Sérfræðingur Sky spáir ljótum United sigri í kvöld Siggeir Ævarsson skrifar 23. september 2023 11:04 Bruno kvartar Vísir/Getty Manchester United hefur ekki átt sjö dagana sæla í upphafi leiktíðar en liðið hefur tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í öllum keppnum. United mætir sigurlausu liði Burnley í kvöld og sérfræðingur Sky, Lewis Jones, spáir ljótum United sigri. Vandræðagangur United hefur ekki farið framhjá neinum en liðið er plagað bæði af miklum meiðslum og ósætti leikmanna. Ber þar hæst opinber ágreiningur Erik ten Hag og Jadon Sancho sem ten Hag setti út úr liðinu fyrr í mánuðinum fyrir leik gegn Arsenal og sagði ástæðuna vera slaka frammistöðu á æfingum. Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi á samfélagsmiðlum og var í kjölfarið einnig tekinn út úr æfingahópi aðalliðsins og virðist misheppnaður ferill hans á Old Trafford vera á enda runninn og er jafnvel reiknað með að hann verði seldur ódýrt í janúar. United greiddi 73 milljónir fyrir leikmanninn 2021 þegar hann kom til liðsins eftir að hafa heillað fólk upp úr skónum með Dortmund. Hjá United hefur hann aðeins skorað níu mörk í 58 deildarleikjum og verða þau varla fleiri úr þessu. Ten Hag hefur fengið fimm miðjumenn til United síðan hann tók við stjórnartaumunum en illa hefur gengið að ná fram stöðugleika á miðsvæðinu. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea í sumar á 55 milljónir punda en heillaði fáa með frammistöðu sinni áður en hann meiddist. Þá fékk ten Hag Casemiro og Christian Eriksen til liðsins í fyrra en þeir hafa ekki fundið sitt gamla form í haust, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir að verða gamlir. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meiðslalisti United lengst nánast í hverri umferð en listinn er svo langur í augnablikinu að hann rúmast ekki á einu skjáskoti. Hluti af meiðslalista UnitedSkjáskot Ljósið í myrkrinu fyrir United og stuðningsmenn er þó árangur liðsins gegn liðum í neðri hluta deildarinnar, en United tók 25 stig af 30 mögulegum gegn þeim liðum á síðasta tímabili. Hvort sú tölfræði hjálpar þeim í kvöld er erfitt að segja en það er ljóst að fjölmargir stuðningsmenn liðsins eru orðnir ansi langeygir eftir sigri. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana Sjá meira
Vandræðagangur United hefur ekki farið framhjá neinum en liðið er plagað bæði af miklum meiðslum og ósætti leikmanna. Ber þar hæst opinber ágreiningur Erik ten Hag og Jadon Sancho sem ten Hag setti út úr liðinu fyrr í mánuðinum fyrir leik gegn Arsenal og sagði ástæðuna vera slaka frammistöðu á æfingum. Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi á samfélagsmiðlum og var í kjölfarið einnig tekinn út úr æfingahópi aðalliðsins og virðist misheppnaður ferill hans á Old Trafford vera á enda runninn og er jafnvel reiknað með að hann verði seldur ódýrt í janúar. United greiddi 73 milljónir fyrir leikmanninn 2021 þegar hann kom til liðsins eftir að hafa heillað fólk upp úr skónum með Dortmund. Hjá United hefur hann aðeins skorað níu mörk í 58 deildarleikjum og verða þau varla fleiri úr þessu. Ten Hag hefur fengið fimm miðjumenn til United síðan hann tók við stjórnartaumunum en illa hefur gengið að ná fram stöðugleika á miðsvæðinu. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea í sumar á 55 milljónir punda en heillaði fáa með frammistöðu sinni áður en hann meiddist. Þá fékk ten Hag Casemiro og Christian Eriksen til liðsins í fyrra en þeir hafa ekki fundið sitt gamla form í haust, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir að verða gamlir. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meiðslalisti United lengst nánast í hverri umferð en listinn er svo langur í augnablikinu að hann rúmast ekki á einu skjáskoti. Hluti af meiðslalista UnitedSkjáskot Ljósið í myrkrinu fyrir United og stuðningsmenn er þó árangur liðsins gegn liðum í neðri hluta deildarinnar, en United tók 25 stig af 30 mögulegum gegn þeim liðum á síðasta tímabili. Hvort sú tölfræði hjálpar þeim í kvöld er erfitt að segja en það er ljóst að fjölmargir stuðningsmenn liðsins eru orðnir ansi langeygir eftir sigri.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana Sjá meira