Blikar hefja leik í Ísrael og enda í Póllandi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 11:01 Breiðablik hefur leik í Sambandsdeildinni í Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Tel Aviv í Ísrael er liðið heimsækir Maccabi Tel Aviv síðar í þessum mánuði. Dregið var í riðla Sambandsdeildarinnar í gær og þá varð ljóst að Breiðablik mun leika í B-riðli með Gent frá Belgíu og Zorya Luhansk frá Úkraínu ásamt Maccabi Tel Aviv. Zorya Luhansk leikur heimaleiki sína að öllum líkindum í Lublin í Póllandi. Riðlakeppnin hefst þann 21. september næstkomandi og verður svo leikið annan til þriðja hvern fimmtudag þar til riðlakeppninni líkur þann 14. desember. Ljóst er að Breiðabliks bíða nóg af ferðalögum á næstu mánuðum, sérstaklega ef liðið þarf að leika heimaleiki sína erlendis. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem getur talist löglegur í Sambandsdeild Evrópu og alls óvíst hvernig ástandi hann verður í þegar jólin fara að nálgast. Ekki náðist í Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóra Breiðabliks, við vinnslu fréttarinnar. Blikar þurftu að vera komnir með leikstað á hreint í gær og bíðum við enn eftir fréttum af því hvar liðið mun leika heimaleiki sína. Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppninni er gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael þann 21. september eins og áður segir, áður en liðið tekur á móti Zorya Luhansk í sínum fyrsta heimaleik þann 5. október, hvar svo sem það verður. Liðið ferðast svo til Belgíu þann 26. október þar sem liðið mætir Gent, en síðasti útileikurinn er gegn Zorya Luhansk þann 14. desember. Leikjaniðurröðunina má sjá hér fyrir neðan. 21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Dregið var í riðla Sambandsdeildarinnar í gær og þá varð ljóst að Breiðablik mun leika í B-riðli með Gent frá Belgíu og Zorya Luhansk frá Úkraínu ásamt Maccabi Tel Aviv. Zorya Luhansk leikur heimaleiki sína að öllum líkindum í Lublin í Póllandi. Riðlakeppnin hefst þann 21. september næstkomandi og verður svo leikið annan til þriðja hvern fimmtudag þar til riðlakeppninni líkur þann 14. desember. Ljóst er að Breiðabliks bíða nóg af ferðalögum á næstu mánuðum, sérstaklega ef liðið þarf að leika heimaleiki sína erlendis. Laugardalsvöllur er eini völlurinn á Íslandi sem getur talist löglegur í Sambandsdeild Evrópu og alls óvíst hvernig ástandi hann verður í þegar jólin fara að nálgast. Ekki náðist í Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóra Breiðabliks, við vinnslu fréttarinnar. Blikar þurftu að vera komnir með leikstað á hreint í gær og bíðum við enn eftir fréttum af því hvar liðið mun leika heimaleiki sína. Fyrsti leikur Breiðabliks í riðlakeppninni er gegn Maccabi Tel Aviv í Ísrael þann 21. september eins og áður segir, áður en liðið tekur á móti Zorya Luhansk í sínum fyrsta heimaleik þann 5. október, hvar svo sem það verður. Liðið ferðast svo til Belgíu þann 26. október þar sem liðið mætir Gent, en síðasti útileikurinn er gegn Zorya Luhansk þann 14. desember. Leikjaniðurröðunina má sjá hér fyrir neðan. 21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik
21. september: Maccabi Tel Aviv - Breiðablik 5. október: Breiðablik - Zorya Luhansk 26. október: Gent - Breiðablik 9. nóvember: Breiðablik - Gent 30. nóvember: Breiðablik - Maccabi Tel Aviv 14. desember: Zorya Luhansk - Breiðablik
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira