Næsti forseti Mexíkós að öllum líkindum kona Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2023 15:50 Þær Xóchitl Gálvez (t.v.) og Claudia Sheinbaum keppa að líkindum um hvor þeirra verður fyrsti kvenforseti Mexíkós á næsta ári. AP Allt útlit er fyrir að næsti forseti Mexíkós verði í fyrsta skipti kona eftir að tveir stærstu flokkar landsins tilnefndu konu sem frambjóðanda sinn. Misrétti og karlremba er þó enn almenn í mexíkósku samfélagi. Morena-flokkur Andrés Manuel López Obrador, fráfarandi forseta, tilkynnti í gærkvöldi að Claudia Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, hefði farið með sigur af hólmi í leiðtogakjöri flokksins. Hún verður því frambjóðandi flokksins í kosningum sem fara fram 2. júní á næsta ári. Þar með var ljóst að tvær konur ættu að líkindum eftir að bítast um forsetastólinn því Xóchitl Gálvez leiðir Breiðfylkingu Mexíkó, kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, í kosningunum. Stofnanavæddi byltingarflokkurinn (PRI) sem fór með völdin í Mexíkó í sjötíu ár samfleytt til 2000 er einn flokkanna sem á aðild að breiðfylkingunni. Gálvez er óháður öldungadeildarþingmaður sem vinnur með íhaldsflokknum Þjóðaraðgerðaflokknum á þingi. Bæði Sheinbaum og Gálvez segja að Mexíkó sé tilbúið fyrir kvenforseta en að leiðin verði ekki auðveld. Konum í valdastöðum hefur fjölgað í Mexíkó á undanförnum árum, meðal annars vegna kynjakvóta í stjórnmálum. Kyndbundið ofbeldi er hins vegar mikið og fjöldi kvenna er myrtur vegna kynferðis síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Karlremba er sögð afar útbreidd í landinu. Af frambjóðendunum tveimur er Sheinbaum talin sigurstranglegri eins og sakir standa. Morena-flokkurinn er við völd í 22 af 32 ríkjum Mexíkó og López Obrador forseti nýtur almennra vinsælda. Mexíkó Jafnréttismál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Morena-flokkur Andrés Manuel López Obrador, fráfarandi forseta, tilkynnti í gærkvöldi að Claudia Sheinbaum, fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar, hefði farið með sigur af hólmi í leiðtogakjöri flokksins. Hún verður því frambjóðandi flokksins í kosningum sem fara fram 2. júní á næsta ári. Þar með var ljóst að tvær konur ættu að líkindum eftir að bítast um forsetastólinn því Xóchitl Gálvez leiðir Breiðfylkingu Mexíkó, kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, í kosningunum. Stofnanavæddi byltingarflokkurinn (PRI) sem fór með völdin í Mexíkó í sjötíu ár samfleytt til 2000 er einn flokkanna sem á aðild að breiðfylkingunni. Gálvez er óháður öldungadeildarþingmaður sem vinnur með íhaldsflokknum Þjóðaraðgerðaflokknum á þingi. Bæði Sheinbaum og Gálvez segja að Mexíkó sé tilbúið fyrir kvenforseta en að leiðin verði ekki auðveld. Konum í valdastöðum hefur fjölgað í Mexíkó á undanförnum árum, meðal annars vegna kynjakvóta í stjórnmálum. Kyndbundið ofbeldi er hins vegar mikið og fjöldi kvenna er myrtur vegna kynferðis síns, að sögn AP-fréttastofunnar. Karlremba er sögð afar útbreidd í landinu. Af frambjóðendunum tveimur er Sheinbaum talin sigurstranglegri eins og sakir standa. Morena-flokkurinn er við völd í 22 af 32 ríkjum Mexíkó og López Obrador forseti nýtur almennra vinsælda.
Mexíkó Jafnréttismál Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið,“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira