Gætu frestað ákvörðun varðandi framtíð Greenwood þangað til í september Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 07:01 Mason Greenwood var meðal annars ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Getty Images/Paul Currie Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans Mason Greenwood. Talið er líklegt að félagið gæti tilkynnt ákvörðun sína í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Manchester United hóf tímabilið 2023-24 með naumum 1-0 heimasigri á Úlfunum í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á mánudagskvöld. Liðið var án nokkurra sóknarþenkjandi leikmanna, var Mason Greenwood þar á meðal. Félagið hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans en hinn 21 árs gamli Greenwood hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í ársbyrjun 2022. Hann var þá settur til hliðar eftir að kærasta hans á þeim tíma áskaði hann um tilraun til nauðgunar sem og að hún sagði leikmanninn hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Málið var á leið fyrir dómstóla en var á endanum látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og ekki var lengur raunhæft að Greenwood yrði fundinn sekur. Leikmaðurinn hefur alltaf neitað sök. Mason Greenwood is not in the Manchester United squad tonight.The club have delayed the decision on his possible return.More from @lauriewhitwell https://t.co/LdupW7sEdi— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 14, 2023 Eftir ákæruvaldið í Bretlandi ákvað að fara ekki lengra með málið ákvað Man United að hefja sína eigin rannsókn á því sem gerst hafði. Í frétt The Athletic segir að félagið hafi ætlað að opinbera ákvörðun sína áður en núverandi tímabil hófst. Það var hins vegar ekki gert og fór Greenwood ekki með liðinu til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Í fréttinni segir jafnframt að félagið vilji útskýra niðurstöðu rannsóknarinnar fyrir þeim sem eiga hvað flest hlutabréf í félaginu. Þá verði ákvörðunin útskýrð fyrir kvennaliði félagsins sem og ráði sem er skipað stuðningsfólki Man Utd. Vegna þessa telur The Athletic líklegast að ákvörðunin verði gerð opinber í landsleikjahléinu í upphafi næsta mánaðar. Hver hún svo verður mun koma í ljós þegar fram líða stundir. Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Manchester United hóf tímabilið 2023-24 með naumum 1-0 heimasigri á Úlfunum í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á mánudagskvöld. Liðið var án nokkurra sóknarþenkjandi leikmanna, var Mason Greenwood þar á meðal. Félagið hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans en hinn 21 árs gamli Greenwood hefur ekki spilað fyrir félagið síðan í ársbyrjun 2022. Hann var þá settur til hliðar eftir að kærasta hans á þeim tíma áskaði hann um tilraun til nauðgunar sem og að hún sagði leikmanninn hafa beitt sig bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Málið var á leið fyrir dómstóla en var á endanum látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og ekki var lengur raunhæft að Greenwood yrði fundinn sekur. Leikmaðurinn hefur alltaf neitað sök. Mason Greenwood is not in the Manchester United squad tonight.The club have delayed the decision on his possible return.More from @lauriewhitwell https://t.co/LdupW7sEdi— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 14, 2023 Eftir ákæruvaldið í Bretlandi ákvað að fara ekki lengra með málið ákvað Man United að hefja sína eigin rannsókn á því sem gerst hafði. Í frétt The Athletic segir að félagið hafi ætlað að opinbera ákvörðun sína áður en núverandi tímabil hófst. Það var hins vegar ekki gert og fór Greenwood ekki með liðinu til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu. Í fréttinni segir jafnframt að félagið vilji útskýra niðurstöðu rannsóknarinnar fyrir þeim sem eiga hvað flest hlutabréf í félaginu. Þá verði ákvörðunin útskýrð fyrir kvennaliði félagsins sem og ráði sem er skipað stuðningsfólki Man Utd. Vegna þessa telur The Athletic líklegast að ákvörðunin verði gerð opinber í landsleikjahléinu í upphafi næsta mánaðar. Hver hún svo verður mun koma í ljós þegar fram líða stundir.
Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira