Nálgist að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn Árni Sæberg skrifar 2. október 2023 20:34 Sigursteinn telur næsta víst að hann viti hvað varð af Geirfinni Einarssyni. Vísir/Storytel/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sigursteinn Másson, sem hefur legið yfir gögnum Guðmundar- og Geirfinnsmálið undanfarið, segist telja sig nálgast það að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn. Sigursteinn hefur unnið að sex þátta þáttaröð á Storytel sem ber heitið Réttarmorð og fjallar um þetta þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Fyrsti þátturinn er komið í loftið og restin verður birt vikulega. „Þetta verður ekki svona hámhlustun,“ sagði hann þegar hann ræddi þættina í Reykjavík síðdegis í dag. Nokkuð ljóst hvað varð um Guðmund Sigursteinn sagði að hann teldi nokkuð ljóst hvað hafi orðið um Guðmund Einarsson, sem sást aldrei aftur eftir að hafa orðið viðskila við félaga sína eftir dansleik í Hafnarfirði í byrjun árs 1974. Hann muni fara yfir það í þáttunum. Hins vegar séu hlutirnir óljósari hvað varðar Geirfinn Einarsson, sem hvarf í nóvember sama árs. „Ég er á því að við séum að nálgast þann punkt að geta sagt með nokkurri vissu hvað varð um Geirfinn,“ segir hann þó. Margir haft samband síðan af þættinum fréttist Hann segir að síðan það kvisaðist út í gær að gefa ætti Réttarmorð út hafi mikill fjöldi fólks sett sig í samband við hann og velt upp ýmsum kenningum og hugmyndum. „Því miður er það nú oftast þannig að þetta er ekki á miklum rökum reist. Það hefur alltaf einkennt þessi mál að fólk hefur talið sig vita miklu meira um þessi mál en það raunverulega veit og er með miklar hugmyndir um það. Það getur verið að dreyma eitthvað, það getur verið að hitta einhvern miðil eða sjáanda eða það er kaffibolli. Ég veit ekki hvað það er en það er allavega einhver ægileg þörf hjá fólki að þykjast vita allt um þetta. Og þá hefur það samband við mig.“ Það segir hann að geti verið truflandi og tafið vinnu með staðreyndir málsins. Hins vegar geti alltaf leynst eitthvað innan um sem skiptir máli og þarf að skoða. Sem byggir á staðreyndum en ekki draumum eða slíku. „Myndir þú vilja fara með það í gröfina“ Sem áður segir telur Sigursteinn þann tímapunkt nálgast að hægt verði að segja hvað varð um Geirfinn. Hver þarf að segja það, svo það verði staðfest? „Auðvitað væri best ef viðkomandi myndi stíga fram,“ segir Sigursteinn en bætir við að hann geti ekkert fullyrt um að hann hafi rætt við einhvern sem ber ábyrgð á hvarfinu. Hins vegar geti hann sagt það að allar líkur séu á því. Ekki hægt að útiloka sjálfsvíg Þá segir hann að það sé ekki alveg öruggt enda sé ekki hægt að útiloka það að Geirfinnur hafi einfaldlega svipt sig lífi. Fullt af fólki hafi horfið á Íslandi, flest hafi svipt sig lífi en einhver mannshvörf hafi verið saknæm og aldrei upplýst. „En ef að það er eins og ég held, ef þú hefðir gert eitthvað svona fyrir fimmtíu árum, þú hefðir tekið þátt í einhverju og sæir eftir því, myndir þú vilja fara með það í gröfina? Eða væri ekki betra, jafnvel þó þú værir að játa á þig alvarlegan glæp, væri ekki betra að horfast í augu við það, heldur en að fara með það niður?“ spyr Sigursteinn. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Fjölmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Sigursteinn hefur unnið að sex þátta þáttaröð á Storytel sem ber heitið Réttarmorð og fjallar um þetta þekktasta sakamál Íslandssögunnar. Fyrsti þátturinn er komið í loftið og restin verður birt vikulega. „Þetta verður ekki svona hámhlustun,“ sagði hann þegar hann ræddi þættina í Reykjavík síðdegis í dag. Nokkuð ljóst hvað varð um Guðmund Sigursteinn sagði að hann teldi nokkuð ljóst hvað hafi orðið um Guðmund Einarsson, sem sást aldrei aftur eftir að hafa orðið viðskila við félaga sína eftir dansleik í Hafnarfirði í byrjun árs 1974. Hann muni fara yfir það í þáttunum. Hins vegar séu hlutirnir óljósari hvað varðar Geirfinn Einarsson, sem hvarf í nóvember sama árs. „Ég er á því að við séum að nálgast þann punkt að geta sagt með nokkurri vissu hvað varð um Geirfinn,“ segir hann þó. Margir haft samband síðan af þættinum fréttist Hann segir að síðan það kvisaðist út í gær að gefa ætti Réttarmorð út hafi mikill fjöldi fólks sett sig í samband við hann og velt upp ýmsum kenningum og hugmyndum. „Því miður er það nú oftast þannig að þetta er ekki á miklum rökum reist. Það hefur alltaf einkennt þessi mál að fólk hefur talið sig vita miklu meira um þessi mál en það raunverulega veit og er með miklar hugmyndir um það. Það getur verið að dreyma eitthvað, það getur verið að hitta einhvern miðil eða sjáanda eða það er kaffibolli. Ég veit ekki hvað það er en það er allavega einhver ægileg þörf hjá fólki að þykjast vita allt um þetta. Og þá hefur það samband við mig.“ Það segir hann að geti verið truflandi og tafið vinnu með staðreyndir málsins. Hins vegar geti alltaf leynst eitthvað innan um sem skiptir máli og þarf að skoða. Sem byggir á staðreyndum en ekki draumum eða slíku. „Myndir þú vilja fara með það í gröfina“ Sem áður segir telur Sigursteinn þann tímapunkt nálgast að hægt verði að segja hvað varð um Geirfinn. Hver þarf að segja það, svo það verði staðfest? „Auðvitað væri best ef viðkomandi myndi stíga fram,“ segir Sigursteinn en bætir við að hann geti ekkert fullyrt um að hann hafi rætt við einhvern sem ber ábyrgð á hvarfinu. Hins vegar geti hann sagt það að allar líkur séu á því. Ekki hægt að útiloka sjálfsvíg Þá segir hann að það sé ekki alveg öruggt enda sé ekki hægt að útiloka það að Geirfinnur hafi einfaldlega svipt sig lífi. Fullt af fólki hafi horfið á Íslandi, flest hafi svipt sig lífi en einhver mannshvörf hafi verið saknæm og aldrei upplýst. „En ef að það er eins og ég held, ef þú hefðir gert eitthvað svona fyrir fimmtíu árum, þú hefðir tekið þátt í einhverju og sæir eftir því, myndir þú vilja fara með það í gröfina? Eða væri ekki betra, jafnvel þó þú værir að játa á þig alvarlegan glæp, væri ekki betra að horfast í augu við það, heldur en að fara með það niður?“ spyr Sigursteinn.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Fjölmiðlar Reykjavík síðdegis Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira