Íslendingar að renna út á tíma í málum aldraðra Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 16. september 2023 23:01 Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns, segir Íslendinga vera að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Stöð 2 Fimm hundruð eru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og byggja þarf ígildi níu hjúkrunarheimila bara í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun í elstu hópum. Forstjóri Sóltún segir að þjóðin sé að renna út á tíma í málum aldraðra. Íslenska þjóðin eldist á ógnarhraða og á næstu fimmtán árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgað um 85 prósent. Sá hópur færi úr því að vera um ellefu þúsund manns í dag yfir í að vera um tuttugu þúsund árið 2038. Bara í Reykjavík vantar um 700 hjúkrunarrými, þetta er ígildi um átta til níu heilla hjúkrunarheimila. Á næstu fimmtán árum er talið að fólki á aldrinum 80 til 89 ára gæti fjölgað um 85 prósent. Eitt af stærstu viðfangsefnum næstu ára er hvernig eigi að mæta þeirri fjölgun.Stöð 2 Fimm hundruð á biðlista „Það eru fimm hundruð manns á landinu á biðlista eftir hjúkrunarrými í dag. Ég held að það séu um 250, síðast þegar ég gáði, á biðlista eftir hjúkrunarrými bara á höfuðborgarsvæðinu. Við erum kannski aðeins runnin út á tíma með þetta,“ sagði Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns. „Eitt nýtt hjúkrunarheimili kostar svona fimm-sex milljarða. Sú uppbygging þarf að vera hraðari,“ sagði hún einnig. Næstu hjúkrunarrými sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu eru einmitt á Sóltúni, sextíu talsins og verða tilbúin eftir eitt til tvö ár. Slík uppbygging á þó vissulega til að dragast á langinn. Vorið 2021 undirrituðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri samkomulag um að reisa hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa á lóð við Mosaveg í Reykjavík á móti Borgarholtsskóla. Í samkomulaginu var talað um að undirbúningur framkvæmda myndi hefjast seinna það sama ár og að hjúkrunarheimilið yrði tilbúið til notkunar. En nú er langt liðið á 2023 og enn hefur ekkert gerst á lóðinni. Íslendingar þurfi að spýta í lófana Martin Green, framkvæmdastjóri Care England, stærstu atvinnugreinasamtaka í einkarekinni umönnun aldraðra á Bretlandi, segir Íslendinga verða að spýta í lófana í málaflokknum. „Ég held að það verði líka vandamál, hvort þið hafið efni á að þjóna öllum þegar við lítum á aukna þörf. Ísland er ekkert öðruvísi en hin G20-ríkin. Það er aukin þörf hjá okkur öllum og við finnum að það eru minni fjármunir hjá stjórnvöldum,“ sagði Green við fréttastofu. Martin Green segir Íslendinga í sama vanda og önnur G20-ríki.Stöð 2 Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Dagbjartur aðstoðar Daða Má Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Úrkoma í öllum landshlutum Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Íslenska þjóðin eldist á ógnarhraða og á næstu fimmtán árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgað um 85 prósent. Sá hópur færi úr því að vera um ellefu þúsund manns í dag yfir í að vera um tuttugu þúsund árið 2038. Bara í Reykjavík vantar um 700 hjúkrunarrými, þetta er ígildi um átta til níu heilla hjúkrunarheimila. Á næstu fimmtán árum er talið að fólki á aldrinum 80 til 89 ára gæti fjölgað um 85 prósent. Eitt af stærstu viðfangsefnum næstu ára er hvernig eigi að mæta þeirri fjölgun.Stöð 2 Fimm hundruð á biðlista „Það eru fimm hundruð manns á landinu á biðlista eftir hjúkrunarrými í dag. Ég held að það séu um 250, síðast þegar ég gáði, á biðlista eftir hjúkrunarrými bara á höfuðborgarsvæðinu. Við erum kannski aðeins runnin út á tíma með þetta,“ sagði Halla Thoroddsen, forstjóri Sóltúns. „Eitt nýtt hjúkrunarheimili kostar svona fimm-sex milljarða. Sú uppbygging þarf að vera hraðari,“ sagði hún einnig. Næstu hjúkrunarrými sem bætast við á höfuðborgarsvæðinu eru einmitt á Sóltúni, sextíu talsins og verða tilbúin eftir eitt til tvö ár. Slík uppbygging á þó vissulega til að dragast á langinn. Vorið 2021 undirrituðu heilbrigðisráðherra og borgarstjóri samkomulag um að reisa hjúkrunarheimili fyrir allt að 144 íbúa á lóð við Mosaveg í Reykjavík á móti Borgarholtsskóla. Í samkomulaginu var talað um að undirbúningur framkvæmda myndi hefjast seinna það sama ár og að hjúkrunarheimilið yrði tilbúið til notkunar. En nú er langt liðið á 2023 og enn hefur ekkert gerst á lóðinni. Íslendingar þurfi að spýta í lófana Martin Green, framkvæmdastjóri Care England, stærstu atvinnugreinasamtaka í einkarekinni umönnun aldraðra á Bretlandi, segir Íslendinga verða að spýta í lófana í málaflokknum. „Ég held að það verði líka vandamál, hvort þið hafið efni á að þjóna öllum þegar við lítum á aukna þörf. Ísland er ekkert öðruvísi en hin G20-ríkin. Það er aukin þörf hjá okkur öllum og við finnum að það eru minni fjármunir hjá stjórnvöldum,“ sagði Green við fréttastofu. Martin Green segir Íslendinga í sama vanda og önnur G20-ríki.Stöð 2
Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Dagbjartur aðstoðar Daða Má Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Úrkoma í öllum landshlutum Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira