði sköpuð skilyrði til að bæta skráningu og tryggja að stjórnunar- og eignatengsl í greininni liggi fyrir jafnharðan og þau verða til.“ Þá beinast spjót hennar að Morgunblaðinu: „Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjársterka aðila að bregðast þurfi af afli við áformum stjórnvalda um að varpa skýru ljósi á sjávarútveginn. Eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, þétta raðirnar og pólitísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka.“ Vantraustið óásættanlegt Vísir fjallaði um það í dag að samstarfsfélagi Svandísar í ríkisstjórninni, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði skotið föstum skotum á Svandísi í ávarpi á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Nefndi hún ýmis þrætuepli innan greinarinnar og sagði Svandísi samnefnarann yfir þau öll. Þess ber að geta að faðir Áslaugar, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Í pistlinum segir Svandís ljóst að aukið gagnsæi innan sjávarútvegsins hljóti að vera til góðs. Vantraust almennings í garð sjávarútvegsins sé óásættanlegt, bæði fyrir stjórnvöld og greinina sjálfa. „Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís og segir að þeir sem haldi því fram að almenningur viti ekki nóg um sjávarútveg skili umræðunni ekkert áfram. Í frumvarpinu, sem er í smíðum í matvælaráðuneytinu, muni athyglinni vera beint að því sem þurfi að lagfæra en engar kollsteypur séu í farvatninu. „Gagnsæi er þar grundvallarforsenda samfélagslegrar sáttar um sjávarútvegsmál. Sérhagsmunir einstakra útgerðaraðila eða talsmanna þeirra ættu aldrei að yfirskyggja hagsmuni almennings, hvorki á síðum Morgunblaðsins né í almennri umræðu. Stöndum saman um góða vinnu að gagnsæi og látum ekki gamalt afturhald slá okkur út af laginu.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Í pistlinum bendir Svandís á niðurstöður viðhorfskönnunar sem unnin var samhliða stefnumótunarverkefninu Auðlindin okkar. Þar kom í ljós að sex sinnum fleiri telja sjávarútveg spilltan en telja hann heiðarlegan. „Það er alvarlegt,“ skrifar Svandís. „Til að bregðast við þessu og stuðla að sátt verður ráðist í gerð frumvarps að heildarlögum um sjávarútveg og einn kaflinn látinn fjalla sérstaklega um gagnsæi í greininni. Með lögum verði sköpuð skilyrði til að bæta skráningu og tryggja að stjórnunar- og eignatengsl í greininni liggi fyrir jafnharðan og þau verða til.“ Þá beinast spjót hennar að Morgunblaðinu: „Ritstjórn Morgunblaðsins telur gagnsæi greinilega svo mikla ógn við fjársterka aðila að bregðast þurfi af afli við áformum stjórnvalda um að varpa skýru ljósi á sjávarútveginn. Eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, þétta raðirnar og pólitísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka.“ Vantraustið óásættanlegt Vísir fjallaði um það í dag að samstarfsfélagi Svandísar í ríkisstjórninni, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefði skotið föstum skotum á Svandísi í ávarpi á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Nefndi hún ýmis þrætuepli innan greinarinnar og sagði Svandísi samnefnarann yfir þau öll. Þess ber að geta að faðir Áslaugar, Sigurbjörn Magnússon, er stjórnarformaður Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Í pistlinum segir Svandís ljóst að aukið gagnsæi innan sjávarútvegsins hljóti að vera til góðs. Vantraust almennings í garð sjávarútvegsins sé óásættanlegt, bæði fyrir stjórnvöld og greinina sjálfa. „Varðstöðu greinarinnar, stjórnmálafólks og Morgunblaðsins um leynd verður að linna til þess að sjávarútvegurinn fái að njóta sannmælis og forsendur skapist fyrir aukinni sátt,“ skrifar Svandís og segir að þeir sem haldi því fram að almenningur viti ekki nóg um sjávarútveg skili umræðunni ekkert áfram. Í frumvarpinu, sem er í smíðum í matvælaráðuneytinu, muni athyglinni vera beint að því sem þurfi að lagfæra en engar kollsteypur séu í farvatninu. „Gagnsæi er þar grundvallarforsenda samfélagslegrar sáttar um sjávarútvegsmál. Sérhagsmunir einstakra útgerðaraðila eða talsmanna þeirra ættu aldrei að yfirskyggja hagsmuni almennings, hvorki á síðum Morgunblaðsins né í almennri umræðu. Stöndum saman um góða vinnu að gagnsæi og látum ekki gamalt afturhald slá okkur út af laginu.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira