Unglingur sniffaði gashylki allt að fimmtán sinnum á dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 20:00 Samkvæmt sérfræðingi hjá Eiitrunarmiðstöð Landspítalands eru einkenni sem geta fylgt því að sniffa gas allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Vísir/Rúnar Vilberg Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri sniffi gashylki úr svitalyktareyðum í þeim tilgangi að komast í vímu. Faraldur af þeim toga hefur ríkt á Norðurlöndum. Unglingur hér á landi var svo langt leiddur að hann sniffaði allt að fimmtán sinnum á dag. Afleiðingarnar geta verið afar alvarlegar. Nokkur ár eru liðin síðan lögregla vakti athygli á tilraunum ungmenna til að komast í vímu með notkun gashylkja úr rjómasprautum. Slík mál hafa reglulega komið upp og voru síðast til umræðu í sumar þegar strætóbílstjóri á Suðurnesjum birti mynd af tómum gashylkjum sem fundist í vagninum og sagðist hafa orðið var við slíkt í síauknum mæli. Hann sagðist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. Notkun gashylkja úr svitalyktaeyðum til að komast í vímu er hinsvegar ný aðferð. Samkvæmt Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, hafa foreldrar unglinga leitað til þeirra að undanförnu eftir að upp komst um slíka notkun. Um er að ræða unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem sniffaði slík hylki fimm til fimmtán sinnum á hverjum degi. Faraldur á Norðurlöndum Helena Líndal Baldvinsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir í samtali við fréttastofu að faraldur ríki á Norðurlöndunum vegna þessa.Samkvæmt henni eru einkenni sem geta fylgt slíku athæfi allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði. Mikilvægt að fræða en ekki hræða Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili og skóla, segir málið koma illa við marga foreldra þar sem um sé að ræða vöru sem aðgengi að sé sérlega gott. Mikilvægt sé að ræða málefnið heima fyrir. Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum ,segir mikilvægt að foreldrar taki yfirvegaða umræðu heima fyrir varðandi hættuleg athæfi sem virðast vera í tísku meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar „Ég held að þarna verðum við að tala um að fræða en ekki hræða,“ segir Hildur. „Grípa tækifærið því að nú er þetta í umræðunni og segja, „heyrðu, hefur þú orðið var við svona eða hvernig er þetta, af hverju ætli þetta sé sniðugt?“ Eins og með önnur vímuefni og annað sem kemur upp, það er alltaf bara þetta, að grípa tækifærið, ræða saman og svolítið leggja spilin á borðið.“ Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Nokkur ár eru liðin síðan lögregla vakti athygli á tilraunum ungmenna til að komast í vímu með notkun gashylkja úr rjómasprautum. Slík mál hafa reglulega komið upp og voru síðast til umræðu í sumar þegar strætóbílstjóri á Suðurnesjum birti mynd af tómum gashylkjum sem fundist í vagninum og sagðist hafa orðið var við slíkt í síauknum mæli. Hann sagðist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. Notkun gashylkja úr svitalyktaeyðum til að komast í vímu er hinsvegar ný aðferð. Samkvæmt Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, hafa foreldrar unglinga leitað til þeirra að undanförnu eftir að upp komst um slíka notkun. Um er að ræða unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem sniffaði slík hylki fimm til fimmtán sinnum á hverjum degi. Faraldur á Norðurlöndum Helena Líndal Baldvinsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir í samtali við fréttastofu að faraldur ríki á Norðurlöndunum vegna þessa.Samkvæmt henni eru einkenni sem geta fylgt slíku athæfi allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði. Mikilvægt að fræða en ekki hræða Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili og skóla, segir málið koma illa við marga foreldra þar sem um sé að ræða vöru sem aðgengi að sé sérlega gott. Mikilvægt sé að ræða málefnið heima fyrir. Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum ,segir mikilvægt að foreldrar taki yfirvegaða umræðu heima fyrir varðandi hættuleg athæfi sem virðast vera í tísku meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar „Ég held að þarna verðum við að tala um að fræða en ekki hræða,“ segir Hildur. „Grípa tækifærið því að nú er þetta í umræðunni og segja, „heyrðu, hefur þú orðið var við svona eða hvernig er þetta, af hverju ætli þetta sé sniðugt?“ Eins og með önnur vímuefni og annað sem kemur upp, það er alltaf bara þetta, að grípa tækifærið, ræða saman og svolítið leggja spilin á borðið.“
Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði.
Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Sjá meira
Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47