Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 21:07 Bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga. Vogar Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. Víkurfréttir greindu fyrst frá og í samtali við miðilinn sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, að ákvörðun bæjarráðs væri rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Voga.Sigurjón Ólason Það væri sjálfsagt að fulltrúar sveitarfélaganna ræði um sameiginleg málefni og framtíðarþróun svæðisins. Aðspurður hvort sameining efldi svæðið sagði Gunnar að það mætti örugglega færa mjög góð rök fyrir því að sameinuð myndu sveitarfélögin hafa talsvert meiri slagkraft og sömuleiðis svæðið sem slíkt. Hins vegar væru eflaust jafnmörg rök í hina áttina. Hin sveitarfélögin jákvæð fyrir frumkvæðinu Á fimmtudag greindu Víkurfréttir svo frá því að bæjarstjórar bæði Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar tækju jákvætt í frumkvæði Vogamanna um að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Grindvíkinga sagði að heimsókn Vogamanna yrði vel tekið en það væri ekki mikill sameiningartónn í Grindvíkingum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Vísir/Egill „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þar að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að Reykjanesbær varð til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994. Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þá sagðist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ekki eiga von á öðru en að Suðurnesjabær væri tilbúinn til viðræðna án þess að það fæli í sér fyrir fram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagðist eiga von á formlegu erindi frá Vogamönnum og að sveitarfélagið myndi örugglega taka vel í hittinginn. Hins vegar sagði hann að það væri ekki meiri sameiningartónn í íbúum Grindavíkur en hefur áður verið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa.Vísir/Arnar Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá og í samtali við miðilinn sagði Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri, að ákvörðun bæjarráðs væri rökrétt framhald af þeirri vinnu sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Gunnar Axel Axelsson er bæjarstjóri Voga.Sigurjón Ólason Það væri sjálfsagt að fulltrúar sveitarfélaganna ræði um sameiginleg málefni og framtíðarþróun svæðisins. Aðspurður hvort sameining efldi svæðið sagði Gunnar að það mætti örugglega færa mjög góð rök fyrir því að sameinuð myndu sveitarfélögin hafa talsvert meiri slagkraft og sömuleiðis svæðið sem slíkt. Hins vegar væru eflaust jafnmörg rök í hina áttina. Hin sveitarfélögin jákvæð fyrir frumkvæðinu Á fimmtudag greindu Víkurfréttir svo frá því að bæjarstjórar bæði Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar tækju jákvætt í frumkvæði Vogamanna um að skoða frekari sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Grindvíkinga sagði að heimsókn Vogamanna yrði vel tekið en það væri ekki mikill sameiningartónn í Grindvíkingum. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Vísir/Egill „Við tökum vel í hugmyndina og erum tilbúin í viðræður. Þetta hlýtur að vera framtíðin, þetta mun gerast með einum eða öðrum hætti en vissulega þar að vanda þetta mjög vel. Það er ljóst að það má spara verulega bæði tíma og peninga, í yfirstjórn og samstarfi sveitarfélaganna, íbúunum til heilla,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að Reykjanesbær varð til með sameiningu Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafna árið 1994. Suðurnesjabær varð til þegar sveitarfélögin Garður og Sandgerði sameinuðust í lok árs 2017. Þá sagðist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ekki eiga von á öðru en að Suðurnesjabær væri tilbúinn til viðræðna án þess að það fæli í sér fyrir fram gefna afstöðu til sameiningar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur sagðist eiga von á formlegu erindi frá Vogamönnum og að sveitarfélagið myndi örugglega taka vel í hittinginn. Hins vegar sagði hann að það væri ekki meiri sameiningartónn í íbúum Grindavíkur en hefur áður verið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að viðbragðsaðilar séu undirbúnir ef það skildi byrja að gjósa.Vísir/Arnar
Vogar Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira