Veltir fyrir sér hvort Southgate sé of trúr sínum uppáhalds mönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 13:31 Gareth Southgate huggar Harry Maguire. Simon Bruty/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti á fimmtudag hópinn sem mætir Úkraínu og Skotlandi síðar í þessum mánuði. Southgate er trúr sínum mönnum og velur leikmenn sem hafa lítið sem ekkert spilað sem og einn sem spilar nú í Sádi-Arabíu. Southgate er vanafastur með eindæmum og hefur síðan hann varð landsliðseinvaldur valið menn þó svo að þeir hafi lítið sem ekkert getað með félagsliðum eða hafi einfaldlega setið sem fastast á bekknum þar. Phil McNulty, íþróttablaðamaður á BBC, veltir fyrir sér hvort Southgate sé einfaldlega of trúr sínum mönnum og hvort það gæti bitið hann í rassinn þegar fram líða stundir. Hóp Southgate í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Harry Maguire er varamaður hjá Man United.Tim Clayton/Getty Images Hann telur það nokkuð skrítið að Harry Maguire, miðvörður Manchester United, sé í hópnum sem og Jordan Henderson, leikmaður Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. McNulty telur einnig nokkuð áhugavert að Eddie Nketiah, framherji Arsenal, sé meðal þeirra sem er valinn en Nketiah er langt því frá fyrsti kostur á blað hjá Mikel Arteta. Sömu sögu er að segja um Kalvin Phillips sem hefur varla spilað fyrir Manchester City síðan hann gekk í raðir félagsins. Jordan Henderson er farinn frá Liverpool til Sádi-Arabíu.Vísir/Getty McNulty bendir á að gæðin í Sádi-Arabíu séu engan veginn sambærileg við ensku úrvalsdeildina og veltir fyrir sér hvernig undirbúningur það sé fyrir Henderson að spila þar þegar honum er svo ætlað að spila á miðri miðju Englands í mikilvægum landsleikjum. Southgate hefur áður kvartað yfir skorti á miðjumönnum og hefur til að mynda spilað Trent Alexander-Arnold þar en Liverpool-maðurinn er þó byrjaður að færa sig inn á miðjuna úr bakverði með félagsliði sínu. Það er því líklegt að hann fái fleiri mínútur á miðjunni hjá Englandi en áður. Að Raheem Sterling eigi ekki upp á pallborðið hjá Southgate kemur McNulty verulega á óvart. Hann hafi sýnt allar sínar bestu hliðar þegar Chelsea lagði Luton Town 3-0 nýverið og sé farinn að minna á leikmanninn sem hrellti varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Manchester City. Að endingu segist McNulty spenntur að sjá hvernig Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, stendur sig en sá er talinn eitt mesta efni Englands. Að sama skapi er hann spenntur að sjá hvernig Nketiah stendur sig og hvort hann fái tækifæri. England mætir Úkraínu í Póllandi þann 9. september næstkomandi og Skotlandi í vináttuleik til að heiðra 150 ára afmæli skoska knattspyrnusambandsins þremur dögum síðar. England og Skotland mættust í því sem var fyrsti landsleikur beggja þjóða árið 1872. Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle) Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Southgate er vanafastur með eindæmum og hefur síðan hann varð landsliðseinvaldur valið menn þó svo að þeir hafi lítið sem ekkert getað með félagsliðum eða hafi einfaldlega setið sem fastast á bekknum þar. Phil McNulty, íþróttablaðamaður á BBC, veltir fyrir sér hvort Southgate sé einfaldlega of trúr sínum mönnum og hvort það gæti bitið hann í rassinn þegar fram líða stundir. Hóp Southgate í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Harry Maguire er varamaður hjá Man United.Tim Clayton/Getty Images Hann telur það nokkuð skrítið að Harry Maguire, miðvörður Manchester United, sé í hópnum sem og Jordan Henderson, leikmaður Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. McNulty telur einnig nokkuð áhugavert að Eddie Nketiah, framherji Arsenal, sé meðal þeirra sem er valinn en Nketiah er langt því frá fyrsti kostur á blað hjá Mikel Arteta. Sömu sögu er að segja um Kalvin Phillips sem hefur varla spilað fyrir Manchester City síðan hann gekk í raðir félagsins. Jordan Henderson er farinn frá Liverpool til Sádi-Arabíu.Vísir/Getty McNulty bendir á að gæðin í Sádi-Arabíu séu engan veginn sambærileg við ensku úrvalsdeildina og veltir fyrir sér hvernig undirbúningur það sé fyrir Henderson að spila þar þegar honum er svo ætlað að spila á miðri miðju Englands í mikilvægum landsleikjum. Southgate hefur áður kvartað yfir skorti á miðjumönnum og hefur til að mynda spilað Trent Alexander-Arnold þar en Liverpool-maðurinn er þó byrjaður að færa sig inn á miðjuna úr bakverði með félagsliði sínu. Það er því líklegt að hann fái fleiri mínútur á miðjunni hjá Englandi en áður. Að Raheem Sterling eigi ekki upp á pallborðið hjá Southgate kemur McNulty verulega á óvart. Hann hafi sýnt allar sínar bestu hliðar þegar Chelsea lagði Luton Town 3-0 nýverið og sé farinn að minna á leikmanninn sem hrellti varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Manchester City. Að endingu segist McNulty spenntur að sjá hvernig Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, stendur sig en sá er talinn eitt mesta efni Englands. Að sama skapi er hann spenntur að sjá hvernig Nketiah stendur sig og hvort hann fái tækifæri. England mætir Úkraínu í Póllandi þann 9. september næstkomandi og Skotlandi í vináttuleik til að heiðra 150 ára afmæli skoska knattspyrnusambandsins þremur dögum síðar. England og Skotland mættust í því sem var fyrsti landsleikur beggja þjóða árið 1872. Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle)
Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle)
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira