Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2023 08:31 Fjölskyldan í Vallakoti úti á akri, frá vinstri. Ingólfur, Þórsteinn Rúnar, Arnþór og Indíana. Þau eru að rækta níu tegundir af útiræktuðu grænmeti á sínu öðru ári í garðyrkjunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri. Þrátt fyrir að fjölskyldan í Vallakoti séu nýgræðingar í ræktun grænmetis þá eru þau að gera frábæra hluti. Um er að ræða foreldrana, tvö börn þeirra og tengdabörn, sem byrjuðu í útiræktunin fyrir aðeins tveimur árum. Nú er verið að uppskera á fullum krafti. „Þetta er frábært og við erum flest sammála um að þetta er eitt skemmtilegasta, sem við höfum gert. Við erum með níu tegundir á þremur hekturum,, það er svolítið sérstakt,” segir Indíana Þórsteinsdóttir garðyrkjubóndi og bætir við. „Við erum með broccoli og blómkál, það er okkar stærsta og svo grænkál, fjólublátt og grænt. Svo erum við með hvítkál og rauðkál. Svo vorum við aðeins með af gulrófum, þær kláruðust á tveimur vikum og svo erum með rauðrófur, sem við erum mjög stolt af og svo erum við líka með sellerí aðeins já og hnúðkálið, það má ekki gleyma því.” Ertu grænmetiskarl sjálfur? „Já, það mundi ég nú segja. Verður maður ekki að segja það þegar maður er í þessari starfsemi,” segir Arnþór Þórsteinsson garðyrkjubóndi hlæjandi. Vallakot er bær í Þingeyjarsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að gera ágæta hluti en við vitum að við getum alltaf gert meira og meira og langar að gera meira fyrir bæði okkur og samfélagið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því, sem við erum að gera,” segir Ingólfur Örn Kristjánsson, bóndi og maður Indíönu. „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að þessu, sem er líka stór partur af þessu. Þetta er skemmtileg vinna og líka að vera búin að fá krakkana með sér í búskapinn, það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt og við erum að vinna þetta svona saman,” segir Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson garðyrkjubóndi í Vallakoti. Þórsteinn Rúnar er mjög ánægður að vera komin með börnin sín og tengdabörn með sér í búskapinn í Vallakoti. Konan hans heitir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þingeyjarsveit Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölskyldan í Vallakoti séu nýgræðingar í ræktun grænmetis þá eru þau að gera frábæra hluti. Um er að ræða foreldrana, tvö börn þeirra og tengdabörn, sem byrjuðu í útiræktunin fyrir aðeins tveimur árum. Nú er verið að uppskera á fullum krafti. „Þetta er frábært og við erum flest sammála um að þetta er eitt skemmtilegasta, sem við höfum gert. Við erum með níu tegundir á þremur hekturum,, það er svolítið sérstakt,” segir Indíana Þórsteinsdóttir garðyrkjubóndi og bætir við. „Við erum með broccoli og blómkál, það er okkar stærsta og svo grænkál, fjólublátt og grænt. Svo erum við með hvítkál og rauðkál. Svo vorum við aðeins með af gulrófum, þær kláruðust á tveimur vikum og svo erum með rauðrófur, sem við erum mjög stolt af og svo erum við líka með sellerí aðeins já og hnúðkálið, það má ekki gleyma því.” Ertu grænmetiskarl sjálfur? „Já, það mundi ég nú segja. Verður maður ekki að segja það þegar maður er í þessari starfsemi,” segir Arnþór Þórsteinsson garðyrkjubóndi hlæjandi. Vallakot er bær í Þingeyjarsveit.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að gera ágæta hluti en við vitum að við getum alltaf gert meira og meira og langar að gera meira fyrir bæði okkur og samfélagið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því, sem við erum að gera,” segir Ingólfur Örn Kristjánsson, bóndi og maður Indíönu. „Mér líst bara vel á þetta, það er gaman að þessu, sem er líka stór partur af þessu. Þetta er skemmtileg vinna og líka að vera búin að fá krakkana með sér í búskapinn, það er mjög ánægjulegt og skemmtilegt og við erum að vinna þetta svona saman,” segir Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson garðyrkjubóndi í Vallakoti. Þórsteinn Rúnar er mjög ánægður að vera komin með börnin sín og tengdabörn með sér í búskapinn í Vallakoti. Konan hans heitir Jóhanna Magnea Stefánsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þingeyjarsveit Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira