Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Aron Guðmundsson skrifar 5. september 2023 13:01 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ segir sambandið þessa stundina afla gagna um mögulegar leiðir til að hafa Laugardalsvöll kláran fyrir leiki Breiðabliks í Sambandsdeild Evrópu í vetur Vísir/Samsett mynd Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. Breiðablik hefur greint Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) frá því að liðið ætli sér að spila sína leiki í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á Laugardalsvelli. Frá þessu greindi Eysteinn Lárus Pétursson, framkvæmdastjóri Breiðabliks í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í gær. Heimaleikir Breiðabliks í riðlakeppninni fara fram þann 5.október, 9.nóvember og 30.nóvember næstkomandi en knattspyrnuvellir á Íslandi, fyrir utan Laugardalsvöll, uppfylla ekki þá staðla sem UEFA setur á knattspyrnuvelli fyrir leiki í Evrópukeppnum. „Þessi mál þarf að hugsa til framtíðar“ Hins vegar er ljóst að fara þarf í aðgerðir til þess að halda leikfletinum sjálfum, á óupphituðum Laugardalsvellinum, í leikhæfu ástandi. „Þetta sýnir bara þá stöðu sem íslenskur fótbolti er í,“ segir Klara í samtali við Vísi. „Við eigum ekki leikvang sem við getum treyst á að sé leikhæfur allt árið, sem er bara grafalvarlegt fyrir hreyfinguna í heild sinni. „Við höfum bent á þetta um árabil en því miður hefur bara ekkert gerst.“ Óvíst sé á þessari stundu hversu stór kostnaðarliðurinn verður við það að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum umrædda tímabili. „Það er bara eitthvað sem á eftir að ræða og við munum leitast við að komast að einhverri skynsamlegri niðurstöðu hvað það varðar en þurfum líka að hugsa þetta til framtíðar. Þetta er Breiðablik í ár, svo eru kvennaliðin okkar að spila og í raun er þetta bara spurning um það hvaða félag nær svona langt næst. Þessi mál þarf að hugsa til framtíðar en ekki bara tjalda til einnar nætur. Eins og staðan er núna erum við bara að afla gagna og fara yfir stöðuna. Það er náttúrulega ekki alveg sama að gera völlinn leikhæfan í nóvember eins og í mars, það er munur þar á. Það að gera völlinn leikhæfan fyrir þessa leiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni getur verið minni aðgerð en vissulega er þetta mjög umfangsmikið verkefni.“ Með fjórar mögulegar leiðir KSÍ er nú að leggja lokahönd á minnisblað með fjórum mögulegum leiðum sem hægt væri að fara með það að markmiði að gera leikflötinn leikhæfan. „Þær eru allt frá því að við notum þann búnað sem við eigum til hér yfir í að vera með hitapylsu hér í mánuð. Kostnaðurinn veltur því á þeirri leið sem verður fyrir valinu.“ Hitapulsan margfræga sem var sett upp á sínum tíma á Laugardalsvelli.mynd/stöð2 Blikar benda á grein í leyfisreglugerð KSÍ þar sem segir að KSÍ muni tryggja að Laugardalsvöllur uppfylli öll sett skilyrði fyrir KSÍ flokk A (UEFA flokk 3) og að sambandið bjóði hann til notkunar fyrir öll félög sem eru í þeirri stöðu að þurfa annan völl fyrir leiki í Evrópukeppnum félagsliða, þannig að hann geti þjónað sem fastur varavöllur í Evrópukeppnum félagsliða. Lið Breiðabliks er fyrsta karlalandsliðið sem kemst alla leið í riðlakeppni í Evrópukeppni, sem er alla jafnan leikin yfir vetrartímann í Evrópu. Það er alveg skýrt fyrir ykkur hjá KSÍ að það er undir ykkur komið að hafa völlinn leikhæfan? „Þetta er reglugerð sem hefur verið lengi við lýði án þess að það hafi eitthvað reynt á þetta tiltekna ákvæði. Þetta er bara einn af þessum hlutum sem við eigum eftir að ræða og fara yfir.“ Blikar fögnuðu vel og innilega eftir að sætið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar var tryggt á dögunumVísir/Hulda Margrét Staða Íslands sé eindæmi Það er fundað stíft þessa dagana í höfuðstöðvum KSÍ og reynt að finna lausn á málinu. „Við höfum tvisvar sinnum með forráðamönnum Breiðabliks undanfarna viku og eigum fund með þeim núna í dag. Við höfum einnig fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og UEFA. FIFA hefur einnig sett sig í samband við okkur og þessa stundina erum við bara að safna gögnum varðandi það til hvaða aðgerða við getum gripið til, bæði núna næstu mánuðina en líka upp á framhaldið. Hvert við stefnum, hvert við ætlum að fara. Því miður held ég að staða Íslands sé einfaldlega einsdæmi í Evrópu hvað þetta varðar. Við vitum allavegana ekki til þess að hjá annarri Evrópuþjóð sé þjóðarleikvangur sem sé verr búinn heldur en Laugardalsvöllur.“ Geta ekki stjórnað öllum þáttum Það er krefjandi og snúið verkefni framundan en þetta er verkefni sem verður leyst eða hvað? „Já, eða eiginlega já og nei. Við getum fundið lausn á því að gera það sem við getum til að auka líkurnar á því að völlurinn verði leikhæfur en síðan getur veðrið bara verið okkur óhagstætt. Við getum ekkert stjórnað því að það verði ekki snjóstormur á meðan á leik stendur og fimmtán metrar á sekúndu. En við getum gert það sem við getum til þess að flötur vallarins verði eins góður og mögulegt er við þær aðstæður sem verða uppi. Við eigum ákveðinn búnað sem við erum búin að koma okkur upp eftir að hafa farið í gegnum svona ferli áður. En vandamálið er náttúrulega stærri en komandi leikir í nóvember. Vandamálið er staðan sem íslenskur fótbolti er í.“ „Höfum fengið á okkur hótanir“ Reglulega hnippi bæði fulltrúar UEFA en einnig FIFA í KSÍ varðandi Laugardalsvöll. „Við áttum fund með UEFA fyrir hálfum mánuði síðan og eigum reglulega fundi með sambandinu út af vallarmálum hér á Íslandi. Bæði UEFA og FIFA hafa átt frumkvæði að því undanfarið að hafa samband við okkur og spyrjast fyrir um það hver staðan sé á þessum málum hjá okkur, hvort það væri yfir höfuð eitthvað að gerast. Laugardalsvöllur sé á margþættum undanþágum. „Og við höfum fengið á okkur hótanir þess efnis að gætum átt hættu á því að fá ekki að spila lengur á vellinum. Það er ekkert nýtt fyrir okkur og samtöl um þetta höfum við átt, bæði við ríkisvaldið sem og borgaryfirvöld, en án árangurs. Svo eru Evrópukeppnir félagsliðanna, sem og landsliðsgluggarnir sjálfir, sífellt að breytast. Þörfin er því knýjandi, bæði fyrir íslensk félagslið, landslið sem og íslenskan fótbolta í heild sinni. Það þarf betri lausn heldur en óupphitaðan grasvöll.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Breiðablik hefur greint Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA) frá því að liðið ætli sér að spila sína leiki í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á Laugardalsvelli. Frá þessu greindi Eysteinn Lárus Pétursson, framkvæmdastjóri Breiðabliks í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í gær. Heimaleikir Breiðabliks í riðlakeppninni fara fram þann 5.október, 9.nóvember og 30.nóvember næstkomandi en knattspyrnuvellir á Íslandi, fyrir utan Laugardalsvöll, uppfylla ekki þá staðla sem UEFA setur á knattspyrnuvelli fyrir leiki í Evrópukeppnum. „Þessi mál þarf að hugsa til framtíðar“ Hins vegar er ljóst að fara þarf í aðgerðir til þess að halda leikfletinum sjálfum, á óupphituðum Laugardalsvellinum, í leikhæfu ástandi. „Þetta sýnir bara þá stöðu sem íslenskur fótbolti er í,“ segir Klara í samtali við Vísi. „Við eigum ekki leikvang sem við getum treyst á að sé leikhæfur allt árið, sem er bara grafalvarlegt fyrir hreyfinguna í heild sinni. „Við höfum bent á þetta um árabil en því miður hefur bara ekkert gerst.“ Óvíst sé á þessari stundu hversu stór kostnaðarliðurinn verður við það að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum umrædda tímabili. „Það er bara eitthvað sem á eftir að ræða og við munum leitast við að komast að einhverri skynsamlegri niðurstöðu hvað það varðar en þurfum líka að hugsa þetta til framtíðar. Þetta er Breiðablik í ár, svo eru kvennaliðin okkar að spila og í raun er þetta bara spurning um það hvaða félag nær svona langt næst. Þessi mál þarf að hugsa til framtíðar en ekki bara tjalda til einnar nætur. Eins og staðan er núna erum við bara að afla gagna og fara yfir stöðuna. Það er náttúrulega ekki alveg sama að gera völlinn leikhæfan í nóvember eins og í mars, það er munur þar á. Það að gera völlinn leikhæfan fyrir þessa leiki Breiðabliks í Sambandsdeildinni getur verið minni aðgerð en vissulega er þetta mjög umfangsmikið verkefni.“ Með fjórar mögulegar leiðir KSÍ er nú að leggja lokahönd á minnisblað með fjórum mögulegum leiðum sem hægt væri að fara með það að markmiði að gera leikflötinn leikhæfan. „Þær eru allt frá því að við notum þann búnað sem við eigum til hér yfir í að vera með hitapylsu hér í mánuð. Kostnaðurinn veltur því á þeirri leið sem verður fyrir valinu.“ Hitapulsan margfræga sem var sett upp á sínum tíma á Laugardalsvelli.mynd/stöð2 Blikar benda á grein í leyfisreglugerð KSÍ þar sem segir að KSÍ muni tryggja að Laugardalsvöllur uppfylli öll sett skilyrði fyrir KSÍ flokk A (UEFA flokk 3) og að sambandið bjóði hann til notkunar fyrir öll félög sem eru í þeirri stöðu að þurfa annan völl fyrir leiki í Evrópukeppnum félagsliða, þannig að hann geti þjónað sem fastur varavöllur í Evrópukeppnum félagsliða. Lið Breiðabliks er fyrsta karlalandsliðið sem kemst alla leið í riðlakeppni í Evrópukeppni, sem er alla jafnan leikin yfir vetrartímann í Evrópu. Það er alveg skýrt fyrir ykkur hjá KSÍ að það er undir ykkur komið að hafa völlinn leikhæfan? „Þetta er reglugerð sem hefur verið lengi við lýði án þess að það hafi eitthvað reynt á þetta tiltekna ákvæði. Þetta er bara einn af þessum hlutum sem við eigum eftir að ræða og fara yfir.“ Blikar fögnuðu vel og innilega eftir að sætið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar var tryggt á dögunumVísir/Hulda Margrét Staða Íslands sé eindæmi Það er fundað stíft þessa dagana í höfuðstöðvum KSÍ og reynt að finna lausn á málinu. „Við höfum tvisvar sinnum með forráðamönnum Breiðabliks undanfarna viku og eigum fund með þeim núna í dag. Við höfum einnig fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar og UEFA. FIFA hefur einnig sett sig í samband við okkur og þessa stundina erum við bara að safna gögnum varðandi það til hvaða aðgerða við getum gripið til, bæði núna næstu mánuðina en líka upp á framhaldið. Hvert við stefnum, hvert við ætlum að fara. Því miður held ég að staða Íslands sé einfaldlega einsdæmi í Evrópu hvað þetta varðar. Við vitum allavegana ekki til þess að hjá annarri Evrópuþjóð sé þjóðarleikvangur sem sé verr búinn heldur en Laugardalsvöllur.“ Geta ekki stjórnað öllum þáttum Það er krefjandi og snúið verkefni framundan en þetta er verkefni sem verður leyst eða hvað? „Já, eða eiginlega já og nei. Við getum fundið lausn á því að gera það sem við getum til að auka líkurnar á því að völlurinn verði leikhæfur en síðan getur veðrið bara verið okkur óhagstætt. Við getum ekkert stjórnað því að það verði ekki snjóstormur á meðan á leik stendur og fimmtán metrar á sekúndu. En við getum gert það sem við getum til þess að flötur vallarins verði eins góður og mögulegt er við þær aðstæður sem verða uppi. Við eigum ákveðinn búnað sem við erum búin að koma okkur upp eftir að hafa farið í gegnum svona ferli áður. En vandamálið er náttúrulega stærri en komandi leikir í nóvember. Vandamálið er staðan sem íslenskur fótbolti er í.“ „Höfum fengið á okkur hótanir“ Reglulega hnippi bæði fulltrúar UEFA en einnig FIFA í KSÍ varðandi Laugardalsvöll. „Við áttum fund með UEFA fyrir hálfum mánuði síðan og eigum reglulega fundi með sambandinu út af vallarmálum hér á Íslandi. Bæði UEFA og FIFA hafa átt frumkvæði að því undanfarið að hafa samband við okkur og spyrjast fyrir um það hver staðan sé á þessum málum hjá okkur, hvort það væri yfir höfuð eitthvað að gerast. Laugardalsvöllur sé á margþættum undanþágum. „Og við höfum fengið á okkur hótanir þess efnis að gætum átt hættu á því að fá ekki að spila lengur á vellinum. Það er ekkert nýtt fyrir okkur og samtöl um þetta höfum við átt, bæði við ríkisvaldið sem og borgaryfirvöld, en án árangurs. Svo eru Evrópukeppnir félagsliðanna, sem og landsliðsgluggarnir sjálfir, sífellt að breytast. Þörfin er því knýjandi, bæði fyrir íslensk félagslið, landslið sem og íslenskan fótbolta í heild sinni. Það þarf betri lausn heldur en óupphitaðan grasvöll.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira