Góð úrslit muni fyrst og fremst nást með baráttu Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 10:01 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem verður í eldlínunni í Norður-Makedóníu í dag. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks á von á krefjandi leik þegar liðið mætir Struga í Norður-Makedóníu í dag í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Um er að ræða fyrri leikinn í einvígi liðanna. Flautað verður til leiks í Norður-Makedóníu klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Blikar hafa undanfarna daga verið í Norður-Makedóníu að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta er fallegt umhverfi, það hefur verið vel tekið á móti okkur og spennandi leikur framundan. Það er því bara flott að vera hér, segir Höskuldur í samtali við Blikar TV en Blikar æfðu á keppnisvellinum í gær. „Æfingin var bara góð og gott að ná púlsinum aðeins upp. Þá var gott að kynnast þeim aðstæðum sem við verðum að spila í, vellinum og boltanum. Þetta var jákvæð æfing þar sem að menn gátu farið að brýna takkaskóna fyrir leikinn.“ Höskuldur segir leik dagsins alltaf að fara vera krefjandi. „Við erum búnir að vera leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er hörku lið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig í umspil fyrir riðlakeppni. Við erum komnir með ágæta mynd á það í hverju þeir eru góðir, hvar þeir gæta sært okkur og svo við þá. Ég held að við megum bara búast við hörku leik þar sem að við ætlum að vera mjög fókuseraðir.“ Blikar þurfi að reyna spila sinn leik á kannski ekki alveg fullkomnum velli. „Þetta er ekki beint eitthvað teppi, við þurfum að aðlagast því og góð úrslit munu því kannski fyrst og fremst nást með baráttu og því að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega kannski öðruvísi leikur heldur en við munum sjá á Kópavogsvelli.“ Viðtalið við Höskuld af Blikar TV má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023 Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira
Flautað verður til leiks í Norður-Makedóníu klukkan þrjú að íslenskum tíma í dag en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Blikar hafa undanfarna daga verið í Norður-Makedóníu að undirbúa sig fyrir komandi átök. „Þetta er fallegt umhverfi, það hefur verið vel tekið á móti okkur og spennandi leikur framundan. Það er því bara flott að vera hér, segir Höskuldur í samtali við Blikar TV en Blikar æfðu á keppnisvellinum í gær. „Æfingin var bara góð og gott að ná púlsinum aðeins upp. Þá var gott að kynnast þeim aðstæðum sem við verðum að spila í, vellinum og boltanum. Þetta var jákvæð æfing þar sem að menn gátu farið að brýna takkaskóna fyrir leikinn.“ Höskuldur segir leik dagsins alltaf að fara vera krefjandi. „Við erum búnir að vera leikgreina þá nokkuð ítarlega og þetta er hörku lið, annars væru þeir ekki komnir á þetta stig í umspil fyrir riðlakeppni. Við erum komnir með ágæta mynd á það í hverju þeir eru góðir, hvar þeir gæta sært okkur og svo við þá. Ég held að við megum bara búast við hörku leik þar sem að við ætlum að vera mjög fókuseraðir.“ Blikar þurfi að reyna spila sinn leik á kannski ekki alveg fullkomnum velli. „Þetta er ekki beint eitthvað teppi, við þurfum að aðlagast því og góð úrslit munu því kannski fyrst og fremst nást með baráttu og því að menn séu tilbúnir að vinna sín návígi og bakka hvorn annan upp. Þetta verður vissulega kannski öðruvísi leikur heldur en við munum sjá á Kópavogsvelli.“ Viðtalið við Höskuld af Blikar TV má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Viðtal við fyrirliða Breiðabliks, Höskuld Gunnlaugsson um veruna í Norður Makedóníu og leikinn á morgun. pic.twitter.com/GWnoBVtiVX— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 23, 2023
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Í beinni: Valur - Stjarnan | Barist á mörkum skiptingar Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Sjá meira