Septemberspá Siggu Kling: Leyfðu þér að flæða og lífinu að gerast Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku vatnsberinn minn. Þessi tilvera sem þér er færð, er nákvæmlega þannig sem þú lítur á lífið. Ef að þú vorkennir þér, alveg sama hvaða stöðu þú hefur í lífinu, þá missirðu máttinn, sérð ekki hvað þér er raunverulega gefið og hvað þú raunverulega getur. Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Það er mikill kvíði í hjarta þínu, sem á hreinlega ekki að búa þar. Þú gerir svo marga hluti núna sem tengjast hreyfingu. Efla orku og efla andann, þá sérðu regnbogann og möguleikana sem þú hefur. Ekki fara samt út í öfgar, eins og þú átt til, heldur leyfðu þér að flæða og lífinu að gerast. Það færir þér vanda ef þú ert sífellt að skipta um skoðun, því að þú ert einbeittur einn daginn um að hafa lífið svona, og svo hinn daginn, hverfur þú aftur í að þú þurfir eitthvað annað. Þetta er allt bara hugarburður sem er að fylla heilabúið þitt. Það væri ansi magnað fyrir þig að skrifa niður hvað þú vilt að gerist fyrir þig, núna í september. Ekki gera lista fyrir lífið, heldur lista fyrir núið, og jafnvel bara viku fram í tímann. Því að þú elskar að vera upptekinn við eitthvað sem að nærir þig. Eins og jafnvel alltaf, eru miklar freistingar í kringum þig og það þarf að taka ákvörðun um hversu langt þú vilt ganga þar. Ef þú gerir eitthvað sem þú jafnvel skammast þín fyrir, þá kemur það í ljós. Allt mun koma upp á yfirborðið, svo þú skalt elska að hafa hreina samvisku. Þann 23. september er mikið að gerast í kringum þig, hvort sem það tengist þeirri staðsetningu sem þú ert á, eða eru fréttir utan úr heimi, eða eitthvað þar af merkilegra. Þarna kemur sá tími sem þú þarft að hafa hreinar og einfaldar skoðanir og vefja allt í kring um þig með kærleika og einlægni. Þú hefur einstaka hæfileika til að geta jafnvel breytt heiminum, en byrjaðu samt á því að setja þig sem sterkan miðjupunkt. Nú er öld vatnsberans í miklum snúningi. Það eru sterk tákn um upphaf og endalok, sem að er í raun og veru mikil og falleg blessun fyrir þig. Þeir sem eru á lausu gætu haldið að þeir væru ástfangnir, en ef þú ert ekki viss, þá vandaðu valið og notaðu visku þína til þess að gera það sem er rétt í stöðunni. Þú ert að laða til þín allt sem þú hugsar, svo gefðu heilanum gott að borða. Knús og kossar Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Vatnsberinn er frá 20. janúar til 18. febrúar. Það er mikill kvíði í hjarta þínu, sem á hreinlega ekki að búa þar. Þú gerir svo marga hluti núna sem tengjast hreyfingu. Efla orku og efla andann, þá sérðu regnbogann og möguleikana sem þú hefur. Ekki fara samt út í öfgar, eins og þú átt til, heldur leyfðu þér að flæða og lífinu að gerast. Það færir þér vanda ef þú ert sífellt að skipta um skoðun, því að þú ert einbeittur einn daginn um að hafa lífið svona, og svo hinn daginn, hverfur þú aftur í að þú þurfir eitthvað annað. Þetta er allt bara hugarburður sem er að fylla heilabúið þitt. Það væri ansi magnað fyrir þig að skrifa niður hvað þú vilt að gerist fyrir þig, núna í september. Ekki gera lista fyrir lífið, heldur lista fyrir núið, og jafnvel bara viku fram í tímann. Því að þú elskar að vera upptekinn við eitthvað sem að nærir þig. Eins og jafnvel alltaf, eru miklar freistingar í kringum þig og það þarf að taka ákvörðun um hversu langt þú vilt ganga þar. Ef þú gerir eitthvað sem þú jafnvel skammast þín fyrir, þá kemur það í ljós. Allt mun koma upp á yfirborðið, svo þú skalt elska að hafa hreina samvisku. Þann 23. september er mikið að gerast í kringum þig, hvort sem það tengist þeirri staðsetningu sem þú ert á, eða eru fréttir utan úr heimi, eða eitthvað þar af merkilegra. Þarna kemur sá tími sem þú þarft að hafa hreinar og einfaldar skoðanir og vefja allt í kring um þig með kærleika og einlægni. Þú hefur einstaka hæfileika til að geta jafnvel breytt heiminum, en byrjaðu samt á því að setja þig sem sterkan miðjupunkt. Nú er öld vatnsberans í miklum snúningi. Það eru sterk tákn um upphaf og endalok, sem að er í raun og veru mikil og falleg blessun fyrir þig. Þeir sem eru á lausu gætu haldið að þeir væru ástfangnir, en ef þú ert ekki viss, þá vandaðu valið og notaðu visku þína til þess að gera það sem er rétt í stöðunni. Þú ert að laða til þín allt sem þú hugsar, svo gefðu heilanum gott að borða. Knús og kossar Sigga Kling Hilmir Snær Guðnason, leikari, 24. janúar Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, 25.janúar Ellen Degeneres, grínisti 26. janúar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, 26. janúar Paul Newman, leikari, 26. janúar José Mourinho, þjálfari í knattspyrnu, 26. janúar Oprah Winfrey, sjónvarpskona, 29. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1.febrúar Christiano Ronaldo, knattspyrnumaður, 5. febrúar Yoko Ono, mynd- og tónlistarkona, 18. febrúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira