„Harðasta stjórnarandstaðan í landinu er inni í ríkisstjórninni“ Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2023 21:38 Eiríkur Bergmann segir Svandísi í þröngri stöðu. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir matvælaráðherra í mjög þröngri stöðu hvað varðar ákvörðun um hvalveiðar. Frestun á leyfi til hvalveiða rennur út á föstudag. Þá segir hann alvarlega bresti í ríkisstjórnarsamstarfinu komna í ljós. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í dag telja einsýnt að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Að óbreyttu hefjast hvalveiðar að nýju á föstudag, nema Svandís ákveði að fresta leyfi til þeirra aftur. Í dag afhenti starfshópur ráðherra skýrslu þar sem segir að hann telji mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn leggur ekki mat á hvort að þær úrbætur sem gripið hefur verið til við veiðarnar samræmist löggjöf um velferð dýra. Því er ljóst að að matvælaráðuneytið getur ekki reitt sig alfarið á niðurstöðu hópsins þegar kemur að því að ákveða framhald hvalveiða. Það sem flækir stöðu Svandísar enn frekar eru ályktanir flokksráðs Vinstri grænna annars vegar og flokksráðs Sjálfstæðisflokks hins vegar um hvalveiðar. Flokkarnir á öndverðum meiði Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi stöðuna á stjórnarheimilinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að Svandís sé í flókinni stöðu enda hafi ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum hafa verið í samræmi við stefnu Vinstri grænna í málaflokknum en í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Nú sé hún í sömu stöðu og hún var í vor. Flokkarnir hættir að vinna saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í að verða sex ár en áður en hún var mynduð töldu margir óhugsandi að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn gætu setið í sömu stjórn. „Auðvitað sjáum við bara að þessi ríkisstjórn nær endanna á milli, allavega í efnahagspólitísku samhengi og öðru hvað varðar stjórnmálin í landinu. Flokkarnir eru á öndverðum meiði,“ segir Eiríkur. Hann segir að það gleymist oft í umræðunni að árið 2017 hafi verið gríðarlegur óróleiki í stjórnmálunum og eftirspurn eftir einhvers konar sátt, einhvers konar ró. Síðan hafi faraldurinn komið og stjórnmálunum verið kippt úr sambandi. Nú á sjötta ári ríkisstjórnarsambandins séu brestir í því að koma í ljós, Sjálfstæðirflokkur og Vinstri græn séu gjörólíkir flokkar og hættir að vinna saman. „Þetta er ekki ríkisstjórn sem sest lengur niður og vinnur að málum, eins og við sjáum nú bara í fréttinni hérna áðan [um hvalveiðar], þá er harðasta stjórnarandstaðan inni í ríkisstjórninni sjálfri að einhverju leyti. Þannig að átökin munu magnast, myndi ég halda.“ Enginn vilji í kosningar en lítið þurfi til að fella stjórninna Eiríkur segist ekki endilega spá stjórnarslitum en þó gæti þurft lítið til þess að til þeirra komi. „Það er enginn þeirra sem augljóslega vill fara í kosningar núna, staða þeirra í könnunum er ekki þannig að það sé einhver ákaflega ákafur til þess. Hins vegar myndi ég halda að það þurfi ekki stór mál að koma fram til að fella ríkisstjórn, sem er orðinn svona plöguð af innri átökum og deilum. Þetta er nú eftir allt mannlegt, gremjan magnast upp og það getur vel verið að þúfan sem velti þessu hlassi á endanum verði nú bara svona agnarlítil og ómerkileg.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í dag telja einsýnt að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Að óbreyttu hefjast hvalveiðar að nýju á föstudag, nema Svandís ákveði að fresta leyfi til þeirra aftur. Í dag afhenti starfshópur ráðherra skýrslu þar sem segir að hann telji mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn leggur ekki mat á hvort að þær úrbætur sem gripið hefur verið til við veiðarnar samræmist löggjöf um velferð dýra. Því er ljóst að að matvælaráðuneytið getur ekki reitt sig alfarið á niðurstöðu hópsins þegar kemur að því að ákveða framhald hvalveiða. Það sem flækir stöðu Svandísar enn frekar eru ályktanir flokksráðs Vinstri grænna annars vegar og flokksráðs Sjálfstæðisflokks hins vegar um hvalveiðar. Flokkarnir á öndverðum meiði Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi stöðuna á stjórnarheimilinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að Svandís sé í flókinni stöðu enda hafi ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum hafa verið í samræmi við stefnu Vinstri grænna í málaflokknum en í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Nú sé hún í sömu stöðu og hún var í vor. Flokkarnir hættir að vinna saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í að verða sex ár en áður en hún var mynduð töldu margir óhugsandi að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn gætu setið í sömu stjórn. „Auðvitað sjáum við bara að þessi ríkisstjórn nær endanna á milli, allavega í efnahagspólitísku samhengi og öðru hvað varðar stjórnmálin í landinu. Flokkarnir eru á öndverðum meiði,“ segir Eiríkur. Hann segir að það gleymist oft í umræðunni að árið 2017 hafi verið gríðarlegur óróleiki í stjórnmálunum og eftirspurn eftir einhvers konar sátt, einhvers konar ró. Síðan hafi faraldurinn komið og stjórnmálunum verið kippt úr sambandi. Nú á sjötta ári ríkisstjórnarsambandins séu brestir í því að koma í ljós, Sjálfstæðirflokkur og Vinstri græn séu gjörólíkir flokkar og hættir að vinna saman. „Þetta er ekki ríkisstjórn sem sest lengur niður og vinnur að málum, eins og við sjáum nú bara í fréttinni hérna áðan [um hvalveiðar], þá er harðasta stjórnarandstaðan inni í ríkisstjórninni sjálfri að einhverju leyti. Þannig að átökin munu magnast, myndi ég halda.“ Enginn vilji í kosningar en lítið þurfi til að fella stjórninna Eiríkur segist ekki endilega spá stjórnarslitum en þó gæti þurft lítið til þess að til þeirra komi. „Það er enginn þeirra sem augljóslega vill fara í kosningar núna, staða þeirra í könnunum er ekki þannig að það sé einhver ákaflega ákafur til þess. Hins vegar myndi ég halda að það þurfi ekki stór mál að koma fram til að fella ríkisstjórn, sem er orðinn svona plöguð af innri átökum og deilum. Þetta er nú eftir allt mannlegt, gremjan magnast upp og það getur vel verið að þúfan sem velti þessu hlassi á endanum verði nú bara svona agnarlítil og ómerkileg.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira