„Tónlistin mín er alltaf tilraunakennd“ Íris Hauksdóttir skrifar 29. september 2023 14:01 Ingibjörg Friðriksdóttir eða Inki gaf út sitt fyrsta lag á íslensku. Olivia Synnervik Söngkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, eða Inki eins og hún kallar sig, gaf nýverið út lagið Svífa. Þetta er í fyrsta sinn sem hún semur á íslensku. Svífa er fimmti singúllinn sem Inki gefur út af af alt-pop plötunni Thoughts Midsentence. Lagið Svífa hefst á nostalgískri gítarlaglínu leikinni af Pétri Ben, sem síðan blandast elektrónískum hljóðheimi pródúseruðum af Inki og breska pródúsentinum PALMR. Í laginu leika líka Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur en tónlistin er allt í senn aðgengilegt og tilraunakennt. Ingibjörg við tónsmíðar.aðsend Sjálf er Ingibjörg, eða Inki, þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur meðal annars gefið út plötuna, Brotabrot, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika. Nú hefur Inki snúið sér að sönglagasmíðum, en nýjasta lagið hennar Svífa, er fyrsta lagið sem kemur út á íslensku. Textinn er eftir Önnu Marsibil Clausen. „Ég og Anna Marsý vinnum mikið saman. Í þetta skiptið deildi ég með henni löngu skjali af hugmyndum sem ég vonaðist til þess að hún gæti moðað íslenskt ástarljóð úr. Í skjalinu hafði ég tekið saman falleg íslensk orð eins og Rökkvi, Öldurót, Vetrarnáttmyrkvið og textabrot sem hreyfa við mér, eins og Vísur-Vatnsendarósu. Ég var búin að semja lagið, svo rythminn í textanum var bundinn við lagið.“ Ingibjörg segist eiga auðvelt með að fara í karakter þegar kemur að tónlist sinni. aðsend Eftir að hafa skrifað Svífa segist Inki hafa öðlast nýja virðingu fyrir tónlistarfólki sem skrifar á íslensku. „Á íslensku fylgir hverju orði þyngri merking, öll blæbrigði í flutningum skipta máli. Á ensku er upplifunin aðeins öðruvísi, það er auðveldara að fara í karakter og þar með verður þetta minna persónulegt. Ég samdi lagið og hafði síðan samband við þrjá tónlistarmenn, þá Pétur Ben gítarleikara, Kristófer Rodriguez Svönuson trommuleikara og Birgi Stein Theodórsson bassaleikara, til þess að flytja það með mér í hljóðveri. Ég, Kristó og Birgir höfum spilað tónlist í yfir tíu ár, en ég var skíthrædd að taka upp símann og heyra í Pétri. Hann er svona tónlistarkempa, þær geta verið dálítið ógnvænlegar. En ég held ég hafi aldrei kynnst minna ógnvænlegu hæfileikabunkti. Við áttum ótrúlega góðar stundir saman með Alberti Finnbogassyni í Úslandia studios. Síðar pródúseraði ég lagið ásamt breskum pródúsent sem heitir PALMR.“ Nýjasta lag Ingibjargar fjallar um að finna sanna ást. Olivia Synnervik Lagið hefst á línunni: Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum. „Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þegja þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona þegjum saman ástarlag.“ Lagið Svífa má finna á öllum helstu streymisveitum. Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Svífa er fimmti singúllinn sem Inki gefur út af af alt-pop plötunni Thoughts Midsentence. Lagið Svífa hefst á nostalgískri gítarlaglínu leikinni af Pétri Ben, sem síðan blandast elektrónískum hljóðheimi pródúseruðum af Inki og breska pródúsentinum PALMR. Í laginu leika líka Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur en tónlistin er allt í senn aðgengilegt og tilraunakennt. Ingibjörg við tónsmíðar.aðsend Sjálf er Ingibjörg, eða Inki, þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur meðal annars gefið út plötuna, Brotabrot, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika. Nú hefur Inki snúið sér að sönglagasmíðum, en nýjasta lagið hennar Svífa, er fyrsta lagið sem kemur út á íslensku. Textinn er eftir Önnu Marsibil Clausen. „Ég og Anna Marsý vinnum mikið saman. Í þetta skiptið deildi ég með henni löngu skjali af hugmyndum sem ég vonaðist til þess að hún gæti moðað íslenskt ástarljóð úr. Í skjalinu hafði ég tekið saman falleg íslensk orð eins og Rökkvi, Öldurót, Vetrarnáttmyrkvið og textabrot sem hreyfa við mér, eins og Vísur-Vatnsendarósu. Ég var búin að semja lagið, svo rythminn í textanum var bundinn við lagið.“ Ingibjörg segist eiga auðvelt með að fara í karakter þegar kemur að tónlist sinni. aðsend Eftir að hafa skrifað Svífa segist Inki hafa öðlast nýja virðingu fyrir tónlistarfólki sem skrifar á íslensku. „Á íslensku fylgir hverju orði þyngri merking, öll blæbrigði í flutningum skipta máli. Á ensku er upplifunin aðeins öðruvísi, það er auðveldara að fara í karakter og þar með verður þetta minna persónulegt. Ég samdi lagið og hafði síðan samband við þrjá tónlistarmenn, þá Pétur Ben gítarleikara, Kristófer Rodriguez Svönuson trommuleikara og Birgi Stein Theodórsson bassaleikara, til þess að flytja það með mér í hljóðveri. Ég, Kristó og Birgir höfum spilað tónlist í yfir tíu ár, en ég var skíthrædd að taka upp símann og heyra í Pétri. Hann er svona tónlistarkempa, þær geta verið dálítið ógnvænlegar. En ég held ég hafi aldrei kynnst minna ógnvænlegu hæfileikabunkti. Við áttum ótrúlega góðar stundir saman með Alberti Finnbogassyni í Úslandia studios. Síðar pródúseraði ég lagið ásamt breskum pródúsent sem heitir PALMR.“ Nýjasta lag Ingibjargar fjallar um að finna sanna ást. Olivia Synnervik Lagið hefst á línunni: Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum. „Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þegja þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona þegjum saman ástarlag.“ Lagið Svífa má finna á öllum helstu streymisveitum.
Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira