Kim heitir Pútín fullum stuðningi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 18:18 Vladimír Pútín og Kim Jong Un virtust ánægðir með að hittast í morgun. AP/Vladimir Smirnov Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. Yfirvöld í Moskvu hafa lítið vilja segja um fundinn og hvað Pútín og Kim töluðu um. Pútín þykir þó líklegur til að vilja fá sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. AP fréttaveitan segir talið að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið, sem framleiddar voru fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar gætu notað. Það að kaupa vopn af Norður-Kóreu og útvega ríkinu eldflaugatækni væri í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar komu að því að samþykkja á sínum tíma og hafa stutt í gegnum árin. Rússland er með fast sæti í öryggisráðinu. Í frétt AP segir að slík ákvörðun myndi bæði vera táknrænt fyrir mikla einangrun Pútíns á alþjóðasviðinu eftir innrásina í Úkraínu og auka á hana. Myndbandið hér að neðan er frá því í morgun, áður en fundurinn hófst. Sagðist ætla að hjálpa við þróun gervihnatta Fundurinn fór fram í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, sem þykir táknrænt þar sem Kim er talinn vilja fá aðstoð varðandi þróun eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og þróun njósnagervihnatta. Kim hefur sagt að slíkir gervihnettir séu mikilvægir til að auka getu kjarnorkuvopna hans og eldflauganna sem eiga að bera þau. Kóreumenn hafa gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma njósnagervihnöttum á braut um jörðu að undanförnu. Pútín fór með Kim í skoðunarferð um geimferðamistöðina og töluðu þeir meðal annars um það að senda mann frá Norður-Kóreu út í geim. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC, segir Kim hafa sýnt skoðunarferðinni mikla athygli. Kim Jong Un told Vladimir Putin that Russia will win a "great victory" over its enemies. But will he be supplying munitions to help Moscow achieve that? Our @BBCNews report on the Putin-Kim summit. Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/vdgvXgJShr— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 13, 2023 Í frétt Reuters er vísað í rússneska ríkismiðla þar sem Pútín var spurður um það hvort Rússar myndu hjálpa Norður-Kóreu við þróun gervihnatta. „Þess vegna komum við hingað,“ sagði Pútín. Kim er einnig sagður ætla að skoða hergagnaverksmiðjur og flugvélaverksmiðju í Komsomolsk og skoða Kyrrahafsflota Rússlands í Vladivostok. Þá gáfu Rússar það út í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi fara til Pyongyangt í Norður-Kóreu í næsta mánuði. Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Yfirvöld í Moskvu hafa lítið vilja segja um fundinn og hvað Pútín og Kim töluðu um. Pútín þykir þó líklegur til að vilja fá sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. AP fréttaveitan segir talið að Kim sitji mögulega á tugum milljóna af gömlum sprengikúlum og eldflaugum fyrir stórskotalið, sem framleiddar voru fyrir vopn frá tímum Sovétríkjanna og Rússar gætu notað. Það að kaupa vopn af Norður-Kóreu og útvega ríkinu eldflaugatækni væri í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússar komu að því að samþykkja á sínum tíma og hafa stutt í gegnum árin. Rússland er með fast sæti í öryggisráðinu. Í frétt AP segir að slík ákvörðun myndi bæði vera táknrænt fyrir mikla einangrun Pútíns á alþjóðasviðinu eftir innrásina í Úkraínu og auka á hana. Myndbandið hér að neðan er frá því í morgun, áður en fundurinn hófst. Sagðist ætla að hjálpa við þróun gervihnatta Fundurinn fór fram í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, sem þykir táknrænt þar sem Kim er talinn vilja fá aðstoð varðandi þróun eldflauga sem borið geta kjarnorkuvopn og þróun njósnagervihnatta. Kim hefur sagt að slíkir gervihnettir séu mikilvægir til að auka getu kjarnorkuvopna hans og eldflauganna sem eiga að bera þau. Kóreumenn hafa gert nokkrar misheppnaðar tilraunir til að koma njósnagervihnöttum á braut um jörðu að undanförnu. Pútín fór með Kim í skoðunarferð um geimferðamistöðina og töluðu þeir meðal annars um það að senda mann frá Norður-Kóreu út í geim. Steve Rosenberg, fréttamaður BBC, segir Kim hafa sýnt skoðunarferðinni mikla athygli. Kim Jong Un told Vladimir Putin that Russia will win a "great victory" over its enemies. But will he be supplying munitions to help Moscow achieve that? Our @BBCNews report on the Putin-Kim summit. Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/vdgvXgJShr— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) September 13, 2023 Í frétt Reuters er vísað í rússneska ríkismiðla þar sem Pútín var spurður um það hvort Rússar myndu hjálpa Norður-Kóreu við þróun gervihnatta. „Þess vegna komum við hingað,“ sagði Pútín. Kim er einnig sagður ætla að skoða hergagnaverksmiðjur og flugvélaverksmiðju í Komsomolsk og skoða Kyrrahafsflota Rússlands í Vladivostok. Þá gáfu Rússar það út í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, myndi fara til Pyongyangt í Norður-Kóreu í næsta mánuði.
Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49 Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58
Kim heldur til Rússlands til fundar við Pútín Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu hefur staðfest að leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sé kominn til Rússlands þar sem hann mun síðar funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 12. september 2023 06:49
Kim í lest á leið til Pútíns Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun á næstu dögum funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Einræðisherrann er sagður vera lagður af stað til Valdivostok í Rússlandi á brynvarinni lest sinni. 11. september 2023 17:56