Fastir liðir eins og venjulega: Verstappen á ráspól í Japan Siggeir Ævarsson skrifar 23. september 2023 10:31 Max Verstappen fagnar sigri í Hollandi í sumar Vísir/Getty Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen, sem átti erfiða daga í Singapúr síðustu helgi, virðist vera búinn að hrista af sér slenið. Eftir mikla yfirburði á æfingu í Japan í gær tryggði hann sig örugglega á ráspól í tímatökum í morgun. Verstappen lauk tímatökunni á 1:28.877 en næstir á eftir honum komu ökumenn McLaren, þeir Oscar Piastri á 1:29.458 og Lando Norris nokkrum sekúndubrotum á eftir á tímanum 1:29.493. A papaya sandwich #JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/MmcqrwaEw5— Formula 1 (@F1) September 23, 2023 Verstappen hefur haft algjöra yfirburði á þessu keppnistímabili en hann leiðir keppni ökumanna með 374 stig. Liðsfélagi hans, Sergio Perez, er næstur með 223 stig. Verstappen gat tryggt sér titilinn í Singapúr en niðurstaðan þar gerði það að verkum að nú þarf hann aðeins að bíða. Stigin raðast nú þannig upp Verstappen getur ekki tryggt sér titilinn um helgina en þegar formúlan fer til Katar helgina 6. - 8. október verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað miðað við hvernig Verstappen hefur ekið í ár og um helgina. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum en hann þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn þegar keppni lýkur í Katar. Sigur í Japan á morgun myndi fara langleiðina með að tryggja titilinn. How we line-up for Sunday at Suzuka! #JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/FExn43jw4T— Formula 1 (@F1) September 23, 2023 Formúla 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin kl. 04:30 að morgni sunnudags. Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Verstappen lauk tímatökunni á 1:28.877 en næstir á eftir honum komu ökumenn McLaren, þeir Oscar Piastri á 1:29.458 og Lando Norris nokkrum sekúndubrotum á eftir á tímanum 1:29.493. A papaya sandwich #JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/MmcqrwaEw5— Formula 1 (@F1) September 23, 2023 Verstappen hefur haft algjöra yfirburði á þessu keppnistímabili en hann leiðir keppni ökumanna með 374 stig. Liðsfélagi hans, Sergio Perez, er næstur með 223 stig. Verstappen gat tryggt sér titilinn í Singapúr en niðurstaðan þar gerði það að verkum að nú þarf hann aðeins að bíða. Stigin raðast nú þannig upp Verstappen getur ekki tryggt sér titilinn um helgina en þegar formúlan fer til Katar helgina 6. - 8. október verður að teljast ansi líklegt að titlinum verði fagnað miðað við hvernig Verstappen hefur ekið í ár og um helgina. Hollendingurinn er nú með 151 stigs forskot á toppnum en hann þarf hann að vera með að minnsta kosti 146 stiga forskot á næstu menn þegar keppni lýkur í Katar. Sigur í Japan á morgun myndi fara langleiðina með að tryggja titilinn. How we line-up for Sunday at Suzuka! #JapaneseGP #F1 pic.twitter.com/FExn43jw4T— Formula 1 (@F1) September 23, 2023 Formúla 1 kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hefst útsendingin kl. 04:30 að morgni sunnudags.
Akstursíþróttir Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira