Septemberspá Siggu Kling: Haltu aftur af hvatvísi þinni Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku ljónið mitt. Þú ert að mörgu leyti kominn á betri stað en þú varst fyrir mánuði. Þú veist hvernig þú getur unnið með sjálfan þig á þessum punkti og þú hefur meiri sjálfstraust og sjálfsstjórn en áður. Þú nærð að finna þessa uppljómun sem er í þér og það er líka í þér kraftur til að magna upp þessa uppljómun. Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Það eru komin til þín þau verkfæri sem að þú þarft, til að klára það sem þú vilt. Haltu aftur af hvatvísi þinni að þurfa að segja frá öllu eða að skrifa þínar innstu tilfinningar, það getur verið það sem að þú munt sjá eftir. Þetta er í raun og veru það sem að þú þarft að vara þig á. Annars get ég með sanni sagt að þú ert að fara í miklu ljúfara tímabil þar sem að þú sættist við þá sem hafa stigið á tánna á þér eða skapað þér hindranir. Ef að þú gerir það ekki, þá munu þeir einstaklingar hafa útibú í heilanum á þér, sjónvarp og síma. En um leið og þú sættist í huga eða gjörðum við þá, þá er eins og að allir erfiðleikar fjúki úr höfði þínu með haustgolunni. Þú ert barn náttúrunnar og elskar allt sem henni tengist. Taktu mikið af myndum og búðu til minningarnar sjálfur. Því ef þú skoðar betur, þá ert þú mátturinn og dýrðin og skipstjórinn í þessu lífi. Það er líka sterkt í þessu tímabili að þú færð það sjálfstæði sem þú vilt til að rækta hamingjuna. Að vera hamingjusamur er ákvörðun sem þú þarft að taka um leið og þú vaknar, sama hvaða aðstæður eru í kringum þig. Það er yfir þér orka heppninnar og talan átta, sem er tákn eilífðarinnar og hugrekkis, og með því fylgir þessi heppni. Ef þú ert ekki í föstu sambandi, gefðu þig þá ekki að skyndikynnum, því einnar nætur gaman mun aldrei verða þér til gleði. Ástin er sterk yfir konunum i ljónsmerkinu á þessu tímabili, en mennirnir þurfa að vera aðeins þolinmóðari og bíða eftir því að þeir séu veiddir. Til þess að það gerist þá þurfa þeir bara að hafa allt fallegt í kringum sig og gera það sem þarf til þess að þeir glói eins og sólin. Ný föt, betri ilmur, læra eitthvað nýtt eins og að elda, eitthvað sem að dregur ástina að. Þannig gefur þú frá þér merki til þeirrar persónu sem að passar við þig. Sumir af ykkur hafa engan áhuga á að velja sér lífsförunaut og eru fullkomlega ánægðir að vera með sjálfum sér. Krossgáta lífsins, sem þú hefur verið að eiga við, er að ljúka. Það eru kaflaskil og kaflinn sem þú ert að fara inn í er fallegur. Knús og kossar Sigga Kling Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Sandra Bullock, leikkona, 26. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Það eru komin til þín þau verkfæri sem að þú þarft, til að klára það sem þú vilt. Haltu aftur af hvatvísi þinni að þurfa að segja frá öllu eða að skrifa þínar innstu tilfinningar, það getur verið það sem að þú munt sjá eftir. Þetta er í raun og veru það sem að þú þarft að vara þig á. Annars get ég með sanni sagt að þú ert að fara í miklu ljúfara tímabil þar sem að þú sættist við þá sem hafa stigið á tánna á þér eða skapað þér hindranir. Ef að þú gerir það ekki, þá munu þeir einstaklingar hafa útibú í heilanum á þér, sjónvarp og síma. En um leið og þú sættist í huga eða gjörðum við þá, þá er eins og að allir erfiðleikar fjúki úr höfði þínu með haustgolunni. Þú ert barn náttúrunnar og elskar allt sem henni tengist. Taktu mikið af myndum og búðu til minningarnar sjálfur. Því ef þú skoðar betur, þá ert þú mátturinn og dýrðin og skipstjórinn í þessu lífi. Það er líka sterkt í þessu tímabili að þú færð það sjálfstæði sem þú vilt til að rækta hamingjuna. Að vera hamingjusamur er ákvörðun sem þú þarft að taka um leið og þú vaknar, sama hvaða aðstæður eru í kringum þig. Það er yfir þér orka heppninnar og talan átta, sem er tákn eilífðarinnar og hugrekkis, og með því fylgir þessi heppni. Ef þú ert ekki í föstu sambandi, gefðu þig þá ekki að skyndikynnum, því einnar nætur gaman mun aldrei verða þér til gleði. Ástin er sterk yfir konunum i ljónsmerkinu á þessu tímabili, en mennirnir þurfa að vera aðeins þolinmóðari og bíða eftir því að þeir séu veiddir. Til þess að það gerist þá þurfa þeir bara að hafa allt fallegt í kringum sig og gera það sem þarf til þess að þeir glói eins og sólin. Ný föt, betri ilmur, læra eitthvað nýtt eins og að elda, eitthvað sem að dregur ástina að. Þannig gefur þú frá þér merki til þeirrar persónu sem að passar við þig. Sumir af ykkur hafa engan áhuga á að velja sér lífsförunaut og eru fullkomlega ánægðir að vera með sjálfum sér. Krossgáta lífsins, sem þú hefur verið að eiga við, er að ljúka. Það eru kaflaskil og kaflinn sem þú ert að fara inn í er fallegur. Knús og kossar Sigga Kling Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Sandra Bullock, leikkona, 26. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira