Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fótboltaumræða á léttu nótunum“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 14:21 Albert Brynjar Ingason, sparkspekingur og umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Gula Spjaldið. Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta. „Í þessum þáttum munum við bjóða upp á fótboltaumræðu á léttu nótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku,“ segir Albert Brynjar Ingason, umsjónarmaður Gula spjaldsins. „Tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, verðum við í hlaðvarpsformi á öllum þeim helstu hlaðvarpsveitum sem í boði eru hjá TAL, Spotify og Apple Podcasts. Svo á föstudögum verðum við með þátt í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X-inu 97.7, á milli klukkan 16:00 og 18:00, þar sem hlustendum þáttarins verður meðal annars gefið tækifæri á að koma á framfæri sínum skoðunum tengdum fótbolta hverju sinni. Í þessum þætti viljum eiga í góðu sambandi við okkar hlustendur og gefa þeim sviðið til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Albert Brynjar, sem er mörgum kunnugur frá sérfræðingastörfum sínum í tengslum fótbolta, meðal annars í kringum íslenska boltann á Stöð 2 Sport og Meistaradeild Evrópu. Þá á hann einnig að baki yfir 200 leiki frá leikmannaferli sínum í efstu deild hér á landi og 70 mörk. Þá verður góður gestagangur í þáttunum þar sem að sérfræðingar úr fótboltaheiminum munu koma með sínar skoðanir á þeim málum sem ber hæst hverju sinni. Ragnar Sigurðsson, liðsmaður úr gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins, mun til að mynda verða Alberti til halds og trausts þegar kemur að umræðum um landsliðsboltann og þá mun Gummi Ben einnig láta ítrekað í sér heyra auk leikmannsins reynslumikla Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, Magnús Þóris Matthíassonar, Gunnars Hilmars Kristinssonar og Ingimars Helga Finnssonar. Ragnar Sigurðsson, verður gestur í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á morgun Í fyrsta þætti þessa nýja hlaðvarpsþáttar, sem er á dagskrá á X-inu 97.7 á morgun í beinni útsendingu, verða Ingimar Helgi Finnsson og Ragnar Sigurðsson gestir þáttarins auk Lárusar Orra Sigurðssonar. Verður þar hitað rækilega upp fyrir komandi landsleiki íslenska karlalandsliðsins Eins og fyrr segir vilja umsjónarmenn Gula Spjaldsins að hlustendur fái að láta sínar skoðanir í ljós í þættinum og hefur því verið sett á laggirnar Facebook hópur þar sem hlustendur þáttarins geta sent inn spurningar sem verða teknar fyrir í þættinum. Gula spjaldið Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
„Í þessum þáttum munum við bjóða upp á fótboltaumræðu á léttu nótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku,“ segir Albert Brynjar Ingason, umsjónarmaður Gula spjaldsins. „Tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, verðum við í hlaðvarpsformi á öllum þeim helstu hlaðvarpsveitum sem í boði eru hjá TAL, Spotify og Apple Podcasts. Svo á föstudögum verðum við með þátt í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X-inu 97.7, á milli klukkan 16:00 og 18:00, þar sem hlustendum þáttarins verður meðal annars gefið tækifæri á að koma á framfæri sínum skoðunum tengdum fótbolta hverju sinni. Í þessum þætti viljum eiga í góðu sambandi við okkar hlustendur og gefa þeim sviðið til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Albert Brynjar, sem er mörgum kunnugur frá sérfræðingastörfum sínum í tengslum fótbolta, meðal annars í kringum íslenska boltann á Stöð 2 Sport og Meistaradeild Evrópu. Þá á hann einnig að baki yfir 200 leiki frá leikmannaferli sínum í efstu deild hér á landi og 70 mörk. Þá verður góður gestagangur í þáttunum þar sem að sérfræðingar úr fótboltaheiminum munu koma með sínar skoðanir á þeim málum sem ber hæst hverju sinni. Ragnar Sigurðsson, liðsmaður úr gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins, mun til að mynda verða Alberti til halds og trausts þegar kemur að umræðum um landsliðsboltann og þá mun Gummi Ben einnig láta ítrekað í sér heyra auk leikmannsins reynslumikla Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, Magnús Þóris Matthíassonar, Gunnars Hilmars Kristinssonar og Ingimars Helga Finnssonar. Ragnar Sigurðsson, verður gestur í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á morgun Í fyrsta þætti þessa nýja hlaðvarpsþáttar, sem er á dagskrá á X-inu 97.7 á morgun í beinni útsendingu, verða Ingimar Helgi Finnsson og Ragnar Sigurðsson gestir þáttarins auk Lárusar Orra Sigurðssonar. Verður þar hitað rækilega upp fyrir komandi landsleiki íslenska karlalandsliðsins Eins og fyrr segir vilja umsjónarmenn Gula Spjaldsins að hlustendur fái að láta sínar skoðanir í ljós í þættinum og hefur því verið sett á laggirnar Facebook hópur þar sem hlustendur þáttarins geta sent inn spurningar sem verða teknar fyrir í þættinum.
Gula spjaldið Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira