„Náttúran vinnur á allt öðrum tímaskala en við“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. september 2023 13:00 Þorvaldur Þórðarson er einn helsti eldfjallafræðingur landsins. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er enn á því að næsta gos hér á landi verði í Öskju. Reykjanesskaginn sé þó augljóslega líka kominn í gang og alls ekki sé útilokað að tvö eða fleiri gos verði á sama tíma. Í gær var greint frá því að hressileg skjálftavirkni hafi verið víða og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Sérfræðingar Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segja að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, að virknin gefi vissulega til kynna að einhver færsla sé á kviku undir yfirborðinu. „Þetta er ekki jafn öflug hruna og maður hefur séð í aðdraganda fyrri gosa en það er nóg í gangi. Eins og ég hef svo semsagt oft áður, að Reykjanesskaginn er kominn í gang. Við getum alveg búist við því að önnur kerfi á Skaganum taki við sér og fari að gjósa.“ Erfitt eða ómögulegt sé að segja til hvenær komi til með að gjósa, en Þorvaldur á von á því að það verði á næsta ári. Náttúran vinni á allt öðrum tímaskala en við. „Stuttur tími í náttúrulegu ferli getur verið mánuðir og ár. Okkur finnst það voðalega langt, en tímaskalinn er svo sem alltaf erfiður. Það hvernig tengist þetta allt saman er erfitt að segja til um fyrr en maður hefur séð alla heildarmyndina.“ Ekki útilokað að fá tvö eldgos á sama tíma Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugt síðan í september 2021. Hann segist enn halda sig við þá kenningu. „Þetta er svo sem bara ágiskun, einhver tilfinning. Það eru ekki mikil vísindi á bak við það.“ Svo gæti farið að tvö eða fleiri eldfjöll gysu samtímis. „Það er alls ekki ómögulegt að það séu tvö í gangi eldgos í gangi i einu, það hefur gerst áður. Væri pínu óheppni en alls ekki útilokað,“ segir Þorvaldur. Það sem skiptir máli er að þessi eldfjöll eru komin af stað og eru hægt og rólega að undirbúa sig fyrir átök. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Tengdar fréttir „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Í gær var greint frá því að hressileg skjálftavirkni hafi verið víða og breitt um Reykjanesskaga síðustu vikur. Virknin svipar til aðdraganda eldgosa á svæðinu undanfarin ár. Sérfræðingar Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands segja að mynstrið í skjálftavirkninni svipi mjög til þess sem hún hafi verið í aðdraganda eldgosa undanfarinna ára. Í samtali við fréttastofu segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur, að virknin gefi vissulega til kynna að einhver færsla sé á kviku undir yfirborðinu. „Þetta er ekki jafn öflug hruna og maður hefur séð í aðdraganda fyrri gosa en það er nóg í gangi. Eins og ég hef svo semsagt oft áður, að Reykjanesskaginn er kominn í gang. Við getum alveg búist við því að önnur kerfi á Skaganum taki við sér og fari að gjósa.“ Erfitt eða ómögulegt sé að segja til hvenær komi til með að gjósa, en Þorvaldur á von á því að það verði á næsta ári. Náttúran vinni á allt öðrum tímaskala en við. „Stuttur tími í náttúrulegu ferli getur verið mánuðir og ár. Okkur finnst það voðalega langt, en tímaskalinn er svo sem alltaf erfiður. Það hvernig tengist þetta allt saman er erfitt að segja til um fyrr en maður hefur séð alla heildarmyndina.“ Ekki útilokað að fá tvö eldgos á sama tíma Þorvaldur hefur áður gefið út að hann telji að næsta eldgos hér á landi verði í Öskju þar sem landris hefur verið stöðugt síðan í september 2021. Hann segist enn halda sig við þá kenningu. „Þetta er svo sem bara ágiskun, einhver tilfinning. Það eru ekki mikil vísindi á bak við það.“ Svo gæti farið að tvö eða fleiri eldfjöll gysu samtímis. „Það er alls ekki ómögulegt að það séu tvö í gangi eldgos í gangi i einu, það hefur gerst áður. Væri pínu óheppni en alls ekki útilokað,“ segir Þorvaldur. Það sem skiptir máli er að þessi eldfjöll eru komin af stað og eru hægt og rólega að undirbúa sig fyrir átök.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Askja Tengdar fréttir „Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
„Það styttist í gos“ Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Að sögn sérfræðings í jarðskorpuhreyfingum er líklegt að eldgos hefjist á næstu misserum á svipuðum slóðum og undanfarin ár. 2. september 2023 16:23