Ásthildur kallar eftir naflaskoðun en segir að þetta sé ekki leikmönnunum að kenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 09:30 Íslensku stelpurnar áttu erfitt uppdráttar í leiknum á móti Þýskalandi og voru algjörlega ráðalaust í þá fáu skipti sem þær náðu í boltann. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta náði í þrjú stig út úr tveimur fyrstu leikjum sínum í Þjóðadeildinni en frammistaða liðsins var ekki góð. Liðið marði sigur á heimavelli á móti lélegasta liði riðilsins og steinlá síðan á móti Þjóðverjum þar sem liðið gerði ekkert sóknarlega. Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við landsliðsgoðsögnina Ásthildi Helgadóttur um stöðuna á íslenska kvennalandsliðinu í dag. Ásthildur hefur miklar áhyggjur af stöðu landsliðsins en hún hefur líka haft það í mörg ár. Talaði um þetta fyrir fjórum árum Getty/GERRIT VAN COLOGNE „Þessi gluggi eru vonbrigði. Það verður að segjast eins og er. Leikurinn á móti Wales var ekki góður en við náum samt að vinna þann leik. Þessi leikur í gær (fyrrakvöld) var mikil vonbrigði. Það er alveg ljóst að það þarf að fara í naflaskoðun,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. „Ég byrjaði að segja það fyrir fjórum árum að við værum að dragast aftur úr og það hefur gerst meira og meir. Við þurfum að gera eitthvað í okkar málum,“ sagði Ásthildur. Hefur engin þróun verið síðan 2019? Aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur „Ekki nóg. Það eru aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur og það hefur verið að gerast undanfarin ár. Við höfum ekki rætt það og viljað gera neitt í því, hvað sem veldur. Það er gott að við ræðum þetta því það er mikið rætt núna að við erum að dragast aftur úr. Ekki seinna vænna að fara gera eitthvað í því,“ sagði Ásthildur. Ísland á samt leikmenn sem eru að spila á hæsta stigi í Evrópu. Hverjum er um að kenna? Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands.Vísir/Vilhelm Ekkert sem einkennir liðið okkar í dag „Ég vil meina að það sé ekki leikmönnunum að kenna. Við erum með leikmenn sem eru að spila víða út í heimi og marga mjög góða leikmenn. Glódís er mjög góður leikmaður og fleiri mjög efnilegir. Við erum að tapa návígjum. við getum ekki haldið bolta, sendingar, móttaka. Það er ekkert sem einkennir liðið okkar í dag,“ sagði Ásthildur. „Við vorum með einkenni, barátta og við unnum okkar návígi. Við vorum vel skipulagt lið, spiluðum góðan varnarleik. Þetta er ekki til staðar í dag. Við þurfum virkilega að fara í einhverja naflaskoðun að mínu mati,“ sagði Ásthildur. Þarf þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson að taka einhverja ábyrgð þar? Glódís Perla Viggósdóttir.Getty/Gerrit van Cologne Sér hvorki leikplan né stefnu hjá þjálfaranum „Já, algjörlega. Maður sér ekki leikplanið og maður sér enga stefnu. Það er áhyggjuefni að við getum ekki haldið bolta. Þegar við töpum boltanum og þegar við vinnum boltann, það er mjög ábótavant í okkar leik,“ sagði Ásthildur. Þetta er eitthvað sem verður að koma frá þjálfaranum, leikskipulag og plan. Hvernig við ætlum að vinna boltann, hvar á vellinum, hvað við ætlum að gera og hvernig við ætlum að sækja? Hvaða leiðir við ætlum að fara upp að marka andstæðinganna? Þetta er eitthvað sem þarf að leggja upp,“ sagði Ásthildur. 0,00 í XG Íslenska liðið var með 0,0 í XG á móti Þjóðverjum og náði ekki einu skoti að marki þýska liðsins. Það bjuggust kannski ekki margir við að íslenska liðið myndi sækja sigur til Þýskalands en liðið fær algjöra falleinkunn fyrir sóknarleik sinn í leiknum. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Við Íslendingar höfum alltaf farið inn í leiki með það hugarfar að vinna, vitandi það að það koma möguleikar. Það koma tækifæri en það þarf auðvitað að búa þau til með leikskipulagi og plani. Auðvitað er þetta fátítt að fá ekki neitt tækifæri í heilum knattspyrnuleik,“ sagði Ásthildur. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ásthildur kallar eftir naflaskoðun hjá kvennalandsliðinu Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira
Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við landsliðsgoðsögnina Ásthildi Helgadóttur um stöðuna á íslenska kvennalandsliðinu í dag. Ásthildur hefur miklar áhyggjur af stöðu landsliðsins en hún hefur líka haft það í mörg ár. Talaði um þetta fyrir fjórum árum Getty/GERRIT VAN COLOGNE „Þessi gluggi eru vonbrigði. Það verður að segjast eins og er. Leikurinn á móti Wales var ekki góður en við náum samt að vinna þann leik. Þessi leikur í gær (fyrrakvöld) var mikil vonbrigði. Það er alveg ljóst að það þarf að fara í naflaskoðun,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. „Ég byrjaði að segja það fyrir fjórum árum að við værum að dragast aftur úr og það hefur gerst meira og meir. Við þurfum að gera eitthvað í okkar málum,“ sagði Ásthildur. Hefur engin þróun verið síðan 2019? Aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur „Ekki nóg. Það eru aðrar þjóðir á blússandi siglingu fram úr okkur og það hefur verið að gerast undanfarin ár. Við höfum ekki rætt það og viljað gera neitt í því, hvað sem veldur. Það er gott að við ræðum þetta því það er mikið rætt núna að við erum að dragast aftur úr. Ekki seinna vænna að fara gera eitthvað í því,“ sagði Ásthildur. Ísland á samt leikmenn sem eru að spila á hæsta stigi í Evrópu. Hverjum er um að kenna? Þorsteinn Halldórsson er landsliðsþjálfari Íslands.Vísir/Vilhelm Ekkert sem einkennir liðið okkar í dag „Ég vil meina að það sé ekki leikmönnunum að kenna. Við erum með leikmenn sem eru að spila víða út í heimi og marga mjög góða leikmenn. Glódís er mjög góður leikmaður og fleiri mjög efnilegir. Við erum að tapa návígjum. við getum ekki haldið bolta, sendingar, móttaka. Það er ekkert sem einkennir liðið okkar í dag,“ sagði Ásthildur. „Við vorum með einkenni, barátta og við unnum okkar návígi. Við vorum vel skipulagt lið, spiluðum góðan varnarleik. Þetta er ekki til staðar í dag. Við þurfum virkilega að fara í einhverja naflaskoðun að mínu mati,“ sagði Ásthildur. Þarf þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson að taka einhverja ábyrgð þar? Glódís Perla Viggósdóttir.Getty/Gerrit van Cologne Sér hvorki leikplan né stefnu hjá þjálfaranum „Já, algjörlega. Maður sér ekki leikplanið og maður sér enga stefnu. Það er áhyggjuefni að við getum ekki haldið bolta. Þegar við töpum boltanum og þegar við vinnum boltann, það er mjög ábótavant í okkar leik,“ sagði Ásthildur. Þetta er eitthvað sem verður að koma frá þjálfaranum, leikskipulag og plan. Hvernig við ætlum að vinna boltann, hvar á vellinum, hvað við ætlum að gera og hvernig við ætlum að sækja? Hvaða leiðir við ætlum að fara upp að marka andstæðinganna? Þetta er eitthvað sem þarf að leggja upp,“ sagði Ásthildur. 0,00 í XG Íslenska liðið var með 0,0 í XG á móti Þjóðverjum og náði ekki einu skoti að marki þýska liðsins. Það bjuggust kannski ekki margir við að íslenska liðið myndi sækja sigur til Þýskalands en liðið fær algjöra falleinkunn fyrir sóknarleik sinn í leiknum. „Það eru gríðarleg vonbrigði. Við Íslendingar höfum alltaf farið inn í leiki með það hugarfar að vinna, vitandi það að það koma möguleikar. Það koma tækifæri en það þarf auðvitað að búa þau til með leikskipulagi og plani. Auðvitað er þetta fátítt að fá ekki neitt tækifæri í heilum knattspyrnuleik,“ sagði Ásthildur. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Ásthildur kallar eftir naflaskoðun hjá kvennalandsliðinu
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira