Åge Hareide: Getum ekki gefið svona mörg færi á okkur Hjörvar Ólafsson skrifar 8. september 2023 22:01 Åge Hareide hefur um margt að hugsa eftir tapið gegn Lúxemborg í kvöld. Vísir/Getty Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir lærisveina sína hafa gert of mörg mistök og gefið of mörg færi á sér þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Lúxemborg á útivelli í undankeppni EM 2024 í kvöld. „Það voru eintaklingsmistök sem urðu okkur að falli í þessum leik. Við hefðum getað dílað við hlutina mun betur í fyrsta markinu og gefum boltann of auðveldlega frá okkur í marki tvö. Það var það sama uppi á teningnum að þessu sinni og á móti Slóvakíu að við gefum of mörg færi á okkur. Við verðum að vinna í því,“ sagði Norðmaðurinn svekktur að leik loknum. „Að sama skapi erum við ekki að skapa nógu mörg færi. Við erum með tæknilega góða leikmenn sem ná ekki að sýna styrkleika sína með boltann og við þurfum að fara yfir það hvernig við komum þeim í betri og hættulegri stöður með boltann. Leikmenn lögðu sig alla fram í verkefnið og sýndu karakter að minnka muninn í 1-2 en það dugði ekki til,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Hareide var ekki sammála dómarateyminu hvað vítaspyrnudóminn í fyrsta marki Lúxemborgar varðar: „Ég skil ekki hvernig VAR-herbergið sá eitthvað sem dómarinn sá ekki í því atviki. Það var í takt við allt annað í þessari kvöldstund. Það fór eiginlega allt sem mögulegt var úrskeiðis,“ sagði hann um ákvörðun dómaranna. „Við höfum hins vegar engan tíma til þess að vorkenna okkur. Það er stutt í næsta leik á móti Bosníu. Við verðum að snúa bökum saman og gera betur í þeim leik. Við munum berjast um að komast í lokakeppnina á meðan það er möguleiki á því. Eins og ég sagði áðan þá getum við ekki gert jafn mörg mistök og við höfum verið að gera. Manni er refsað fyrir það á þessu leveli og ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit verðum við að fækka mistökunum og sýna meiri aga í aðgerðum okkar,“ sagði Hareide um framhaldið. Allt viðtalið við Åge Hareide landsliðsþjálfara má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Åge Hareide - Viðtal Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
„Það voru eintaklingsmistök sem urðu okkur að falli í þessum leik. Við hefðum getað dílað við hlutina mun betur í fyrsta markinu og gefum boltann of auðveldlega frá okkur í marki tvö. Það var það sama uppi á teningnum að þessu sinni og á móti Slóvakíu að við gefum of mörg færi á okkur. Við verðum að vinna í því,“ sagði Norðmaðurinn svekktur að leik loknum. „Að sama skapi erum við ekki að skapa nógu mörg færi. Við erum með tæknilega góða leikmenn sem ná ekki að sýna styrkleika sína með boltann og við þurfum að fara yfir það hvernig við komum þeim í betri og hættulegri stöður með boltann. Leikmenn lögðu sig alla fram í verkefnið og sýndu karakter að minnka muninn í 1-2 en það dugði ekki til,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Hareide var ekki sammála dómarateyminu hvað vítaspyrnudóminn í fyrsta marki Lúxemborgar varðar: „Ég skil ekki hvernig VAR-herbergið sá eitthvað sem dómarinn sá ekki í því atviki. Það var í takt við allt annað í þessari kvöldstund. Það fór eiginlega allt sem mögulegt var úrskeiðis,“ sagði hann um ákvörðun dómaranna. „Við höfum hins vegar engan tíma til þess að vorkenna okkur. Það er stutt í næsta leik á móti Bosníu. Við verðum að snúa bökum saman og gera betur í þeim leik. Við munum berjast um að komast í lokakeppnina á meðan það er möguleiki á því. Eins og ég sagði áðan þá getum við ekki gert jafn mörg mistök og við höfum verið að gera. Manni er refsað fyrir það á þessu leveli og ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit verðum við að fækka mistökunum og sýna meiri aga í aðgerðum okkar,“ sagði Hareide um framhaldið. Allt viðtalið við Åge Hareide landsliðsþjálfara má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Åge Hareide - Viðtal
Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn