Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2023 12:01 Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. Einar Árnason Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. Matvælastofnun hefur staðfest að strokulax frá Arctic Sea Farm hafi fundist í fjölda ám en í síðasta mánuði fundust tvö göt á sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir málið grafalvarlegt enda geti þessi frjói, norski eldislax blandast íslenska laxinum. „Það er sérstaklega hættulegt vegna þess að íslenski laxastofninn hefur aðlagast sínum aðstæðum í þúsundir ára og er mjög frábrugðinn þessum kynbætta norska stofni. Það sem þetta gerir, þetta dregur úr hæfni villta fisksins til þess að lifa af í náttúrunni. Það endar á því að villti laxastofninn deyr út ef þetta heldur svona áfram,“ segir Elvar Örn. Hann segir greinilegt að fiskurinn sé búinn að dreifa vel úr sér og óttast að við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem göt finnast á kví en nú fyrst séum við að sjá virkilegt magn af eldislaxi í íslenskum ám. „Þetta hefur alltaf gerst og mun alltaf gerast á meðan sjákvíarnar eru opnar. Reynsla annarra landa sýnir okkur það og ef við horfum til Noregs, þar eru laxastofnar sem eru 70% erfðablandaðir. Komnir á rauðan lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Við förum á nákvæmlega sama stað hér ef við grípum ekki í taumana. Þannig það verður að hætta að stunda laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elvar Örn. Hann segir sjókvíarnar ekki uppfylla lágmarkskröfuna um að fiskur sleppi ekki út og mengi vistkerfin í kringum sig. „Þetta er ekki bara spurning um villta laxastofninn eða hvað veiðimönnum finnst, það eru 2.250 lögbýli í landinu sem treysta á tekjur af þessari laxveiði. þannig ekki er bara verið að setja villta laxastofna í hættu, heldur líka lífsviðurværi fjölda fjölskyldna í breiðum byggðum á landinu,“ segir Elvar Örn. Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Dýr Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Matvælastofnun hefur staðfest að strokulax frá Arctic Sea Farm hafi fundist í fjölda ám en í síðasta mánuði fundust tvö göt á sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir málið grafalvarlegt enda geti þessi frjói, norski eldislax blandast íslenska laxinum. „Það er sérstaklega hættulegt vegna þess að íslenski laxastofninn hefur aðlagast sínum aðstæðum í þúsundir ára og er mjög frábrugðinn þessum kynbætta norska stofni. Það sem þetta gerir, þetta dregur úr hæfni villta fisksins til þess að lifa af í náttúrunni. Það endar á því að villti laxastofninn deyr út ef þetta heldur svona áfram,“ segir Elvar Örn. Hann segir greinilegt að fiskurinn sé búinn að dreifa vel úr sér og óttast að við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem göt finnast á kví en nú fyrst séum við að sjá virkilegt magn af eldislaxi í íslenskum ám. „Þetta hefur alltaf gerst og mun alltaf gerast á meðan sjákvíarnar eru opnar. Reynsla annarra landa sýnir okkur það og ef við horfum til Noregs, þar eru laxastofnar sem eru 70% erfðablandaðir. Komnir á rauðan lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Við förum á nákvæmlega sama stað hér ef við grípum ekki í taumana. Þannig það verður að hætta að stunda laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elvar Örn. Hann segir sjókvíarnar ekki uppfylla lágmarkskröfuna um að fiskur sleppi ekki út og mengi vistkerfin í kringum sig. „Þetta er ekki bara spurning um villta laxastofninn eða hvað veiðimönnum finnst, það eru 2.250 lögbýli í landinu sem treysta á tekjur af þessari laxveiði. þannig ekki er bara verið að setja villta laxastofna í hættu, heldur líka lífsviðurværi fjölda fjölskyldna í breiðum byggðum á landinu,“ segir Elvar Örn.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Dýr Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26