Náði að yfirstíga hræðsluna á mótorhjólinu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. október 2023 20:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, Villi Vill, er viðmælandi í Einkalífinu og ræðir þar meðal annars mótorhjólaáhugann og jógaiðkunina. Vísir/Vilhelm „Ég finn mjög mikinn mun á mér þegar ég mæti til starfa hvort ég hef komið á bílnum eða á mótorhjólinu,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá allt viðtalið við Villa: Mannbætandi frelsistilfinning „Bara þessar tíu eða fimmtán mínútur úr Garðabænum niður í 101 Reykjavík á hjólinu þar sem maður er að fá ógrynni af súrefni hjálpa alveg ótrúlega mikið sem upptekt inn í daginn. Svo er það þessi frelsistilfinning, hvort heldur sem ég er á Ítalíu eða Íslandi, bara að fara út á hjólinu, fara eitthvert, geta stoppað hvar sem er og það er engin tónlist, það er ekki neitt, maður er bara einn með sjálfum sér og hugsunum sínum sem getur verið alveg ótrúlega mannbætandi.“ Lífið er stútfullt af krefjandi verkefnum og var mótorhjólaprófið ákveðin áskorun fyrir Villa. „Nú má ekki hanka mig á þessum ártölum en mig minnir að ég hafi verið með mótorhjólapróf núna í um það bil fimm ár. Fyrst ætlaði ég bara að taka prófið til þess að vera með hjól á Ítalíu og þvælast um þar. Ég var búinn að fara einu sinni á Ítalíu og vera í viku á hjólinu þegar ég kom til baka og ákvað að fjárfesta í hjóli hér, þetta var svo skemmtilegt. Það tók mig mjög langan tíma að koma mér að því að taka prófið. Ég var svona sirka tíu ár með þrjá eða fjóra mismunandi kennara án þess að klára verklega eða bóklega námið og án þess að fara nokkurn tíma í próf þar sem ég fékk alltaf cold feet, ég bara varð alltaf hræddur.“ „Ég er hættur“ Man Villi sérstaklega eftir einu tilviki þar sem hann var staddur á hjólinu í Ártúnsbrekkunni. „Það var rigning, pínu rok og það voru tveir stórir átján hjóla trukkar sitt hvorum megin við mig. Og ég bara keyrði út í kant, hringdi í kennarann og sagði bara heyrðu ég er hættur. En síðan gerðist eitthvað á einhverjum tímapunkti. Eftir því sem ég gerði þetta oftar, eftir því sem ég kynnti mér sportið betur, þá minnkaði þessi hræðsla eða beygur. Síðan á endanum, fyrir um það bil fimm árum, þá kláraði ég verklegu tímana, fór í verklega og bóklega prófið og náði mér í mótorhjólapróf. Það var auðvitað algjörlega frábært.“ Átti að vera með þessum hætti Allt hefur sinn tíma og segir Villi ekki þýða neitt að ætla að svekkja sig eitthvað á þessu ferli. „Ég er ekkert að gráta þessi tíu ár sem ég missti af. Þetta var auðvitað bara eitthvað sem átti að vera með þessum hætti.“ Aðspurður hvernig hann yfirvinni hræðslu almennt svarar Villi: „Það er með einhverjum svona hætti. Með því að kynna mér hlutina, með því að taka mér tíma, anda inn í aðstæðurnar og smám saman og yfirleitt þá einhvern veginn hverfur þessi kvíði eða hræðslutilfinning.“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson yfirstígur hræðslu meðal annars með því að kynna sér hlutina, taka sér tíma og anda inn í þá. Vísir/Vilhelm Andardrátturinn í daglegu lífi Villi hefur stundað jóga af miklum krafti síðastliðin tvö ár og segir það fyrst og fremst frábæra hreyfingu. Hann trúi þó ekki endilega á hugmyndafræðina á bak við jóga og aðra andlega hluti. „En ég trúi svo sannarlega á andardráttinn. Það er eitt af því sem hefur breyst hjá mér. Ég andaði alltaf með munninum áður en ég byrjaði í jóga og ég átti rosalega erfitt með að anda með nefinu. En núna tveimur árum síðar þá hef ég náð stjórn á því og það eru ótrúlega bætt lífsgæði fólgin í þeirri breytingu svo ég segi bara alveg eins og er. Þú finnur það líka bara þegar þú ert að erfiða, þegar þú ert til dæmis í jóga, hvað allt er miklu léttara þegar þú ert að anda með nefinu. Síðan gerist það stundum þegar þú ert búin að vera lengi að maður bara getur ekki meira og fer að anda með munninum. Þá finnurðu að allt fer niður á við.“ Einkalífið Tengdar fréttir „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Hér má sjá allt viðtalið við Villa: Mannbætandi frelsistilfinning „Bara þessar tíu eða fimmtán mínútur úr Garðabænum niður í 101 Reykjavík á hjólinu þar sem maður er að fá ógrynni af súrefni hjálpa alveg ótrúlega mikið sem upptekt inn í daginn. Svo er það þessi frelsistilfinning, hvort heldur sem ég er á Ítalíu eða Íslandi, bara að fara út á hjólinu, fara eitthvert, geta stoppað hvar sem er og það er engin tónlist, það er ekki neitt, maður er bara einn með sjálfum sér og hugsunum sínum sem getur verið alveg ótrúlega mannbætandi.“ Lífið er stútfullt af krefjandi verkefnum og var mótorhjólaprófið ákveðin áskorun fyrir Villa. „Nú má ekki hanka mig á þessum ártölum en mig minnir að ég hafi verið með mótorhjólapróf núna í um það bil fimm ár. Fyrst ætlaði ég bara að taka prófið til þess að vera með hjól á Ítalíu og þvælast um þar. Ég var búinn að fara einu sinni á Ítalíu og vera í viku á hjólinu þegar ég kom til baka og ákvað að fjárfesta í hjóli hér, þetta var svo skemmtilegt. Það tók mig mjög langan tíma að koma mér að því að taka prófið. Ég var svona sirka tíu ár með þrjá eða fjóra mismunandi kennara án þess að klára verklega eða bóklega námið og án þess að fara nokkurn tíma í próf þar sem ég fékk alltaf cold feet, ég bara varð alltaf hræddur.“ „Ég er hættur“ Man Villi sérstaklega eftir einu tilviki þar sem hann var staddur á hjólinu í Ártúnsbrekkunni. „Það var rigning, pínu rok og það voru tveir stórir átján hjóla trukkar sitt hvorum megin við mig. Og ég bara keyrði út í kant, hringdi í kennarann og sagði bara heyrðu ég er hættur. En síðan gerðist eitthvað á einhverjum tímapunkti. Eftir því sem ég gerði þetta oftar, eftir því sem ég kynnti mér sportið betur, þá minnkaði þessi hræðsla eða beygur. Síðan á endanum, fyrir um það bil fimm árum, þá kláraði ég verklegu tímana, fór í verklega og bóklega prófið og náði mér í mótorhjólapróf. Það var auðvitað algjörlega frábært.“ Átti að vera með þessum hætti Allt hefur sinn tíma og segir Villi ekki þýða neitt að ætla að svekkja sig eitthvað á þessu ferli. „Ég er ekkert að gráta þessi tíu ár sem ég missti af. Þetta var auðvitað bara eitthvað sem átti að vera með þessum hætti.“ Aðspurður hvernig hann yfirvinni hræðslu almennt svarar Villi: „Það er með einhverjum svona hætti. Með því að kynna mér hlutina, með því að taka mér tíma, anda inn í aðstæðurnar og smám saman og yfirleitt þá einhvern veginn hverfur þessi kvíði eða hræðslutilfinning.“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson yfirstígur hræðslu meðal annars með því að kynna sér hlutina, taka sér tíma og anda inn í þá. Vísir/Vilhelm Andardrátturinn í daglegu lífi Villi hefur stundað jóga af miklum krafti síðastliðin tvö ár og segir það fyrst og fremst frábæra hreyfingu. Hann trúi þó ekki endilega á hugmyndafræðina á bak við jóga og aðra andlega hluti. „En ég trúi svo sannarlega á andardráttinn. Það er eitt af því sem hefur breyst hjá mér. Ég andaði alltaf með munninum áður en ég byrjaði í jóga og ég átti rosalega erfitt með að anda með nefinu. En núna tveimur árum síðar þá hef ég náð stjórn á því og það eru ótrúlega bætt lífsgæði fólgin í þeirri breytingu svo ég segi bara alveg eins og er. Þú finnur það líka bara þegar þú ert að erfiða, þegar þú ert til dæmis í jóga, hvað allt er miklu léttara þegar þú ert að anda með nefinu. Síðan gerist það stundum þegar þú ert búin að vera lengi að maður bara getur ekki meira og fer að anda með munninum. Þá finnurðu að allt fer niður á við.“
Einkalífið Tengdar fréttir „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01
Óhefðbundið fjölskyldumynstur Villa Vill: Krafan um normið úrelt árið 2023 „Ég hef verið ástfanginn og ég ætla að leyfa mér að segja að ég hef verið svo heppinn að vera ástfanginn því ég held að það sé ekki sjálfgefið,“ segir lögmaðurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson sem er gestur í Einkalífinu. Viðtalið við hann birtist í fyrramálið klukkan 7. 27. september 2023 20:01
Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein