Septemberspá Siggu Kling: „Að hika er sama og tapa“ Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku krabbinn minn. Þú ættir að taka allar þínar stóru ákvarðanir á fullu tungli. Þar sem að þú ert fæddur undir þeirri dásamlegu plánetu, þá skaltu vita það að ef það er stórstrengd hæð eða lægð yfir landinu þá fara þeir fítusar inn. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast með öllu því sem móðir jörð er að segja við þig, því hún er að hjálpa þér í hverju einasta skrefi sem þú tekur. Krabbinn er frá 22. júní til 22. júlí. Það er svo létt fyrir þig að láta smámuni fara í taugakerfið þitt, að detta inn í umræður og skoðanir og láta skoðanir annarra hafa of sterk áhrif á þig. Því að útkoman er sú að ef að einhver fær virkilega frið í hjarta sínu á þessari jörð, þá er hann í þínu merki. Þig hefur langað að gráta yfir ólíklegustu atriðum og færð oft þær tilfinningar að þú hafir ekki það afl sem þú þarft. En það sem er að gerast er að kerfið þitt er að hreinsast og þú ert að fleygja út gömlu ryki og skít sem þú hefur ekkert að gera við í augnablikinu. Þessi óvanalega viðkvæmni á að segja þér bara að þú sért með stórt hjarta. Það er svo merkilegt tungl 30.ágúst og áhrif þess eru tvo til þrjá daga fram í tímann og eru líka öflug þrjá daga fyrir fulla tunglið og þrjá daga eftir. Þó að þú lesir þessa stjörnuspá ekki á hárréttum tíma til að vita um tunglið, þá er það með öllu víst að þegar að bjart er í kring um tunglið og plánetan Venus er vel sýnileg, þá skaltu fara út og setja hendurnar til himins og kalla þrisvar á það sem þú vilt. Ég sé því miður líka á kortinu þínu að það er stuttur í þér þráðurinn og þú lætur skapið þitt bitna á þeim sem alls ekki eiga það skilið. En þeir sem að elska þig, og það eru sko margir, taka ekkert nærri sér sem þú segir því að það er vitað að í þér býr gull hjarta. Dagarnir 7. september, 16. september, og 25. september eru að einhverju leyti lykildagar í lífi þínu. Það eina sem þú þarft að muna, hvort sem að löngun þín tengist ástinni eða einhverju öðru, er að setningin þín er „að hika er sama og að tapa" og þú hefur hvort eð er engu að tapa. Svo gerðu það sem þarf, þá er sigurinn vís. Knús og kossar Sigga Kling Meryl Streep, leikkona, 22. júní Stefán Hilmarsson, söngvari, 26. júní Ariana Grande, söngkona, 26. júní Elon Musk, frumkvöðull, 28. júní Mike Tyson, hnefaleikamaður, 30. júní Díana prinsessa, 1. júlí Tom Cruise, leikari, 3. júlí Post Malone, söngvari, 4. júlí Frida Kahlo, listakona, 6. júlí Kevin Hart, grínisti, 6. júlí Tom Hanks, leikari, 9. júlí Selena Gomez, leikkona, 22. júlí Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Krabbinn er frá 22. júní til 22. júlí. Það er svo létt fyrir þig að láta smámuni fara í taugakerfið þitt, að detta inn í umræður og skoðanir og láta skoðanir annarra hafa of sterk áhrif á þig. Því að útkoman er sú að ef að einhver fær virkilega frið í hjarta sínu á þessari jörð, þá er hann í þínu merki. Þig hefur langað að gráta yfir ólíklegustu atriðum og færð oft þær tilfinningar að þú hafir ekki það afl sem þú þarft. En það sem er að gerast er að kerfið þitt er að hreinsast og þú ert að fleygja út gömlu ryki og skít sem þú hefur ekkert að gera við í augnablikinu. Þessi óvanalega viðkvæmni á að segja þér bara að þú sért með stórt hjarta. Það er svo merkilegt tungl 30.ágúst og áhrif þess eru tvo til þrjá daga fram í tímann og eru líka öflug þrjá daga fyrir fulla tunglið og þrjá daga eftir. Þó að þú lesir þessa stjörnuspá ekki á hárréttum tíma til að vita um tunglið, þá er það með öllu víst að þegar að bjart er í kring um tunglið og plánetan Venus er vel sýnileg, þá skaltu fara út og setja hendurnar til himins og kalla þrisvar á það sem þú vilt. Ég sé því miður líka á kortinu þínu að það er stuttur í þér þráðurinn og þú lætur skapið þitt bitna á þeim sem alls ekki eiga það skilið. En þeir sem að elska þig, og það eru sko margir, taka ekkert nærri sér sem þú segir því að það er vitað að í þér býr gull hjarta. Dagarnir 7. september, 16. september, og 25. september eru að einhverju leyti lykildagar í lífi þínu. Það eina sem þú þarft að muna, hvort sem að löngun þín tengist ástinni eða einhverju öðru, er að setningin þín er „að hika er sama og að tapa" og þú hefur hvort eð er engu að tapa. Svo gerðu það sem þarf, þá er sigurinn vís. Knús og kossar Sigga Kling Meryl Streep, leikkona, 22. júní Stefán Hilmarsson, söngvari, 26. júní Ariana Grande, söngkona, 26. júní Elon Musk, frumkvöðull, 28. júní Mike Tyson, hnefaleikamaður, 30. júní Díana prinsessa, 1. júlí Tom Cruise, leikari, 3. júlí Post Malone, söngvari, 4. júlí Frida Kahlo, listakona, 6. júlí Kevin Hart, grínisti, 6. júlí Tom Hanks, leikari, 9. júlí Selena Gomez, leikkona, 22. júlí
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira