Halldór ósáttur: Mjög alvarlegt mál að vega að æru manna með þessum hætti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2023 07:32 Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfarar Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Áfrýjunardómstóll Knattspyrnusambands Íslands vísaði máli Halldórs Árnasonar, aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla, frá í vikunni. Halldór er langt því frá sáttur með niðurstöðu KSÍ og segir vegið að æru sinni. Hann hefur talað við lögmann vegna málsins. Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deildinni þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin úr vítaspyrnunni og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Samkvæmt skýrslu KSÍ fékk Halldór rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Þessu eru Halldór og Breiðablik ekki sammála. Í skýrslu Elíasar Inga til aga- og úrskurðarnefndar segir: „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við myndbandsklippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Í greinargerð Breiðabliks - sem send var á KSÍ og Vísir hefur undir höndm en var ekki birt með gögnum málsins á vef KSÍ - segir að þrír úr starfsliði félagsins hafi rætt við annan af aðstoðardómurum leiksins klukkutíma eftir leik. Elías Inga, aðaldómari, hafi hins vegar verið hvergi sjáanlegur. Samtal Blika við Rúnu Kristínu Stefánsdóttur [aðstoðardómara 1 í leiknum] sneri að því hvort dómarar leiksins hafi séð vafaatriði úr leiknum á upptöku. Rúna Kristín sagðist ekki hafa séð atvikið sem um er ræddi en hinir tveir dómarar leiksins [Elías Ingi og Ragnar Þór Bender, aðstoðardómari 2] hafi séð það og verið sáttir með þá ákvörðun sem þeir tóku. Samkvæmt Blikum var enginn æsingur í samtalinu sem átti sér stað sem og aðilar hafi verið staddir á sitthvorum enda gangsins þar sem búningsklefarnir eru. Tveimur klukkutímum eftir leik liðanna berst Blikum símtal frá KSÍ þar sem fram kemur að Halldór hafi fengið rautt spjald. Breiðablik óskaði eftir skýringu og fær í kjölfarið skýrsla dómara. „Sú atburðarás, lýsing á aðstæðum ásamt því sem er haft eftir bæði aðstoðardómara og aðstoðarþjálfara Breiðabliks á sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir í greinargerð Breiðabliks til KSÍ um málið. „Ég átti stutt, og að ég hélt ágætt, spjall við einn af dómurum leiksins um vafasaman vítaspyrnudóm í fyrri hálfleik. Spjallið var mjög stutt enda sagði sá dómari að hann hefði ekki séð atvikið aftur,“ sagði Halldór í spjalli við Vísi um málið. „Síðan berast þær upplýsingar um að ég hafi fengið rautt spjald efir leik - sem er alls ekki rétt - en dómarinn hefur skrifað það í leikskýrsluna. Daginn eftir kemur svo skýrsla úr leiknum þar sem tekið er fram hver ástæðan fyrir rauða spjaldinu er.“ „Ég þurfti að lesa þetta margoft og reyna að skilja hvað gæti þarna hafa átt sér stað. Nánast ekkert af því sem fram kemur í skýrslu dómara er rétt. Ég velti fyrir mér hvernig upplifun einstaklinga af sama atburði geti verið svona ólík. En það sem er verra er að aðaldómari leiksins skrifar skýrsluna eins og hann hafi verið á staðnum, sem er því miður bara alls ekki satt,“ segir Halldór gáttaður. „Svör KSÍ væri að það væri ekki hægt að áfrýja“ „Við vorum þarna þrír þarna úr þjálfarateymi Breiðabliks og upplifun okkar allra var sú sama. Það fyrsta sem ég gerði var að hafa samband við KA og athuga hvort að það væru myndavélar í KA heimilinu sem myndu klára þetta mál. Því miður voru engar myndavélar og því þurftum við að skila greinargerð til KSÍ. Þar kemur skýrt fram hver upplifun okkar af þessu samtali var og óskum eftir að fá að áfrýja þessu og með rökum og vitnum fá þessu spjaldi hnekkt. Svör KSÍ væri að það væri ekki hægt að áfrýja og það myndi ekki skila neinu að mótmæla þessu.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason.Vísir/Hulda Margrét „Í kjölfarið fæ ég lögmann til að skoða þetta, því að mér finnst mjög alvarlegt mál að vega að æru manna með þessum hætti, og á sama koma í veg fyrir að hann geti unnið sína vinnu. Ég fæ þær upplýsingar að eina leiðin til að áfrýja sé að gera það á tæknilegu atriði, í þessu tilfelli að ekki er leyfilegt að bæta við rauðu spjaldi á skýrslu 90 mínútum eftir leik.“ „Fyrir mér snýst málið ekki um það en ég gat bara ekki sætt mig við annað en að þetta mál yrði tekið lengra. Þess vegna er áfrýjun á þessum forsendum send inn þrátt fyrir að ég sé búinn að taka út leikbann, rétt skal einfaldlega vera rétt.“ „Það væri gaman að sjá dómara leiksins stíga fram og með góðri samvisku segja opinberlega að hann og-eða aðrir dómarar en aðstoðardómari 1 hafi verið á staðnum og verið vitni að samtali í gangi KA heimilisins eins og hann lýsir í skýrslu sinni. Og að lýsing aðstæðna og atburða hafi verið með þeim hætti sem þar segir,“ segir Halldór að endingu. Valdimar Valdimarsson, markmannsþjálfara Breiðabliks, var á staðnum. Hann svaraði fyrirspurn Vísis um málið. „Eftir leik gekk ég til búningsherbergja ásamt Halldóri og get staðfest að ekkert samtal við dómarateymi leiksins átti sér stað á þeim tímapunkti. Löngu eftir leik, þegar við vorum að ganga frá matarafgöngum ásamt liðsstjórum Breiðabliks, var aðstoðardómari 1 fyrir utan búningsklefa dómara. Halldór spyr Rúnu um atvik í leiknum og hún svarar með því að dómarar standi við sína ákvörðun.“ „Halldór bregst við með því að segja “Jahérna hér, það er ekki hægt að tala við ykkur” og gengur í burtu,“ sagði Valdimar að endingu. Dóm áfrýjunardómstóls KSÍ má finna í heild sinni hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KSÍ Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deildinni þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin úr vítaspyrnunni og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Samkvæmt skýrslu KSÍ fékk Halldór rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Þessu eru Halldór og Breiðablik ekki sammála. Í skýrslu Elíasar Inga til aga- og úrskurðarnefndar segir: „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við myndbandsklippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Í greinargerð Breiðabliks - sem send var á KSÍ og Vísir hefur undir höndm en var ekki birt með gögnum málsins á vef KSÍ - segir að þrír úr starfsliði félagsins hafi rætt við annan af aðstoðardómurum leiksins klukkutíma eftir leik. Elías Inga, aðaldómari, hafi hins vegar verið hvergi sjáanlegur. Samtal Blika við Rúnu Kristínu Stefánsdóttur [aðstoðardómara 1 í leiknum] sneri að því hvort dómarar leiksins hafi séð vafaatriði úr leiknum á upptöku. Rúna Kristín sagðist ekki hafa séð atvikið sem um er ræddi en hinir tveir dómarar leiksins [Elías Ingi og Ragnar Þór Bender, aðstoðardómari 2] hafi séð það og verið sáttir með þá ákvörðun sem þeir tóku. Samkvæmt Blikum var enginn æsingur í samtalinu sem átti sér stað sem og aðilar hafi verið staddir á sitthvorum enda gangsins þar sem búningsklefarnir eru. Tveimur klukkutímum eftir leik liðanna berst Blikum símtal frá KSÍ þar sem fram kemur að Halldór hafi fengið rautt spjald. Breiðablik óskaði eftir skýringu og fær í kjölfarið skýrsla dómara. „Sú atburðarás, lýsing á aðstæðum ásamt því sem er haft eftir bæði aðstoðardómara og aðstoðarþjálfara Breiðabliks á sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir í greinargerð Breiðabliks til KSÍ um málið. „Ég átti stutt, og að ég hélt ágætt, spjall við einn af dómurum leiksins um vafasaman vítaspyrnudóm í fyrri hálfleik. Spjallið var mjög stutt enda sagði sá dómari að hann hefði ekki séð atvikið aftur,“ sagði Halldór í spjalli við Vísi um málið. „Síðan berast þær upplýsingar um að ég hafi fengið rautt spjald efir leik - sem er alls ekki rétt - en dómarinn hefur skrifað það í leikskýrsluna. Daginn eftir kemur svo skýrsla úr leiknum þar sem tekið er fram hver ástæðan fyrir rauða spjaldinu er.“ „Ég þurfti að lesa þetta margoft og reyna að skilja hvað gæti þarna hafa átt sér stað. Nánast ekkert af því sem fram kemur í skýrslu dómara er rétt. Ég velti fyrir mér hvernig upplifun einstaklinga af sama atburði geti verið svona ólík. En það sem er verra er að aðaldómari leiksins skrifar skýrsluna eins og hann hafi verið á staðnum, sem er því miður bara alls ekki satt,“ segir Halldór gáttaður. „Svör KSÍ væri að það væri ekki hægt að áfrýja“ „Við vorum þarna þrír þarna úr þjálfarateymi Breiðabliks og upplifun okkar allra var sú sama. Það fyrsta sem ég gerði var að hafa samband við KA og athuga hvort að það væru myndavélar í KA heimilinu sem myndu klára þetta mál. Því miður voru engar myndavélar og því þurftum við að skila greinargerð til KSÍ. Þar kemur skýrt fram hver upplifun okkar af þessu samtali var og óskum eftir að fá að áfrýja þessu og með rökum og vitnum fá þessu spjaldi hnekkt. Svör KSÍ væri að það væri ekki hægt að áfrýja og það myndi ekki skila neinu að mótmæla þessu.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason.Vísir/Hulda Margrét „Í kjölfarið fæ ég lögmann til að skoða þetta, því að mér finnst mjög alvarlegt mál að vega að æru manna með þessum hætti, og á sama koma í veg fyrir að hann geti unnið sína vinnu. Ég fæ þær upplýsingar að eina leiðin til að áfrýja sé að gera það á tæknilegu atriði, í þessu tilfelli að ekki er leyfilegt að bæta við rauðu spjaldi á skýrslu 90 mínútum eftir leik.“ „Fyrir mér snýst málið ekki um það en ég gat bara ekki sætt mig við annað en að þetta mál yrði tekið lengra. Þess vegna er áfrýjun á þessum forsendum send inn þrátt fyrir að ég sé búinn að taka út leikbann, rétt skal einfaldlega vera rétt.“ „Það væri gaman að sjá dómara leiksins stíga fram og með góðri samvisku segja opinberlega að hann og-eða aðrir dómarar en aðstoðardómari 1 hafi verið á staðnum og verið vitni að samtali í gangi KA heimilisins eins og hann lýsir í skýrslu sinni. Og að lýsing aðstæðna og atburða hafi verið með þeim hætti sem þar segir,“ segir Halldór að endingu. Valdimar Valdimarsson, markmannsþjálfara Breiðabliks, var á staðnum. Hann svaraði fyrirspurn Vísis um málið. „Eftir leik gekk ég til búningsherbergja ásamt Halldóri og get staðfest að ekkert samtal við dómarateymi leiksins átti sér stað á þeim tímapunkti. Löngu eftir leik, þegar við vorum að ganga frá matarafgöngum ásamt liðsstjórum Breiðabliks, var aðstoðardómari 1 fyrir utan búningsklefa dómara. Halldór spyr Rúnu um atvik í leiknum og hún svarar með því að dómarar standi við sína ákvörðun.“ „Halldór bregst við með því að segja “Jahérna hér, það er ekki hægt að tala við ykkur” og gengur í burtu,“ sagði Valdimar að endingu. Dóm áfrýjunardómstóls KSÍ má finna í heild sinni hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KSÍ Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira