Þjóðarréttur Íslendinga Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 17. september 2023 23:55 Nú er ég stoltur viðvaningur í eldhúsinu, er aldrei beðin um að sjá um jólamatinn og má kenna bæði reynsluleysi og áhugaleysi um getuleysi mitt við pottana. Ég elda afar sjaldan á mínu heimili og kann öllu betur við mig við þvottavélina þar sem ég hef fullkomna stjórn á flokkun og samanbroti. Ég strauja þó ekki nema fyrir fæðingar, en þá strauja ég líka allt. Líka þvottapoka. Hormónar og hreiðurgerð konu í jarðgöngum. En það er ljós við enda ganganna og þessu lýkur blessunarlega með fæðingu barnsins, heimilið fær að leggjast í rúst og konan missir tökin á heimilishaldinu með ælu á öxl og barnabik undir nöglunum. Ég fæ sjaldnast að koma nálægt eldhúsinu og ástæðan er augljós: flest sem ég bý til er óætt, ekkert er tilbúið á sama tíma, eldun annað hvort of eða van, geng ekki frá neinu jafnóðum og eldhúsið eins og eftir tveggja ára barn að eldamennsku lokinni. Þannig að ég er vinsamlegast beðin um að halda mig í þvottahúsinu en það er mér að þakka að mitt fólk gengur um sómasamlega til fara og er ekki í upplituðum, hnökróttum og ljótum fötum alla daga. Einu sinni varð ég þó að elda, slapp blessunarlega við að fara með tvö börn í búð, skapið heldur verra í frúnni en börnunum. Þau eru fín búð. Ég öllu verri. Ef ég fer ein og kaupi í matinn þá passar ekkert saman þegar ég kem heim. Þannig að ég fæ sjaldan að fara ein í búð. Ég var svo heppin að þjóðarréttur Íslendinga var til í frystinum ásamt kartöflum sem ég henti í pott, gúgglaði tímann og sauð þær í um 20 mínútur því mér er það lífsins ómögulegt að muna hvernig maður á að sjóða kartöflur. Þær voru þó í minni kantinum, gæti verið að þær hafi soðið þær of lengi. Við biðum í ofvæni eftir réttinum: ýsa og kartöflur stappaðar með smjöri. Namm! Ýsuna setti ég svo frosna í pott og sauð í um 10 mínútur eftir misvísandi leiðbeiningum af Bland. Hvítlauksbrauðið fór í ofninn á sama tíma og kom heldur hart út 11 mínútum síðar. Fór þó eftir leiðbeiningunum á pakkanum þannig að það var ekki mér að kenna. Nú, þegar ég var að bíða eftir ýsunni þá dettur mér þjóðráð í hug. Ég ákveð að vinna mér í haginn svo ég þyrfti ekki að stappa ofan í hvern og einn. Ég flysja flusið af kartöflunum, teygi mig eftir blendernum og hendi þeim í ásamt rammíslensku smjéri, hélt ég væri með grófstillinguna á - en fínstillingin var það heillin. Á meðan ég hellti vatninu af ýsunni lét ég blenderinn malla í um 20 sekúndur. Þegar ég stoppaði hann og ætlaði að ná í grófstappaðar kartöflurnar þá sá ég að ég búin að búa til kartöflutyggjó. Kartöflutyggjóinu hrærði ég svo við stappaða ýsuna því ég þorði ekki að setja hana í blenderinn. Þetta skánaði þó lítið og börnin borðuðu ekkert af þessum dýrindismat sem þau oftast slafra í sig með bestu lyst. Þau fengu því hart hvítlauksbrauð og mjólk í matinn. Þau sofnuðu södd af þessu fína kolvetni frá Hatting og próteini frá MS. Mér hefur margoft verið ráðlagt að halda mig frá eldamennsku. Mér færi náttúrlega best að éta bara hráfæði eins og gúrkur og gulrætur og ristað brauð með því. Ég er nefnilega fín í að skera og smyrja. Fæ reyndar sjaldnast að halda á hníf hér heima. Maðurinn minn segir að það hafi gleymst að kenna mér að skera með hníf. Held það sé rétt hjá honum. Þetta gengur nú yfirleitt en á meðan ég beiti hnífnum neyðist heimilisfólk að halda sér fjarri. Ég ætti að vera í svona fálkatemjarahönskum til að koma í veg fyrir að ég endi fingralaus fyrir fimmtugt. En hver er efnafræðin á bak við það að kartöflur breyti sér í tyggjó í blender? Einhver sagði sterkjan. Það segir mér ekki neitt enda efnafræði ekki mín sterkasta hlið frekar en eldhúsverkin. Mesta snilldin var þó þegar krakkinn henti disknum sínum á gólfið því það fór enginn matur á gólfið, enda sat tyggjófiskiklessan föst. Ég þurfti gluggasköfu til að ná þessu af disknum. Annars er ýsa og kartöflur stappað saman með smjöri okkar þjóðarréttur. Það er víst hægt að elda kartöflurnar á ýmsan máta að mér skilst og gera þennan rétt enn meira framandi. En kartöflurnar vilja víst ekki fara í blenderinn. Latar húsmæður þurfa því að hysja upp um sig og stappa þær upp á gamla mátann með gaffli. En þessi nýja aðferð mín nýtist engum nema maður ætli sér að kála óvini sínum og láta hann kafna á kartöflutyggjói. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú er ég stoltur viðvaningur í eldhúsinu, er aldrei beðin um að sjá um jólamatinn og má kenna bæði reynsluleysi og áhugaleysi um getuleysi mitt við pottana. Ég elda afar sjaldan á mínu heimili og kann öllu betur við mig við þvottavélina þar sem ég hef fullkomna stjórn á flokkun og samanbroti. Ég strauja þó ekki nema fyrir fæðingar, en þá strauja ég líka allt. Líka þvottapoka. Hormónar og hreiðurgerð konu í jarðgöngum. En það er ljós við enda ganganna og þessu lýkur blessunarlega með fæðingu barnsins, heimilið fær að leggjast í rúst og konan missir tökin á heimilishaldinu með ælu á öxl og barnabik undir nöglunum. Ég fæ sjaldnast að koma nálægt eldhúsinu og ástæðan er augljós: flest sem ég bý til er óætt, ekkert er tilbúið á sama tíma, eldun annað hvort of eða van, geng ekki frá neinu jafnóðum og eldhúsið eins og eftir tveggja ára barn að eldamennsku lokinni. Þannig að ég er vinsamlegast beðin um að halda mig í þvottahúsinu en það er mér að þakka að mitt fólk gengur um sómasamlega til fara og er ekki í upplituðum, hnökróttum og ljótum fötum alla daga. Einu sinni varð ég þó að elda, slapp blessunarlega við að fara með tvö börn í búð, skapið heldur verra í frúnni en börnunum. Þau eru fín búð. Ég öllu verri. Ef ég fer ein og kaupi í matinn þá passar ekkert saman þegar ég kem heim. Þannig að ég fæ sjaldan að fara ein í búð. Ég var svo heppin að þjóðarréttur Íslendinga var til í frystinum ásamt kartöflum sem ég henti í pott, gúgglaði tímann og sauð þær í um 20 mínútur því mér er það lífsins ómögulegt að muna hvernig maður á að sjóða kartöflur. Þær voru þó í minni kantinum, gæti verið að þær hafi soðið þær of lengi. Við biðum í ofvæni eftir réttinum: ýsa og kartöflur stappaðar með smjöri. Namm! Ýsuna setti ég svo frosna í pott og sauð í um 10 mínútur eftir misvísandi leiðbeiningum af Bland. Hvítlauksbrauðið fór í ofninn á sama tíma og kom heldur hart út 11 mínútum síðar. Fór þó eftir leiðbeiningunum á pakkanum þannig að það var ekki mér að kenna. Nú, þegar ég var að bíða eftir ýsunni þá dettur mér þjóðráð í hug. Ég ákveð að vinna mér í haginn svo ég þyrfti ekki að stappa ofan í hvern og einn. Ég flysja flusið af kartöflunum, teygi mig eftir blendernum og hendi þeim í ásamt rammíslensku smjéri, hélt ég væri með grófstillinguna á - en fínstillingin var það heillin. Á meðan ég hellti vatninu af ýsunni lét ég blenderinn malla í um 20 sekúndur. Þegar ég stoppaði hann og ætlaði að ná í grófstappaðar kartöflurnar þá sá ég að ég búin að búa til kartöflutyggjó. Kartöflutyggjóinu hrærði ég svo við stappaða ýsuna því ég þorði ekki að setja hana í blenderinn. Þetta skánaði þó lítið og börnin borðuðu ekkert af þessum dýrindismat sem þau oftast slafra í sig með bestu lyst. Þau fengu því hart hvítlauksbrauð og mjólk í matinn. Þau sofnuðu södd af þessu fína kolvetni frá Hatting og próteini frá MS. Mér hefur margoft verið ráðlagt að halda mig frá eldamennsku. Mér færi náttúrlega best að éta bara hráfæði eins og gúrkur og gulrætur og ristað brauð með því. Ég er nefnilega fín í að skera og smyrja. Fæ reyndar sjaldnast að halda á hníf hér heima. Maðurinn minn segir að það hafi gleymst að kenna mér að skera með hníf. Held það sé rétt hjá honum. Þetta gengur nú yfirleitt en á meðan ég beiti hnífnum neyðist heimilisfólk að halda sér fjarri. Ég ætti að vera í svona fálkatemjarahönskum til að koma í veg fyrir að ég endi fingralaus fyrir fimmtugt. En hver er efnafræðin á bak við það að kartöflur breyti sér í tyggjó í blender? Einhver sagði sterkjan. Það segir mér ekki neitt enda efnafræði ekki mín sterkasta hlið frekar en eldhúsverkin. Mesta snilldin var þó þegar krakkinn henti disknum sínum á gólfið því það fór enginn matur á gólfið, enda sat tyggjófiskiklessan föst. Ég þurfti gluggasköfu til að ná þessu af disknum. Annars er ýsa og kartöflur stappað saman með smjöri okkar þjóðarréttur. Það er víst hægt að elda kartöflurnar á ýmsan máta að mér skilst og gera þennan rétt enn meira framandi. En kartöflurnar vilja víst ekki fara í blenderinn. Latar húsmæður þurfa því að hysja upp um sig og stappa þær upp á gamla mátann með gaffli. En þessi nýja aðferð mín nýtist engum nema maður ætli sér að kála óvini sínum og láta hann kafna á kartöflutyggjói. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun