Hamborgarakeðjur í hremmingum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. september 2023 14:31 Burger King hamborgarakeðjan í Bandaríkjunum er sökuð um að auglýsa miklu stærri hamborgara heldur en viðskiptavinir fá í hendurnar. Dómsmál hefst í New York á næstunni. Wikimedia Commons Dómsmál hefur verið höfðað í Bandaríkjunum gegn hamborgarakeðjunni Burger King fyrir að sýna hamborgara í auglýsingum sem eru miklu stærri og girnilegri en þeir sem viðskiptavinir fá svo í hendurnar til að seðja hungur sitt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9cPxh2DikIA">watch on YouTube</a> Íslenskir hamborgaraunnendur þekkja fæstir þessar Whopper auglýsingar Burger King sem dynja í eyrum Bandaríkjamanna fremur reglulega. Auglýsingar sýna stærri hamborgara Nú hefur einn viðskiptavinur keðjunnar höfðað mál gegn henni og segir hana svindla. Whopper hamborgararnir sem sýndir séu í auglýsingunum séu 35 prósentum stærri en þeir séu í rauninni og innihaldi helmingi meira kjöt en viðskiptavinurinn fái í hendurnar. Og magann. Slík niðurstaða krefst vafalítið nokkurrar yfirlegu og jafnvel stærðfræðikunnáttu, en dómari í New York hefur í öllu falli samþykkt málshöfðunina og hefjast réttarhöld með kviðdómi innan skamms. „Þetta má“, segir Burger King Lögfræðingar Burger King hafna þessu með öllu. Eðlilega. Þeir segja að Burger King beri engin skylda til að afhenda hamborgara sem líti út nákvæmlega eins og í auglýsingunum. Dómarinn í málinu segir hins vegar að það verði kviðdómenda og þar með almennra neytenda að kveða upp úr með það. En Burger King er ekki eina skyndibitakeðjan sem á í hremmingum í bandaríska dómskerfinu um þessar mundir. Taco Bell hefur verið stefnt fyrir að selja pítsur og vefjur sem innihaldi rétt um helming þess kjöts sem sýnt er í auglýsingum og hamborgarakeðjunum McDonald´s og Wendy´s hefur einnig verið stefnt fyrir sviksamlega viðskiptahætti af sama meiði. Vilja meira en 5 milljónir dala í skaðabætur Í öllum þessum stefnum fara viðskiptavinir fram á að minnsta kosti 5 milljóna dala skaðabætur, andvirði um 650 milljóna íslenskra króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa einn hamborgara handa hverjum núlifandi Íslendingi, og eiga afgang. Matur Bandaríkin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
<a href="https://www.youtube.com/watch?v=9cPxh2DikIA">watch on YouTube</a> Íslenskir hamborgaraunnendur þekkja fæstir þessar Whopper auglýsingar Burger King sem dynja í eyrum Bandaríkjamanna fremur reglulega. Auglýsingar sýna stærri hamborgara Nú hefur einn viðskiptavinur keðjunnar höfðað mál gegn henni og segir hana svindla. Whopper hamborgararnir sem sýndir séu í auglýsingunum séu 35 prósentum stærri en þeir séu í rauninni og innihaldi helmingi meira kjöt en viðskiptavinurinn fái í hendurnar. Og magann. Slík niðurstaða krefst vafalítið nokkurrar yfirlegu og jafnvel stærðfræðikunnáttu, en dómari í New York hefur í öllu falli samþykkt málshöfðunina og hefjast réttarhöld með kviðdómi innan skamms. „Þetta má“, segir Burger King Lögfræðingar Burger King hafna þessu með öllu. Eðlilega. Þeir segja að Burger King beri engin skylda til að afhenda hamborgara sem líti út nákvæmlega eins og í auglýsingunum. Dómarinn í málinu segir hins vegar að það verði kviðdómenda og þar með almennra neytenda að kveða upp úr með það. En Burger King er ekki eina skyndibitakeðjan sem á í hremmingum í bandaríska dómskerfinu um þessar mundir. Taco Bell hefur verið stefnt fyrir að selja pítsur og vefjur sem innihaldi rétt um helming þess kjöts sem sýnt er í auglýsingum og hamborgarakeðjunum McDonald´s og Wendy´s hefur einnig verið stefnt fyrir sviksamlega viðskiptahætti af sama meiði. Vilja meira en 5 milljónir dala í skaðabætur Í öllum þessum stefnum fara viðskiptavinir fram á að minnsta kosti 5 milljóna dala skaðabætur, andvirði um 650 milljóna íslenskra króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa einn hamborgara handa hverjum núlifandi Íslendingi, og eiga afgang.
Matur Bandaríkin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira