Telur Greenwood ekki hafa brotið af sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2023 07:01 Framkvæmdastjóri Man United hefur tjáð sig um mál Mason Greenwood. Ash Donelon/Getty Images Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, trúir ekki að enski framherjinn Mason Greenwood hafi framið þá glæpi sem hann var ákærður fyrir. Arnold skrifaði í dag opið bréf til stuðningsfólks Man United eftir að tilkynnt var að Mason Greenwood yrði ekki áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. An open letter from our Chief Executive Officer, Richard Arnold.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Greenwood sjálfur hefur tjáð sig um málið og segist ekki sekur um þá glæpi sem hann var ásakaður um og ákærður fyrir. Hann samþykkti þó ákvörðun Man United að það væri best fyrir alla aðila að hann myndi halda knattspyrnuferli sínum áfram annarsstaðar en hjá Man Utd. Í bréfi sínu fer Arnold yfir það sem gekk á eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Man United hugðist taka Greenwood inn í leikmannahóp félagsins á nýjan leik. Hann segist hafa tekið tillit til ýmissa þátta áður en hann tók lokaákvörðun en eins og hefur áður komið fram var það Arnold sem tók lokaákvörðun fyrir hönd Manchester United. Jafnframt segir Arnold að Man Unitef hafi ekki fengið aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan hafði en að lokinni innanbúðar rannsókn félagsins hafi niðurstaðan verið sú að Greenwood hafi ekki framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Arnold segir þó að Greenwood hafi gert mistök sem hann beri ábyrgð á. Að öllu þessu sögðu þá hafi það verið ákvörðun Arnold að best væri fyrir Greenwood að reyna endurvekja feril sinn hjá öðru félagi heldur en Man United. Hvar sem það svo verður þá mun félagið styðja við bakið á leikmanninum, kærustu og ófæddu barni þeirra. Bréf Richard Arnold í heild sinni má finna á vef Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Arnold skrifaði í dag opið bréf til stuðningsfólks Man United eftir að tilkynnt var að Mason Greenwood yrði ekki áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. An open letter from our Chief Executive Officer, Richard Arnold.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Greenwood sjálfur hefur tjáð sig um málið og segist ekki sekur um þá glæpi sem hann var ásakaður um og ákærður fyrir. Hann samþykkti þó ákvörðun Man United að það væri best fyrir alla aðila að hann myndi halda knattspyrnuferli sínum áfram annarsstaðar en hjá Man Utd. Í bréfi sínu fer Arnold yfir það sem gekk á eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Man United hugðist taka Greenwood inn í leikmannahóp félagsins á nýjan leik. Hann segist hafa tekið tillit til ýmissa þátta áður en hann tók lokaákvörðun en eins og hefur áður komið fram var það Arnold sem tók lokaákvörðun fyrir hönd Manchester United. Jafnframt segir Arnold að Man Unitef hafi ekki fengið aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan hafði en að lokinni innanbúðar rannsókn félagsins hafi niðurstaðan verið sú að Greenwood hafi ekki framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Arnold segir þó að Greenwood hafi gert mistök sem hann beri ábyrgð á. Að öllu þessu sögðu þá hafi það verið ákvörðun Arnold að best væri fyrir Greenwood að reyna endurvekja feril sinn hjá öðru félagi heldur en Man United. Hvar sem það svo verður þá mun félagið styðja við bakið á leikmanninum, kærustu og ófæddu barni þeirra. Bréf Richard Arnold í heild sinni má finna á vef Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Enski boltinn Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira