Óli Jó sammála Óskari Hrafni: „Einhverjir stælar í þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2023 11:32 Óskar Hrafn Þorvaldsson skillti upp varaliði í leik Víkings og Breiðabliks í gær. vísir/hulda margrét Ólafur Jóhannesson var hrifinn af því útspili Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, að tefla fram varaliði í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla í gær. Breiðablik stendur í ströngu þessa dagana enda statt í miðju einvígi gegn Struga. Blikar unnu fyrri leikinn í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu. Liðin mætast öðru sinni í Kópavoginum á fimmtudaginn. Sigurvegarinn kemst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar sóttu um að leiknum gegn Víkingum í gær yrði frestað en fengu neitun. Breiðablik mætti seint til leiks gegn Víkingi í gær og tefldi fram varaliði. Það mátti sín lítils gegn ógnarsterkum Víkingum sem unnu 5-3 sigur. Ólafur fór yfir leiki helgarinnar í Bestu deildinni í Tilþrifunum í gær. Hann kvaðst skilja afstöðu Blika. „Ég er algjörlega sammála Óskari. Breiðablik átti að fá þessum leik frestað. Það er enginn vafi í mínum huga. Þeir gátu ekki spilað í landsleikjahléinu en einhvers staðar varð að finna leið til að spila hann,“ sagði Ólafur. „Sem þjálfari hefði ég gert það sama og Óskar. Það er ljóst að enginn af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í kvöld [í gær] er að fara spila Evrópuleikinn. Ég held að það sé alveg ljóst. Ég hefði gert það sama. Það er hellingur undir, peningar og skemmtilegheit. Ég skil hann að því leytinu til og leikurinn kannski sem slíkur skiptir þá ekki miklu máli upp á hvar þeir enda í deildinni.“ Smá reikistefna var fyrir leikinn í Víkinni enda mættu Blikar seint til leiks og gáfu ekki upp byrjunarlið sitt fyrr en um hálftíma fyrir leik. Í viðtali fyrir leik skaut Óskar líka á Víking fyrir slakan árangur í Evrópuleikjum undanfarinna ára. „Þetta eru bara einhverjir stælar í þeim. Það er líka pínulítið gaman að því,“ sagði Ólafur. Breiðablik er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 38 stig, átján stigum á eftir toppliði Víkings. Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Breiðablik stendur í ströngu þessa dagana enda statt í miðju einvígi gegn Struga. Blikar unnu fyrri leikinn í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu. Liðin mætast öðru sinni í Kópavoginum á fimmtudaginn. Sigurvegarinn kemst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar sóttu um að leiknum gegn Víkingum í gær yrði frestað en fengu neitun. Breiðablik mætti seint til leiks gegn Víkingi í gær og tefldi fram varaliði. Það mátti sín lítils gegn ógnarsterkum Víkingum sem unnu 5-3 sigur. Ólafur fór yfir leiki helgarinnar í Bestu deildinni í Tilþrifunum í gær. Hann kvaðst skilja afstöðu Blika. „Ég er algjörlega sammála Óskari. Breiðablik átti að fá þessum leik frestað. Það er enginn vafi í mínum huga. Þeir gátu ekki spilað í landsleikjahléinu en einhvers staðar varð að finna leið til að spila hann,“ sagði Ólafur. „Sem þjálfari hefði ég gert það sama og Óskar. Það er ljóst að enginn af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í kvöld [í gær] er að fara spila Evrópuleikinn. Ég held að það sé alveg ljóst. Ég hefði gert það sama. Það er hellingur undir, peningar og skemmtilegheit. Ég skil hann að því leytinu til og leikurinn kannski sem slíkur skiptir þá ekki miklu máli upp á hvar þeir enda í deildinni.“ Smá reikistefna var fyrir leikinn í Víkinni enda mættu Blikar seint til leiks og gáfu ekki upp byrjunarlið sitt fyrr en um hálftíma fyrir leik. Í viðtali fyrir leik skaut Óskar líka á Víking fyrir slakan árangur í Evrópuleikjum undanfarinna ára. „Þetta eru bara einhverjir stælar í þeim. Það er líka pínulítið gaman að því,“ sagði Ólafur. Breiðablik er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 38 stig, átján stigum á eftir toppliði Víkings.
Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira