Stórhætta í leiknum gegn Struga: Varamenn Blika féllu um koll í rokinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2023 12:31 Oliver Stefánsson liggur eftir og Brynjar Atli Bragason heldur um höfuð sér. stöð 2 sport Hávaðarok setti svip sinn á leik Struga og Breiðabliks í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla, innan vallar sem utan. Blikar unnu leikinn með einu marki gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson var hetja sinna manna en hann skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir laglegan einleik. Aðstæður í Struga voru afar krefjandi, völlurinn ósléttur og svo í seinni hálfleik bætti heldur betur í vindinn. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn. Rokið hafði ekki bara áhrif á leikmennina 22 inni á vellinum heldur einnig á varamennina. Í upphafi seinni hálfleiks sást Oliver Stefánsson til að mynda liggja eftir á hliðarlínunni og samherjar hans stumra yfir honum. Þá hélt varamarkvörðurinn Brynjar Atli Bragason um höfuð sér. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Varamenn féllu um koll „Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll,“ sagði Óskar Hrafn við fótbolta.net eftir leikinn. Seinni leikur Breiðabliks og Struga fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudaginn. Ef Blikar forðast tap verða þeir fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Blikar unnu leikinn með einu marki gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson var hetja sinna manna en hann skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir laglegan einleik. Aðstæður í Struga voru afar krefjandi, völlurinn ósléttur og svo í seinni hálfleik bætti heldur betur í vindinn. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn. Rokið hafði ekki bara áhrif á leikmennina 22 inni á vellinum heldur einnig á varamennina. Í upphafi seinni hálfleiks sást Oliver Stefánsson til að mynda liggja eftir á hliðarlínunni og samherjar hans stumra yfir honum. Þá hélt varamarkvörðurinn Brynjar Atli Bragason um höfuð sér. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Varamenn féllu um koll „Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll,“ sagði Óskar Hrafn við fótbolta.net eftir leikinn. Seinni leikur Breiðabliks og Struga fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudaginn. Ef Blikar forðast tap verða þeir fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira