Gleðin við völd í Hrunaréttum og ánægja með lömbin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. september 2023 20:31 Jón Bjarnason fjallkóngur Hrunamanna. Hann segir að gleðin hafi verið við völd í réttunum eins og svo oft áður. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og búalið í Hrunamannahreppi létu ekki rigningu og leiðindaveður í morgun trufla sig í réttarstörfum í Hrunarétt skammt frá Flúðum, þar sem voru um þrjú þúsund og fimm hundruð fjár. “Mikill hátíðisdagurinn í sveitinni” segir sveitarstjórinn. Það var að sjálfsögðu flaggað í réttunum í morgun, sem hófust klukkan 10:00 og stóðu fram yfir hádegi. Veðrið hefði getað verið mun betra en bændur og þeirra fólk létu það nú ekki hafa áhrif á sig. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér er gleðin við völd. Lömbin líta ágætlega út en eru auðvitað svolítið niðurringd eftir nóttina og síðasta dag en þau líta mjög vel út,” segir Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi og fjallkóngur Hrunamanna. „Hrunamenn eru mjög ánægðir með daginn enda er þetta mikill hátíðisdagur. Þetta er svona einn af þessum stórum hátíðisdögum enda er gefið frí í skólanum og leikskólanum þannig að það geti allir komið og notið,” segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps lét sig ekki vanta í réttirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf fjör í réttunum enda mikið um að vera. Lömbin eru allt í lagi en ekkert of væn en ég held að það sleppi til,“ segir Þorsteinn Loftsson, sauðfjárbóndi í Haukholtum. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Sigurður Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum mætti með tvo Breta í réttirnar, sem hafa unnið mikið fyrir landbúnaðinn þar í landi en ákváðu að koma til Íslands til að kynna sér íslenska sauðféð og réttarstemminguna. Helgi mun verja tíma með þeim um helgina og fara með þá í fleiri réttir. Helgi S. Haraldsson með Bretana, sem eru hér á landi til að kynna sér íslensku sauðkindina og allt það helsta í kringum hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttirnar gengu mjög vel þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera mun, mun betra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Réttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Það var að sjálfsögðu flaggað í réttunum í morgun, sem hófust klukkan 10:00 og stóðu fram yfir hádegi. Veðrið hefði getað verið mun betra en bændur og þeirra fólk létu það nú ekki hafa áhrif á sig. Að sjálfsögðu var flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér er gleðin við völd. Lömbin líta ágætlega út en eru auðvitað svolítið niðurringd eftir nóttina og síðasta dag en þau líta mjög vel út,” segir Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi og fjallkóngur Hrunamanna. „Hrunamenn eru mjög ánægðir með daginn enda er þetta mikill hátíðisdagur. Þetta er svona einn af þessum stórum hátíðisdögum enda er gefið frí í skólanum og leikskólanum þannig að það geti allir komið og notið,” segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps lét sig ekki vanta í réttirnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er alltaf fjör í réttunum enda mikið um að vera. Lömbin eru allt í lagi en ekkert of væn en ég held að það sleppi til,“ segir Þorsteinn Loftsson, sauðfjárbóndi í Haukholtum. Vel gekk að draga í dilka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Sigurður Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum mætti með tvo Breta í réttirnar, sem hafa unnið mikið fyrir landbúnaðinn þar í landi en ákváðu að koma til Íslands til að kynna sér íslenska sauðféð og réttarstemminguna. Helgi mun verja tíma með þeim um helgina og fara með þá í fleiri réttir. Helgi S. Haraldsson með Bretana, sem eru hér á landi til að kynna sér íslensku sauðkindina og allt það helsta í kringum hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Réttirnar gengu mjög vel þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera mun, mun betra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Réttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira