Åge Hareide: Getum ekki gefið svona mörg færi á okkur Hjörvar Ólafsson skrifar 8. september 2023 22:01 Åge Hareide hefur um margt að hugsa eftir tapið gegn Lúxemborg í kvöld. Vísir/Getty Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir lærisveina sína hafa gert of mörg mistök og gefið of mörg færi á sér þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Lúxemborg á útivelli í undankeppni EM 2024 í kvöld. „Það voru eintaklingsmistök sem urðu okkur að falli í þessum leik. Við hefðum getað dílað við hlutina mun betur í fyrsta markinu og gefum boltann of auðveldlega frá okkur í marki tvö. Það var það sama uppi á teningnum að þessu sinni og á móti Slóvakíu að við gefum of mörg færi á okkur. Við verðum að vinna í því,“ sagði Norðmaðurinn svekktur að leik loknum. „Að sama skapi erum við ekki að skapa nógu mörg færi. Við erum með tæknilega góða leikmenn sem ná ekki að sýna styrkleika sína með boltann og við þurfum að fara yfir það hvernig við komum þeim í betri og hættulegri stöður með boltann. Leikmenn lögðu sig alla fram í verkefnið og sýndu karakter að minnka muninn í 1-2 en það dugði ekki til,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Hareide var ekki sammála dómarateyminu hvað vítaspyrnudóminn í fyrsta marki Lúxemborgar varðar: „Ég skil ekki hvernig VAR-herbergið sá eitthvað sem dómarinn sá ekki í því atviki. Það var í takt við allt annað í þessari kvöldstund. Það fór eiginlega allt sem mögulegt var úrskeiðis,“ sagði hann um ákvörðun dómaranna. „Við höfum hins vegar engan tíma til þess að vorkenna okkur. Það er stutt í næsta leik á móti Bosníu. Við verðum að snúa bökum saman og gera betur í þeim leik. Við munum berjast um að komast í lokakeppnina á meðan það er möguleiki á því. Eins og ég sagði áðan þá getum við ekki gert jafn mörg mistök og við höfum verið að gera. Manni er refsað fyrir það á þessu leveli og ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit verðum við að fækka mistökunum og sýna meiri aga í aðgerðum okkar,“ sagði Hareide um framhaldið. Allt viðtalið við Åge Hareide landsliðsþjálfara má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Åge Hareide - Viðtal Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
„Það voru eintaklingsmistök sem urðu okkur að falli í þessum leik. Við hefðum getað dílað við hlutina mun betur í fyrsta markinu og gefum boltann of auðveldlega frá okkur í marki tvö. Það var það sama uppi á teningnum að þessu sinni og á móti Slóvakíu að við gefum of mörg færi á okkur. Við verðum að vinna í því,“ sagði Norðmaðurinn svekktur að leik loknum. „Að sama skapi erum við ekki að skapa nógu mörg færi. Við erum með tæknilega góða leikmenn sem ná ekki að sýna styrkleika sína með boltann og við þurfum að fara yfir það hvernig við komum þeim í betri og hættulegri stöður með boltann. Leikmenn lögðu sig alla fram í verkefnið og sýndu karakter að minnka muninn í 1-2 en það dugði ekki til,“ sagði þjálfarinn enn fremur. Hareide var ekki sammála dómarateyminu hvað vítaspyrnudóminn í fyrsta marki Lúxemborgar varðar: „Ég skil ekki hvernig VAR-herbergið sá eitthvað sem dómarinn sá ekki í því atviki. Það var í takt við allt annað í þessari kvöldstund. Það fór eiginlega allt sem mögulegt var úrskeiðis,“ sagði hann um ákvörðun dómaranna. „Við höfum hins vegar engan tíma til þess að vorkenna okkur. Það er stutt í næsta leik á móti Bosníu. Við verðum að snúa bökum saman og gera betur í þeim leik. Við munum berjast um að komast í lokakeppnina á meðan það er möguleiki á því. Eins og ég sagði áðan þá getum við ekki gert jafn mörg mistök og við höfum verið að gera. Manni er refsað fyrir það á þessu leveli og ef við ætlum að ná í hagstæð úrslit verðum við að fækka mistökunum og sýna meiri aga í aðgerðum okkar,“ sagði Hareide um framhaldið. Allt viðtalið við Åge Hareide landsliðsþjálfara má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Åge Hareide - Viðtal
Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira