Allar spænsku landsliðskonurnar ætla ekki að spila aftur fyrr en Luis Rubiales segir af sér Siggeir Ævarsson skrifar 26. ágúst 2023 09:59 Þeir kumpánar Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar, og Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands Spánar, brosa í gegnum tárin. Vísir/Getty Leikmenn heimsmeistara Spánar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær segja að þær muni ekki spila fleiri leiki fyrir landsliðið fyrr en Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambandsins, segir af sér. Óviðeigandi hegðun Rubiales eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM hefur vakið mikla athygli og hefur verið kallað eftir því að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum úr ýmsum áttum. Atvikið sem kom öllu af stað átti sér stað í fagnaðarlátum liðsins eftir sigurleikinn þegar Rubiales þröngvaði rembingskossi beint á varir Jennifer Hermoso óumbeðinn og án samþykkis. Síðan þá hafa fleiri hneykslismál komið fram í sviðsljósið en Rubiales hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni á vinnustað og að hafa nýtt peninga knattspyrnusambandsins á vafasaman máta. Fyrrum samstarfskona hans, Tamara Ramos Cruz, segir að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað þegar þau unnu saman fyrir tíu árum. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Spænska knattspyrnusambandið virtist ætla að sópa málinu undir teppið en liðið fór á HM í skugga deilna leikmanna og þjálfarans Jorge Vilda. Margir af reyndustu leikmönnum Spánar gáfu ekki kost á sér en Rubiales stóð með þjálfaranum í þessu máli. Hegðun hans í fagnaðarlátunum hefur einnig vakið athygli en hann greip um brjóst samstarfskonu sinnar í fagnaðarlátunum. Rubiales sagðist upphaflega ætla að segja af sér en skipti svo snarlega um skoðun og gerði lítið úr kossinum alræmda. „Þetta var bara smá koss. Það var engin þrá eða drottnun þarna, þetta var eins og ég væri að kyssa dóttur mína. Þetta gerðist í hita augnabliksins og báðir aðilar voru samþykkir.“ Spjótin standa nú að Rubiales úr öllum áttum. Leikmenn liðsins eru farnir í verkfall, FIFA hefur hafið rannsókn á hegðun hans, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu hans óásættanlega og þá hefur Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar hans. Allir 23 leikmenn Spánar sem tóku þátt í HM skrifuðu undir yfirlýsinguna og alls er 81 leikmaður sem hefur gefið það út að þeir muni ekki spila fyrir landsliðið. Rubiales situr þó enn sem fastast í sínu sæti sem forseti. BREAKING: The Spain women's football squad say in a joint statement they will not play any matches until Spanish FA president Luis Rubiales has resigned pic.twitter.com/Yp7jKdqf6I— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 25, 2023 Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Óviðeigandi hegðun Rubiales eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM hefur vakið mikla athygli og hefur verið kallað eftir því að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum úr ýmsum áttum. Atvikið sem kom öllu af stað átti sér stað í fagnaðarlátum liðsins eftir sigurleikinn þegar Rubiales þröngvaði rembingskossi beint á varir Jennifer Hermoso óumbeðinn og án samþykkis. Síðan þá hafa fleiri hneykslismál komið fram í sviðsljósið en Rubiales hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni á vinnustað og að hafa nýtt peninga knattspyrnusambandsins á vafasaman máta. Fyrrum samstarfskona hans, Tamara Ramos Cruz, segir að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað þegar þau unnu saman fyrir tíu árum. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Spænska knattspyrnusambandið virtist ætla að sópa málinu undir teppið en liðið fór á HM í skugga deilna leikmanna og þjálfarans Jorge Vilda. Margir af reyndustu leikmönnum Spánar gáfu ekki kost á sér en Rubiales stóð með þjálfaranum í þessu máli. Hegðun hans í fagnaðarlátunum hefur einnig vakið athygli en hann greip um brjóst samstarfskonu sinnar í fagnaðarlátunum. Rubiales sagðist upphaflega ætla að segja af sér en skipti svo snarlega um skoðun og gerði lítið úr kossinum alræmda. „Þetta var bara smá koss. Það var engin þrá eða drottnun þarna, þetta var eins og ég væri að kyssa dóttur mína. Þetta gerðist í hita augnabliksins og báðir aðilar voru samþykkir.“ Spjótin standa nú að Rubiales úr öllum áttum. Leikmenn liðsins eru farnir í verkfall, FIFA hefur hafið rannsókn á hegðun hans, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu hans óásættanlega og þá hefur Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar hans. Allir 23 leikmenn Spánar sem tóku þátt í HM skrifuðu undir yfirlýsinguna og alls er 81 leikmaður sem hefur gefið það út að þeir muni ekki spila fyrir landsliðið. Rubiales situr þó enn sem fastast í sínu sæti sem forseti. BREAKING: The Spain women's football squad say in a joint statement they will not play any matches until Spanish FA president Luis Rubiales has resigned pic.twitter.com/Yp7jKdqf6I— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 25, 2023
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn