Búa hæstu tvíburar heims í Hveragerði? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2023 20:06 Tvíburarnir í Hveragerði, sem tóku þátt í tvíburahátíðinni í Bandaríkjunum nýlega. Þetta eru systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur og bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir tvíbura alls staðar úr heiminum hittust nýlega á sérstakri tvíburahátíð í Bandaríkjunum, meðal annars tvennir tvíburar úr Hveragerði. Þau segja frábært að hitta aðra tvíbura og geta deilt með þeim reynslu sinni af tvíburalífinu. Hér erum við að tala um eineggja tvíbura í báðum tilvikum. Annars vegar systurnar Hrefnu Ósk og Elínu Hrönn Jónsdætur og hins vegar bræðurna Kristján og Hafstein Valdimarssyni. Systurnar hafa farið tvisvar áður á tvíburahátíðir í Bandaríkjunum en þetta var fyrsta hátíð bræðranna. „Þetta var frá föstudegi til sunnudags og á laugardeginum var skrúðganga þar sem alltaf er eitthvað þema, það var sjóræningjaþema í ár. Fólk klæðir sig í alls konar búninga,” segir Hrefna Ósk. “Ætli þetta séu ekki um fjögur til fimm þúsund tvíburar, tvö þúsund pör öll í sömu skrúðgöngunni, það var alveg geggjað. Svo var maður náttúrulega að hitta aðra tvíbura, þríbura og fjórbura. Og það eru allskonar keppnir, það er blakmót og hlaupakeppnir og allskonar,” segir Elín Hrönn. Systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn, sem vinna báðar í Grunnskóla Hveragerðis. Talandi um blak, systurnar fengu bræðurna til að koma með sér núna á hátíðina til að vinna blakið því þeir eru báðir landsliðsmenn í blaki og að sjálfsögðu unnu þau blakmótið. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn, sem eru ansi líkir og mjög hávaxnir og skemmtilegir strákar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þeir hæstu tvíburar heims eða hvað, tveir núll fjórir á hæð? „Bara þangað til að einhverjir afsannar það, þá ætlum við að bera þann titil,” segir Kristján og Hafsteinn bætir við. „Er það ekki þannig, sem rannsóknir virka, það þarf bara að afsanna kenninguna. Við bara höldum því fram og svo þarf bara að bíða eftir því að einhverjir afsanni það”. Af hverju eru þið svona stórir? „Það er allur ísinn, Kjörísinn, sem við borðuðum alla æskuna og gerum enn,” segja bræðurnir hlæjandi alveg samtaka. Það vildu allir frá mynd af sér með Kristjáni og Hafsteini en þeir eru jafnvel hæstu tvíburar heims.Aðsend Þeir segja að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í tvíburahátíðinni. „Þetta er bara með því skemmtilegasta, sem ég hef gert held ég. Hitta svona aðra, sem eru eins og þú,” segir Hafsteinn. En hvers konar tvíburar eruð þið? „Bestu tvíburarnir. Við erum bara hávaxnir blaktvíburar. Við héldum kannski fyrir fram að við ásamt Hrönn og Hrefnu værum bara svona skrýtnir tvíburar en við erum búnir að komast að því eftir þessa hátíð að við erum bara nokkuð venjulegir,” segir Kristján. Og að sjálfsögðu vannst blakkeppnin með landsliðsmennina í blaki innanborðs.Aðsend Hrefna og Elín eru ansi líkar. „Já sumum finnst það, sumum ekki. Við vorum líkari þegar við vorum yngri en nú erum aðeins búnar að breytast,” segir Hrefna. „Sumir þekkja okkur aldrei í sundur en sumir gera það strax,” bætir Elín við. Hveragerði Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Hér erum við að tala um eineggja tvíbura í báðum tilvikum. Annars vegar systurnar Hrefnu Ósk og Elínu Hrönn Jónsdætur og hins vegar bræðurna Kristján og Hafstein Valdimarssyni. Systurnar hafa farið tvisvar áður á tvíburahátíðir í Bandaríkjunum en þetta var fyrsta hátíð bræðranna. „Þetta var frá föstudegi til sunnudags og á laugardeginum var skrúðganga þar sem alltaf er eitthvað þema, það var sjóræningjaþema í ár. Fólk klæðir sig í alls konar búninga,” segir Hrefna Ósk. “Ætli þetta séu ekki um fjögur til fimm þúsund tvíburar, tvö þúsund pör öll í sömu skrúðgöngunni, það var alveg geggjað. Svo var maður náttúrulega að hitta aðra tvíbura, þríbura og fjórbura. Og það eru allskonar keppnir, það er blakmót og hlaupakeppnir og allskonar,” segir Elín Hrönn. Systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn, sem vinna báðar í Grunnskóla Hveragerðis. Talandi um blak, systurnar fengu bræðurna til að koma með sér núna á hátíðina til að vinna blakið því þeir eru báðir landsliðsmenn í blaki og að sjálfsögðu unnu þau blakmótið. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn, sem eru ansi líkir og mjög hávaxnir og skemmtilegir strákar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þeir hæstu tvíburar heims eða hvað, tveir núll fjórir á hæð? „Bara þangað til að einhverjir afsannar það, þá ætlum við að bera þann titil,” segir Kristján og Hafsteinn bætir við. „Er það ekki þannig, sem rannsóknir virka, það þarf bara að afsanna kenninguna. Við bara höldum því fram og svo þarf bara að bíða eftir því að einhverjir afsanni það”. Af hverju eru þið svona stórir? „Það er allur ísinn, Kjörísinn, sem við borðuðum alla æskuna og gerum enn,” segja bræðurnir hlæjandi alveg samtaka. Það vildu allir frá mynd af sér með Kristjáni og Hafsteini en þeir eru jafnvel hæstu tvíburar heims.Aðsend Þeir segja að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í tvíburahátíðinni. „Þetta er bara með því skemmtilegasta, sem ég hef gert held ég. Hitta svona aðra, sem eru eins og þú,” segir Hafsteinn. En hvers konar tvíburar eruð þið? „Bestu tvíburarnir. Við erum bara hávaxnir blaktvíburar. Við héldum kannski fyrir fram að við ásamt Hrönn og Hrefnu værum bara svona skrýtnir tvíburar en við erum búnir að komast að því eftir þessa hátíð að við erum bara nokkuð venjulegir,” segir Kristján. Og að sjálfsögðu vannst blakkeppnin með landsliðsmennina í blaki innanborðs.Aðsend Hrefna og Elín eru ansi líkar. „Já sumum finnst það, sumum ekki. Við vorum líkari þegar við vorum yngri en nú erum aðeins búnar að breytast,” segir Hrefna. „Sumir þekkja okkur aldrei í sundur en sumir gera það strax,” bætir Elín við.
Hveragerði Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira