Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. september 2023 20:52 Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir á Long Island eyjunni og Husdon Valley svæðinu. AP Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. Ríkisstjóri New York lýsti ástandinu sem skapaðist í borginni í gær sem lífshættulegu. Rigningarveðrið var enda með ólíkindum . Hálfgerðar ár mynduðust á götum og samgöngur voru í algjörum lamasessi. Eins og Íslendingur sem búið hefur í borginni um langt skeið reyndi á eigin skinni í gær. „Ég fór í klippingu í miðri borg, ég bý í Brooklyn. Það var næstum því þriggja tíma ferðalag. Eitthvað sem hefði átt að vera fjörutíu mínútur. Það var bara rosalegt flóð alls staðar,“ segir Stefán Jóhann Sigurðsson, íbúi í New York-borg. „Við þurfum að þræða götur sem þú venjulega ferð ekki, bara til þessað komast yfir í borgina. Og það var fullt af svæðum sem var lokað og náttúrlega umferðin hræðileg eftir því,“ bætir hann við. „Og maður hefur bara séð myndir og vídeó frá vinum og kunningjum þar sem heimili hafa flætt, húsnæði ónýtt, bílar sem fljóta bara í ám sem voru áður götur, sem er svolítið súrrealískt að sjá.“ Úrkoma í New York mældist sums staðar upp undir tuttugu sentímetra í gær og loka þurfti flugstöð á La Guardia flugvellinum um tíma eftir að flæddi inn í hana. Stefán segir New York búa uggandi og fólkið sé sannarlega tíðrætt um loftslagsbreytingar þessa dagana. „Ég held að fólk, vonandi, átti sig betur og betur á því að svona veðurofsi getur hitt fólk hvar sem er og hvenær sem er og það sést að við erum ekkert endilega sérstaklega vel undirbúin undanfarinn áratug. Það hefur ekkert hitt okkur eins harkalega og þessi rigning í gær,“ segir Stefán að lokum. Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Ríkisstjóri New York lýsti ástandinu sem skapaðist í borginni í gær sem lífshættulegu. Rigningarveðrið var enda með ólíkindum . Hálfgerðar ár mynduðust á götum og samgöngur voru í algjörum lamasessi. Eins og Íslendingur sem búið hefur í borginni um langt skeið reyndi á eigin skinni í gær. „Ég fór í klippingu í miðri borg, ég bý í Brooklyn. Það var næstum því þriggja tíma ferðalag. Eitthvað sem hefði átt að vera fjörutíu mínútur. Það var bara rosalegt flóð alls staðar,“ segir Stefán Jóhann Sigurðsson, íbúi í New York-borg. „Við þurfum að þræða götur sem þú venjulega ferð ekki, bara til þessað komast yfir í borgina. Og það var fullt af svæðum sem var lokað og náttúrlega umferðin hræðileg eftir því,“ bætir hann við. „Og maður hefur bara séð myndir og vídeó frá vinum og kunningjum þar sem heimili hafa flætt, húsnæði ónýtt, bílar sem fljóta bara í ám sem voru áður götur, sem er svolítið súrrealískt að sjá.“ Úrkoma í New York mældist sums staðar upp undir tuttugu sentímetra í gær og loka þurfti flugstöð á La Guardia flugvellinum um tíma eftir að flæddi inn í hana. Stefán segir New York búa uggandi og fólkið sé sannarlega tíðrætt um loftslagsbreytingar þessa dagana. „Ég held að fólk, vonandi, átti sig betur og betur á því að svona veðurofsi getur hitt fólk hvar sem er og hvenær sem er og það sést að við erum ekkert endilega sérstaklega vel undirbúin undanfarinn áratug. Það hefur ekkert hitt okkur eins harkalega og þessi rigning í gær,“ segir Stefán að lokum.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Loftslagsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna skyndiflóða Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York borg vegna skyndiflóða sem hafa orðið í kjölfar mikilla rigninga í ríkinu. 29. september 2023 22:43