Martröð fyrir Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 13:11 Thibaut Courtois spilar sennilega ekkert með Real Madrid í vetur. Getty/Burak Akbulut Spænska stórveldið Real Madrid þarf að finna nýjan markvörð vegna tímabilsins sem er alveg að hefjast eftir að Belginn Thibaut Courtois, einn allra besti markvörður heims, sleit krossband í hné á æfingu. Courtois meiddist á æfingu og er ljóst að hann þarf að fara í aðgerð, samkvæmt tilkynningu frá Real Madrid. Samkvæmt frétt The Athletic gæti í besta falli farið svo að Courtois snúi aftur til keppni í apríl á næsta ári en sennilegra er að hann spili ekkert á komandi leiktíð. Courtois, sem er 31 árs, hefur varið mark Real frá því að hann kom frá Chelsea árið 2018, og unnið tvo Spánarmeistaratitla og einn Evrópumeistaratitil. BREAKING: Thibaut Courtois has broken his ACL. #RealMadrid After the tests carried out on our player Thibaut Courtois, he s been diagnosed with a rupture of the anterior cruciate ligament of his left knee. The player will undergo surgery in the coming days . pic.twitter.com/Eywu1KJ4fX— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2023 Real Madrid er núna aðeins með hinn 24 ára gamla Úkraínumann Andriy Lunin sem markvörð, þegar tveir dagar eru í að ný leiktíð hefjist með útileik gegn Athletic Bilbao. Hann hefur aðeins spilað níu deildarleiki fyrir Real síðan hann kom frá Shaktar Donetsk árið 2018. Á meðal kosta sem eru í boði fyrir Real Madrid er Spánverjinn David de Gea sem félagið gæti fengið frítt eftir að samningur hans við Manchester United rann út. De Gea er uppalinn hjá Atlético Madrid og hóf þar sinn feril en flutti til Manchester árið 2011. Meiðsli Courtois eru ekki aðeins áfall fyrir Real Madrid heldur einnig belgíska landsliðið fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar, en ekki er útilokað að hann geti spilað á því móti. Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Courtois meiddist á æfingu og er ljóst að hann þarf að fara í aðgerð, samkvæmt tilkynningu frá Real Madrid. Samkvæmt frétt The Athletic gæti í besta falli farið svo að Courtois snúi aftur til keppni í apríl á næsta ári en sennilegra er að hann spili ekkert á komandi leiktíð. Courtois, sem er 31 árs, hefur varið mark Real frá því að hann kom frá Chelsea árið 2018, og unnið tvo Spánarmeistaratitla og einn Evrópumeistaratitil. BREAKING: Thibaut Courtois has broken his ACL. #RealMadrid After the tests carried out on our player Thibaut Courtois, he s been diagnosed with a rupture of the anterior cruciate ligament of his left knee. The player will undergo surgery in the coming days . pic.twitter.com/Eywu1KJ4fX— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2023 Real Madrid er núna aðeins með hinn 24 ára gamla Úkraínumann Andriy Lunin sem markvörð, þegar tveir dagar eru í að ný leiktíð hefjist með útileik gegn Athletic Bilbao. Hann hefur aðeins spilað níu deildarleiki fyrir Real síðan hann kom frá Shaktar Donetsk árið 2018. Á meðal kosta sem eru í boði fyrir Real Madrid er Spánverjinn David de Gea sem félagið gæti fengið frítt eftir að samningur hans við Manchester United rann út. De Gea er uppalinn hjá Atlético Madrid og hóf þar sinn feril en flutti til Manchester árið 2011. Meiðsli Courtois eru ekki aðeins áfall fyrir Real Madrid heldur einnig belgíska landsliðið fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar, en ekki er útilokað að hann geti spilað á því móti.
Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira