Ten Hag ekki sáttur með tapið en sá þó margt jákvætt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 20:00 Erik ten Hag hefur verk að vinna. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var heldur súr þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir tap sinna manna gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið hafði leikið 31 leik í röð án þess að tapa á Old Trafford fyrir daginn í dag. Hann telur lið sitt geta komist aftur í hæstu hæðir. „Við erum vonsviknir, það var mjög stutt á milli. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru eign okkar, við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra í leiknum, síðan kom kafli sem var okkur erfiður. Við börðumst og skoruðum mark sem var dæmd af.“ „Þetta er erfitt, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við munum berjast og ef við stöndum saman, spilum sem lið og höldum okkur við reglurnar þá munum við snúa aftur.“ „Það má alltaf gera betur, sérstaklega í skipulaginu. En þetta var ekki okkar dagur. Seinna markið kom strax í upphafi síðari hálfleik. Tvö færi, tvö mörk. Það var bakslag sem við höndluðum ekki vel. Við verðum að vera jákvæðir á svona augnablikum og standa saman, þá kemstu aftur inn í leikinn.“ „Þú lærir hluti í svona leikjum. Ég sá sumt jákvætt, við sköpuðum mörg færi en kláruðum þau ekki.“ Stuðningsfólk Man United var ekki ánægt með það þegar Rasmus Højlund var tekinn af velli og Anthony Martial var tekinn af velli. „Hann er að koma inn í þetta eftir meiðsli og við þurfum að fara varlega með hann. Viðbrögð áhorfenda voru frábær. Hann átti góðan leik og stuðningsfólkið okkar tók eftir því. Hann var óheppinn með markið sem var dæmt af. Það hefði verið frábært fyrir hann. Það gekk ekki í dag en við höldum áfram. Hann er sterkur karakter, sem og við sem lið. Við munum ýta á móti.“ Rasmus Hojlund scores but it is ruled out.Law 9: "The ball is out of play when: It has wholly crossed the goal line or touch line, whether on the ground or in the air."#MUNBHA | #PL pic.twitter.com/J4KbXloffF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 16, 2023 Að endingu var Ten Hag spurður út í Meistaradeild Evrópu en Man United mætir Bayern München í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri á móti frábæru liði. Það hlakkar öllum til að snúa aftur í Meistaradeildina, þar eigum við heima. En þú verður að berjast fyrir því og sanna þig í hverjum einasta leik, bæði sem lið og sem einstaklingur.“ Leikur Bayern og Man United á miðvikudaginn kemur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Meistaradeildarmessan verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
„Við erum vonsviknir, það var mjög stutt á milli. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru eign okkar, við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra í leiknum, síðan kom kafli sem var okkur erfiður. Við börðumst og skoruðum mark sem var dæmd af.“ „Þetta er erfitt, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við munum berjast og ef við stöndum saman, spilum sem lið og höldum okkur við reglurnar þá munum við snúa aftur.“ „Það má alltaf gera betur, sérstaklega í skipulaginu. En þetta var ekki okkar dagur. Seinna markið kom strax í upphafi síðari hálfleik. Tvö færi, tvö mörk. Það var bakslag sem við höndluðum ekki vel. Við verðum að vera jákvæðir á svona augnablikum og standa saman, þá kemstu aftur inn í leikinn.“ „Þú lærir hluti í svona leikjum. Ég sá sumt jákvætt, við sköpuðum mörg færi en kláruðum þau ekki.“ Stuðningsfólk Man United var ekki ánægt með það þegar Rasmus Højlund var tekinn af velli og Anthony Martial var tekinn af velli. „Hann er að koma inn í þetta eftir meiðsli og við þurfum að fara varlega með hann. Viðbrögð áhorfenda voru frábær. Hann átti góðan leik og stuðningsfólkið okkar tók eftir því. Hann var óheppinn með markið sem var dæmt af. Það hefði verið frábært fyrir hann. Það gekk ekki í dag en við höldum áfram. Hann er sterkur karakter, sem og við sem lið. Við munum ýta á móti.“ Rasmus Hojlund scores but it is ruled out.Law 9: "The ball is out of play when: It has wholly crossed the goal line or touch line, whether on the ground or in the air."#MUNBHA | #PL pic.twitter.com/J4KbXloffF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 16, 2023 Að endingu var Ten Hag spurður út í Meistaradeild Evrópu en Man United mætir Bayern München í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri á móti frábæru liði. Það hlakkar öllum til að snúa aftur í Meistaradeildina, þar eigum við heima. En þú verður að berjast fyrir því og sanna þig í hverjum einasta leik, bæði sem lið og sem einstaklingur.“ Leikur Bayern og Man United á miðvikudaginn kemur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Meistaradeildarmessan verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira