Galatasaray sækir leikmenn sem Tottenham hefur ekki not fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 19:01 Davinson Sánchez Mina er á leið til Tyrklands. EPA-EFE/Vince Mignott Þó félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður þá er hann enn opinn í Tyrklandi og það hefur tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray nýtt sér til hins ítrasta. Í dag sótti liðið tvo leikmenn sem eiga ekki upp á pallborðið hjá Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham Hotspur. Það er þekkt stærð að stærstu lið Tyrklands sæki leikmenn sem eru úti í kuldanum hjá stærstu liðum Englands eða þá komnir rétt yfir hæðina. Í sumar hefur Galatasaray fengið tvo leikmenn frá Lundúnum, Wilf Zaha kom frá Crystal Palace á frjálsri sölu og Hakim Ziyech kom á láni frá Chelsea. Bráðum hefur Galatasaray sótt fjóra leikmenn frá Lundúnum en tveir leikmenn Tottenham Hotspur eru nú á leið þangað. Tyrkneska félagið er að kaupa miðvörðinn Davinson Sánchez Mina fyrir tíu til fimmtán milljónir evra ef kaupaukar eru taldir með. Hann skrifar undir samning til ársins 2027. Þessi 27 ára gamli varnarmaður hefur á mála hjá Tottenham frá árinu 2017 en hefur nú ákveðið að færa sig um set. Hann á að baki 54 A-landsleiki fyrir Kólumbíu. BREAKING: Tottenham's Tanguy Ndombele is to join Galatasaray on loan, with the Turkish side also in talks to sign Davinson Sanchez on a permanent deal pic.twitter.com/tVI0KrgsqJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombélé mun fylgja Davinson Sánchez til Galatasaray en hann kemur á láni út tímabilið. Ekki er vitað hversu mikið Galatasaray borgar fyrir að fá Ndombélé á láni. Hinn 26 ára gamli miðjumaður gekk í raðir Tottenham árið 2019 en hefur áður verið lánaður til Lyon í heimalandinu og Napoli á Ítalíu. Hann á að baki 7 A-landsleiki fyrir Frakkland. Tanguy Ndombele to Galatasaray, here we go! Agreement with Tottenham in place over loan deal Ndombele has already completed first part of medical tests and he ll fly to Istanbul later today.Buy option clause also included. pic.twitter.com/NjC1jO1KhE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023 Þá hefur verið opinberað að Nicolas Pépé, vængmaður Arsenal, sé á leiðinni til Beşiktaş sem er einnig Tyrklandi. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira
Það er þekkt stærð að stærstu lið Tyrklands sæki leikmenn sem eru úti í kuldanum hjá stærstu liðum Englands eða þá komnir rétt yfir hæðina. Í sumar hefur Galatasaray fengið tvo leikmenn frá Lundúnum, Wilf Zaha kom frá Crystal Palace á frjálsri sölu og Hakim Ziyech kom á láni frá Chelsea. Bráðum hefur Galatasaray sótt fjóra leikmenn frá Lundúnum en tveir leikmenn Tottenham Hotspur eru nú á leið þangað. Tyrkneska félagið er að kaupa miðvörðinn Davinson Sánchez Mina fyrir tíu til fimmtán milljónir evra ef kaupaukar eru taldir með. Hann skrifar undir samning til ársins 2027. Þessi 27 ára gamli varnarmaður hefur á mála hjá Tottenham frá árinu 2017 en hefur nú ákveðið að færa sig um set. Hann á að baki 54 A-landsleiki fyrir Kólumbíu. BREAKING: Tottenham's Tanguy Ndombele is to join Galatasaray on loan, with the Turkish side also in talks to sign Davinson Sanchez on a permanent deal pic.twitter.com/tVI0KrgsqJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombélé mun fylgja Davinson Sánchez til Galatasaray en hann kemur á láni út tímabilið. Ekki er vitað hversu mikið Galatasaray borgar fyrir að fá Ndombélé á láni. Hinn 26 ára gamli miðjumaður gekk í raðir Tottenham árið 2019 en hefur áður verið lánaður til Lyon í heimalandinu og Napoli á Ítalíu. Hann á að baki 7 A-landsleiki fyrir Frakkland. Tanguy Ndombele to Galatasaray, here we go! Agreement with Tottenham in place over loan deal Ndombele has already completed first part of medical tests and he ll fly to Istanbul later today.Buy option clause also included. pic.twitter.com/NjC1jO1KhE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023 Þá hefur verið opinberað að Nicolas Pépé, vængmaður Arsenal, sé á leiðinni til Beşiktaş sem er einnig Tyrklandi.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Sjá meira