Höfðingjarnir mögulega án eins síns besta manns þegar titilvörnin hefst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. september 2023 22:31 Travis Kelce í Ofurskálinni á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Images Travis Kelce, innherji NFL-meistara Kansas City Chiefs, gæti verið fjarverandi þegar liðið hefur leik á komandi tímabili. Það styttist í að NFL-tímabilið 2023-24 fari af stað. Líkt og vanalega ríkir mikil spenna fyrir komandi leiktíð en Kansas City Chiefs eiga titil að verja. Þeirra helsta stjarna er Patrick Mahomes en hann er leikstjórnandi liðsins. Hinn 33 ára gamli Travis Kelce er hins vegar litlu minni stjarna enda hetja í augum stuðningsfólks liðsins. Kelce gekk í raðir Chiefs árið 2013 og hefur verið þar allar götur síðan. Kelce skoraði eitt snertimark í ótrúlegum 38-35 sigri Chiefs á Philadelphia Eagles í Ofurskálinni á síðustu leiktíð. Það virðist þó sem aldurinn sé að ná í skottið á innherjanum en hann gæti verið fjarri góðu gamni þegar Chiefs mætir Detroit Lions í fyrsta leik tímabilsins á aðfaranótt föstudags. Travis Kelce hyperextended his knee at practice today and his status for Thursday night is uncertain pic.twitter.com/8Q5lwDqRFs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 5, 2023 Kelce spennti hnéð á sér um og of á æfingu í dag og gæti því verið frá keppni í einhvern tíma. Ekki kemur fram hversu lengi hann gæti verið frá en tæpt er að hann verði klár þegar Chiefs mætir Detroit. Leikur Chiefs og Lions verður sýndur í beinni útsending á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 00.00 á föstudaginn kemur. NFL Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Það styttist í að NFL-tímabilið 2023-24 fari af stað. Líkt og vanalega ríkir mikil spenna fyrir komandi leiktíð en Kansas City Chiefs eiga titil að verja. Þeirra helsta stjarna er Patrick Mahomes en hann er leikstjórnandi liðsins. Hinn 33 ára gamli Travis Kelce er hins vegar litlu minni stjarna enda hetja í augum stuðningsfólks liðsins. Kelce gekk í raðir Chiefs árið 2013 og hefur verið þar allar götur síðan. Kelce skoraði eitt snertimark í ótrúlegum 38-35 sigri Chiefs á Philadelphia Eagles í Ofurskálinni á síðustu leiktíð. Það virðist þó sem aldurinn sé að ná í skottið á innherjanum en hann gæti verið fjarri góðu gamni þegar Chiefs mætir Detroit Lions í fyrsta leik tímabilsins á aðfaranótt föstudags. Travis Kelce hyperextended his knee at practice today and his status for Thursday night is uncertain pic.twitter.com/8Q5lwDqRFs— Bleacher Report (@BleacherReport) September 5, 2023 Kelce spennti hnéð á sér um og of á æfingu í dag og gæti því verið frá keppni í einhvern tíma. Ekki kemur fram hversu lengi hann gæti verið frá en tæpt er að hann verði klár þegar Chiefs mætir Detroit. Leikur Chiefs og Lions verður sýndur í beinni útsending á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 00.00 á föstudaginn kemur.
NFL Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira