Útilokar að sádísk lið spili í Meistaradeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2023 13:30 Aleksander Ceferin er forseti evrópska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty Aleksander Ceferin, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, útilokar að lið frá Sádi-Arabíu taki þátt í keppnum á vegum sambandsins. Í síðasta mánuði var greint frá áhuga sádískra yfirvalda að koma liðum frá ríkinu að. Gríðarlega miklu hefur verið til tjaldað af sádískum yfirvöldum í gegnum opinberan fjárfestingarsjóð ríkisins, PIF, til að styrkja knattspyrnu í landinu síðustu mánuði. Hundruðum milljóna hefur verið eytt í að kaupa leikmenn til sádískra liða og þeim veitt laun á skala sem áður hefur ekki þekkst. Stjörnur á við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og N'Golo Kanté hafa verið lokkaðar til landsins og er þar aðeins snert á brotabroti þeirra leikmanna sem flust hafa frá Evrópu til olíuríkisins. Virðist sem markmiðið sé að sádíska deildin sé á meðal þeirra fremri í heimi og greint var frá því í síðasta mánuði að Sádar hefðu hug á því að félög úr deildinni geti tekið þátt í Meistaradeild Evrópu, fremstu álfukeppni heims. Sádar fái hvorki að taka þátt né halda úrslitaleiki Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tekur slíkt hins vegar ekki í mál. „Aðeins evrópsk lið geta tekið þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.“ segir Ceferin, sem segir útilokar jafnframt að úrslitaleikur keppnanna verði haldinn í Sádi-Arabíu. Ofurbikar Spánar og Ofurbikar Ítalíu eru á meðal keppna sem hafa verið seldar til ríkisins og fara þar fram. „Aðeins evrópsk sambönd geta sótt um að halda úrslitaleik, ekki einu sinni félög geta það, heldur samböndin. Við myndum þurfa að breyta allri okkar löggjöf til að slíkt væri hægt og við viljum það ekki,“ segir Ceferin. Ceferin hefur þá líkt upprisu sádísku deildarinnar við þá í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum síðan en sú tilraun Kínverja misheppnaðist og hefur hægt mjög á fjárflæði frá kínverskum stjórnvalda til liða í þeirri deild og þekktum leikmönnum farið fækkandi. Í Kína léku þó aldrei leikmenn á því kaliberi sem finnast nú í Sádi-Arabíu og fjárútlátin á síðustu vikum í Sádi-Arabíu líklega þegar farið fram úr því sem var á nokkurra ára tímabili eystra. Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Gríðarlega miklu hefur verið til tjaldað af sádískum yfirvöldum í gegnum opinberan fjárfestingarsjóð ríkisins, PIF, til að styrkja knattspyrnu í landinu síðustu mánuði. Hundruðum milljóna hefur verið eytt í að kaupa leikmenn til sádískra liða og þeim veitt laun á skala sem áður hefur ekki þekkst. Stjörnur á við Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Sadio Mané og N'Golo Kanté hafa verið lokkaðar til landsins og er þar aðeins snert á brotabroti þeirra leikmanna sem flust hafa frá Evrópu til olíuríkisins. Virðist sem markmiðið sé að sádíska deildin sé á meðal þeirra fremri í heimi og greint var frá því í síðasta mánuði að Sádar hefðu hug á því að félög úr deildinni geti tekið þátt í Meistaradeild Evrópu, fremstu álfukeppni heims. Sádar fái hvorki að taka þátt né halda úrslitaleiki Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tekur slíkt hins vegar ekki í mál. „Aðeins evrópsk lið geta tekið þátt í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.“ segir Ceferin, sem segir útilokar jafnframt að úrslitaleikur keppnanna verði haldinn í Sádi-Arabíu. Ofurbikar Spánar og Ofurbikar Ítalíu eru á meðal keppna sem hafa verið seldar til ríkisins og fara þar fram. „Aðeins evrópsk sambönd geta sótt um að halda úrslitaleik, ekki einu sinni félög geta það, heldur samböndin. Við myndum þurfa að breyta allri okkar löggjöf til að slíkt væri hægt og við viljum það ekki,“ segir Ceferin. Ceferin hefur þá líkt upprisu sádísku deildarinnar við þá í kínversku deildinni fyrir nokkrum árum síðan en sú tilraun Kínverja misheppnaðist og hefur hægt mjög á fjárflæði frá kínverskum stjórnvalda til liða í þeirri deild og þekktum leikmönnum farið fækkandi. Í Kína léku þó aldrei leikmenn á því kaliberi sem finnast nú í Sádi-Arabíu og fjárútlátin á síðustu vikum í Sádi-Arabíu líklega þegar farið fram úr því sem var á nokkurra ára tímabili eystra.
Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn