Kynna fimm markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 15:45 Kristrún Frostadóttir segir að markmiðin endurspegli raunhæfar væntingar fólks um gerlegar breytingar á heilbrigðiskerfinu. Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefur kynnt nýja stefnu sína í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Stefnan byggir á fimm markmiðum sem ættu að taka tvö kjörtímabil að koma í framkvæmd. „Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í fjörutíu opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál. Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, í tilkynningu frá flokknum. „Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta — með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“ segir hún. Líkt og áður segir er um fimm markmið að ræða. Hægt er að kynna sér þau hér. Það fyrsta er að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi. Um markmiðið segir að tíu ár þyrfti til að koma því í gegn, en á fyrsta kjörtímabili yrði fólk yfir sextugt sett í forgang Annað markmiðið er „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í tilkynningu frá Samfylkingunni er því haldið fram að setja þurfi viðkvæmasta hóp þjóðfélagsins í forgang, og jafnframt þurfi að viðurkenna að slíkt kosti peninga. Þriðja markmið Samfylkingarinnar er að sjá til þess að það sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land. „Fólk vill öryggi óháð búsetu. Samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi og verið á kostnað heimila í dreifðum byggðum.“ segir í tilkynningunni um þetta markmið. Fjórða markmiðið er: „Meiri tími með sjúklingnum“. Bent er á að tími heilbrigðisstarfsfólks fari að miklu leiti í skriffinsku. Bent er á að læknir á heilsugæslu verji að jafnaði um helmingi af tíma sínum með sjúklingum. Fimmta og síðasta markmiðið snýst um að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. „Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fjármögnun á þessum markmiðum segir Samfylkingin að hægt væri að koma þessum markmiðum í gegn með því að auka framlög til heilbrigðis- og öldrunarmála um eitt, og upp í eitt og hálft prósent, af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög. „Slíkt viðbótarfjármagn mun skipta sköpum til að nýta betur það fjármagn sem nú þegar er veitt til málaflokksins.“ segir í tilkynningu flokksins. Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Þetta er tveggja kjörtímabila vegferð – fimm þjóðarmarkmið og örugg skref í rétta átt. Áherslurnar eru sóttar til almennings — á hátt í fjörutíu opnum fundum um land allt. Og svo höfum við átt annað eins af fundum á vinnustöðum, með fólkinu af gólfinu og öðrum sérfræðingum um heilbrigðismál. Þetta veitir okkur styrk og fullvissu,“ er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, í tilkynningu frá flokknum. „Útspilið endurspeglar raunhæfar væntingar fólksins í landinu og breytingar sem eru gerlegar á tveimur kjörtímabilum. Það er hægt að gera þetta — með pólitískri forystu og samstöðu þjóðar um fjármögnun. Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum verða höfuðáhersla Samfylkingar í næstu kosningum til Alþingis.“ segir hún. Líkt og áður segir er um fimm markmið að ræða. Hægt er að kynna sér þau hér. Það fyrsta er að allir Íslendingar fái heimilislækni og heimilisteymi. Um markmiðið segir að tíu ár þyrfti til að koma því í gegn, en á fyrsta kjörtímabili yrði fólk yfir sextugt sett í forgang Annað markmiðið er „Þjóðarátak í umönnun eldra fólks“ Í tilkynningu frá Samfylkingunni er því haldið fram að setja þurfi viðkvæmasta hóp þjóðfélagsins í forgang, og jafnframt þurfi að viðurkenna að slíkt kosti peninga. Þriðja markmið Samfylkingarinnar er að sjá til þess að það sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land. „Fólk vill öryggi óháð búsetu. Samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi og verið á kostnað heimila í dreifðum byggðum.“ segir í tilkynningunni um þetta markmið. Fjórða markmiðið er: „Meiri tími með sjúklingnum“. Bent er á að tími heilbrigðisstarfsfólks fari að miklu leiti í skriffinsku. Bent er á að læknir á heilsugæslu verji að jafnaði um helmingi af tíma sínum með sjúklingum. Fimmta og síðasta markmiðið snýst um að taka ábyrgð á heilbrigðiskerfinu í heild. „Samfylkingin skilur kostina við blandað heilbrigðiskerfi. En flest sem fer úrskeiðis í kerfinu lendir í fangi sjúkrahúsa. Því er lykilatriði að ákvarðanir um útvistun til einkarekstrar veiki ekki getu sjúkrahúsa til að veita bráðaþjónustu eða aðra flókna þjónustu,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fjármögnun á þessum markmiðum segir Samfylkingin að hægt væri að koma þessum markmiðum í gegn með því að auka framlög til heilbrigðis- og öldrunarmála um eitt, og upp í eitt og hálft prósent, af landsframleiðslu á ársgrundvelli miðað við núverandi fjárlög. „Slíkt viðbótarfjármagn mun skipta sköpum til að nýta betur það fjármagn sem nú þegar er veitt til málaflokksins.“ segir í tilkynningu flokksins.
Samfylkingin Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira