Grínistinn sem sagði Íslendinga opnari fyrir gríni en Danir er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2023 23:10 Eddie Skoller og Jeanne Grønbæk á ráðstefnu árið 2012. Martin von Haller Groenbaek - CC BY 2.0 Danski grínistinn og tónlistarmaðurinn Eddie Skoller er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði glímt við langvarandi veikindi og lést á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn í gær, umvafinn fjölskyldu. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Skoller á langan og farsælan feril að baki og skemmti Íslendingum til að mynda ítrekað fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni árið 1988. Árið 2021 gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti Skoller að umfjöllunarefni sínu í ávarpi til heiðurs Friðriki krónprins sem þá var í Íslandsheimsókn. Guðni sagði danska grínistann hafa séð að skopskyn Íslendinga væri öðruvísi en annarra Norðurlandabúa. „Þið eruð opnari og móttækilegri fyrir gríni en landar mínir Danir,“ hafði Guðni eftir Skoller og bætti svo orðrétt við: „svo ekki sé nú talað um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja. Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og afdráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér á ykkar landi, stundum logn, stundum hvasst og veðráttan hörð.“ Skoller fæddist í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1944 en bjó í Danmörku mest allt sitt líf. Hann steig fyrst á svið í sýningunni Vise Vers Hus í Tívolí og flutti fyrsta einleikinn sinn nokkrum árum síðar. Hann er meðal annars þekktur fyrir lög á borð við I Middelhavet sardinen svømmer, What Did You Learn In School Today og En Enkel Sang Om Frihed. Skoller var einnig ötull tennisspilari. Móðir hans fæddist í Svíþjóð og faðir í Rússlandi en fjölskyldan flutti til Danmörku árið 1950. Skoller skilur eftir sig fimm börn og eiginkonu sína Dorrit Elmquist. Hann var áður giftur norsku tónlistarkonunni Sissel Kyrkjebø, leikkonunni Lisbeth Lundquist og Pia Persson. Andlát Danmörk Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Skoller á langan og farsælan feril að baki og skemmti Íslendingum til að mynda ítrekað fyrir fullu húsi í Íslensku óperunni árið 1988. Árið 2021 gerði Guðni Th. Jóhannesson forseti Skoller að umfjöllunarefni sínu í ávarpi til heiðurs Friðriki krónprins sem þá var í Íslandsheimsókn. Guðni sagði danska grínistann hafa séð að skopskyn Íslendinga væri öðruvísi en annarra Norðurlandabúa. „Þið eruð opnari og móttækilegri fyrir gríni en landar mínir Danir,“ hafði Guðni eftir Skoller og bætti svo orðrétt við: „svo ekki sé nú talað um Svía, Finna og Norðmenn. Það þarf oft að ýta vel við þeim til að fá þá til að hlæja. Ykkar húmor er líka kaldhæðnislegri og afdráttarlausari. Þið eruð eins og veðrið hér á ykkar landi, stundum logn, stundum hvasst og veðráttan hörð.“ Skoller fæddist í Missouri-ríki í Bandaríkjunum árið 1944 en bjó í Danmörku mest allt sitt líf. Hann steig fyrst á svið í sýningunni Vise Vers Hus í Tívolí og flutti fyrsta einleikinn sinn nokkrum árum síðar. Hann er meðal annars þekktur fyrir lög á borð við I Middelhavet sardinen svømmer, What Did You Learn In School Today og En Enkel Sang Om Frihed. Skoller var einnig ötull tennisspilari. Móðir hans fæddist í Svíþjóð og faðir í Rússlandi en fjölskyldan flutti til Danmörku árið 1950. Skoller skilur eftir sig fimm börn og eiginkonu sína Dorrit Elmquist. Hann var áður giftur norsku tónlistarkonunni Sissel Kyrkjebø, leikkonunni Lisbeth Lundquist og Pia Persson.
Andlát Danmörk Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira