Misstu aldrei vonina þegar stelpurnar veiktust Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2023 09:00 Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir með dætur sínar, Katrínu Silfá, Sölku Björt og Elínu Jöklu. Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir, nýbakaðar þríburamæður, segjast hiklaust hafa óttast um dætur sínar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna í vor. Stelpurnar braggast þó ótrúlega vel eftir fyrirburaáskoranirnar sem þær glímdu við fyrst um sinn. Við heimsóttum Margréti, Ástrós og trillurnar þrjár í Íslandi í dag í fyrradag. „Eftir að hafa séð þær svona pínulitlar og ótrúlega veikar, að sjá þær núna eins og hvert annað barn er alveg magnað,“ segir Margrét. Dæturnar, Katrín Silfá, Elín Jökla og Salka Björt fæddust 12. apríl, þrettán vikum fyrir tímann. Voruði einhvern tímann raunverulega hræddar um þær á því tímabili? „Já, alveg fyrstu tvær, þrjár vikurnar,“ segir Ástrós. „Já, þá var mikið af svona fyrirburaáskorunum sem þær þurftu að glíma við. Þær fengu allar sýkingu í blóðið og þurftu að fara aftur á öndunarvél. Þessi bakslög, þá varð maður alveg skíthræddur. En svo horfði maður alltaf á þær sigrast á því,“ segir Margrét. „Við misstum aldrei vonina einhvern veginn,“ bætir Ástrós við. Brot úr viðtalinu við Ástrós og Margréti í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+. Hér fyrir neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 frá í febrúar síðastliðnum, þegar við heimsóttum Ástrós og Margréti fyrst - þá verðandi þríburamæður. Ísland í dag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þríburaforeldarnir fá fyrstu vöggugjafirnar Í apríl varð Íslandsmet í þríburafæðingum, en þrjár fjölskyldur eignuðust þríbura. Ástrós Pétursdóttir er ein þeirra mæðra og lýsir hún því bæði sem dásamlegu og krefjandi verkefni. Fjölskyldurnar þrjár, þáðu fyrr í dag fyrstu Vöggugjafirnar frá Lyfju, ein gjöf fyrir hvert barn. 13. júní 2023 15:45 Þríburakrílin komin með nöfn Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur Andri Ingvarsson eignuðust nýverið þríbura en fyrir átti parið tvær dætur á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan stækkaði því fljótt en nú hafa yngstu meðlimirnir fengið nöfnin sín við fallega athöfn fyrr í dag. 3. júní 2023 18:13 Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58 Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. 5. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
„Eftir að hafa séð þær svona pínulitlar og ótrúlega veikar, að sjá þær núna eins og hvert annað barn er alveg magnað,“ segir Margrét. Dæturnar, Katrín Silfá, Elín Jökla og Salka Björt fæddust 12. apríl, þrettán vikum fyrir tímann. Voruði einhvern tímann raunverulega hræddar um þær á því tímabili? „Já, alveg fyrstu tvær, þrjár vikurnar,“ segir Ástrós. „Já, þá var mikið af svona fyrirburaáskorunum sem þær þurftu að glíma við. Þær fengu allar sýkingu í blóðið og þurftu að fara aftur á öndunarvél. Þessi bakslög, þá varð maður alveg skíthræddur. En svo horfði maður alltaf á þær sigrast á því,“ segir Margrét. „Við misstum aldrei vonina einhvern veginn,“ bætir Ástrós við. Brot úr viðtalinu við Ástrós og Margréti í Íslandi í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Þáttinn í heild er að finna á Stöð 2+. Hér fyrir neðan má svo nálgast kvöldfrétt Stöðvar 2 frá í febrúar síðastliðnum, þegar við heimsóttum Ástrós og Margréti fyrst - þá verðandi þríburamæður.
Ísland í dag Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þríburaforeldarnir fá fyrstu vöggugjafirnar Í apríl varð Íslandsmet í þríburafæðingum, en þrjár fjölskyldur eignuðust þríbura. Ástrós Pétursdóttir er ein þeirra mæðra og lýsir hún því bæði sem dásamlegu og krefjandi verkefni. Fjölskyldurnar þrjár, þáðu fyrr í dag fyrstu Vöggugjafirnar frá Lyfju, ein gjöf fyrir hvert barn. 13. júní 2023 15:45 Þríburakrílin komin með nöfn Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur Andri Ingvarsson eignuðust nýverið þríbura en fyrir átti parið tvær dætur á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan stækkaði því fljótt en nú hafa yngstu meðlimirnir fengið nöfnin sín við fallega athöfn fyrr í dag. 3. júní 2023 18:13 Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58 Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. 5. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Þríburaforeldarnir fá fyrstu vöggugjafirnar Í apríl varð Íslandsmet í þríburafæðingum, en þrjár fjölskyldur eignuðust þríbura. Ástrós Pétursdóttir er ein þeirra mæðra og lýsir hún því bæði sem dásamlegu og krefjandi verkefni. Fjölskyldurnar þrjár, þáðu fyrr í dag fyrstu Vöggugjafirnar frá Lyfju, ein gjöf fyrir hvert barn. 13. júní 2023 15:45
Þríburakrílin komin með nöfn Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur Andri Ingvarsson eignuðust nýverið þríbura en fyrir átti parið tvær dætur á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan stækkaði því fljótt en nú hafa yngstu meðlimirnir fengið nöfnin sín við fallega athöfn fyrr í dag. 3. júní 2023 18:13
Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58
Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. 5. febrúar 2023 08:01