Bandaríkjamenn samþykkja formlega að Úkraínumenn fái F-16 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2023 07:19 „Á meðan þú bíður eftir þessum strætó, bíður Úkraína eftir F-16,“ segir á strætisvagni í Litháen. Getty/NurPhoto/Artur Widak Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa lagt blessun sína yfir að F-16 herþotur verði fluttar frá Danmörku og Hollandi til Úkraínu um leið og þjálfun flugmanna er lokið. Herþoturnar eru bandarískar og sendingin háð samþykki bandarískra stjórnvalda. Reuters segist hafa séð erindi undirritað af Blinken þar sem hann lýsi yfir fullum stuðningi Bandaríkjanna við sendingu þotanna og þjálfun úkraínskra flugmanna. Í erindinu segir að það sé fyrir öllu að Úkraína geti varist árásum Rússa og aðför þeirra að sjálfræði landsins. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi við þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 þoturnar í maí en um svipað leyti var greint frá því að hún myndi fara fram í Danmörku og Rúmeníu. Rússar brugðust við með því að segja að uppátækið fæli í sér „gríðarlega áhættu“ fyrir Vesturlönd. Bandalag ellefu ríkja stendur að þjálfun flugmannanna, sem Danir segja að muni mögulega byrja að skila árangri í byrjun næsta árs. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því á miðvikudag að þau gerðu ekki ráð fyrir því að F-16 herþoturnar yrðu teknar í notkun í vetur en að þær myndu rata til Úkraínu þegar flugmennirnir snéru aftur úr þjálfun. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í júlí gera ráð fyrir því að herþoturnar yrðu teknar í notkun í mars næstkomandi. Samkvæmt New York Times hefur eitt vandamálið snúið að tungumálakunnáttu úkraínsku flugmannanna en aðeins átta flugmenn hafa fundist sem eru taldir hafa nóga enskukunnáttu til að ljúka þjálfun. Tuttugu til viðbótar verða sendir til Bretlands í þessum mánuði, á nokkurs konar tungumálanámskeið. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Danmörk Holland Rúmenía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Herþoturnar eru bandarískar og sendingin háð samþykki bandarískra stjórnvalda. Reuters segist hafa séð erindi undirritað af Blinken þar sem hann lýsi yfir fullum stuðningi Bandaríkjanna við sendingu þotanna og þjálfun úkraínskra flugmanna. Í erindinu segir að það sé fyrir öllu að Úkraína geti varist árásum Rússa og aðför þeirra að sjálfræði landsins. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti yfir stuðningi við þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 þoturnar í maí en um svipað leyti var greint frá því að hún myndi fara fram í Danmörku og Rúmeníu. Rússar brugðust við með því að segja að uppátækið fæli í sér „gríðarlega áhættu“ fyrir Vesturlönd. Bandalag ellefu ríkja stendur að þjálfun flugmannanna, sem Danir segja að muni mögulega byrja að skila árangri í byrjun næsta árs. Yfirvöld í Úkraínu greindu frá því á miðvikudag að þau gerðu ekki ráð fyrir því að F-16 herþoturnar yrðu teknar í notkun í vetur en að þær myndu rata til Úkraínu þegar flugmennirnir snéru aftur úr þjálfun. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagðist í júlí gera ráð fyrir því að herþoturnar yrðu teknar í notkun í mars næstkomandi. Samkvæmt New York Times hefur eitt vandamálið snúið að tungumálakunnáttu úkraínsku flugmannanna en aðeins átta flugmenn hafa fundist sem eru taldir hafa nóga enskukunnáttu til að ljúka þjálfun. Tuttugu til viðbótar verða sendir til Bretlands í þessum mánuði, á nokkurs konar tungumálanámskeið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Danmörk Holland Rúmenía Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira